Fréttablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 26
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þeir sem fylgjast með nýjustu tísku og straumum hafa þegar orðið sér úti um fallegan lit- ríkan fatnað. Skærgular og grænar regnkápur hafa til að mynda verið mjög vinsælar í vetur. Tískuhönnuðir sýndu komandi vor- og sumartísku nú í haust og margt af þeim fatnaði hefur þegar ratað í hendur nýrra eigenda sem eru tilbúnir til að greiða háar fjárhæðir fyrir. Tískuhönnuðir sjá sömuleiðis góða auglýsingu í því að frægir sjáist í fatnaði þeirra. Tískuhönnuðir Balenciaga eru litaglaðir. Þegar þeir sýndu vor- og sumartísku sína fyrir árið 2019 voru fallegir litir mjög áberandi. Það er svolítið skemmtilegt að minnast þess að Balenciaga er vinsælasta tískumerkið hjá breska netsalanum Lyst.com en Gucci í öðru sæti. Lyst.com er netsala þar sem kaupendur geta skoðað og keypt helstu tískumerki á einum stað. Lyst.com hefur verið til frá árinu 2010 en árið 2017 voru viðskipta- vinir yfir 70 milljónir frá 120 löndum. Lyst.com fær yfir tíu milljónir heimsókna á mánuði. Þegar fyrirtækið tók saman vin- sælustu vörur sínar á síðasta ári var Balenciaga mest selda merkið, Gucci kom næst og þar á eftir Vetements. Louis Vuitton, Dior eða Burberry komast ekki á topp átta lista fyrirtækisins. Balenciaga er með vinsælan sportfatnað sem jafnframt er í fal- legum litum. Handtöskurnar hafa líka verið afar vinsælar. Balenciaga er ekki nýtt af nálinni. Spánverjinn Cristóbal Balenciaga stofnaði það árið 1917 en merkið var seinna selt til Frakklands. Litir lífga upp á tilveruna Meghan Markle vakti athygli í vikunni fyrir litagleði í fata- vali. Reyndar segja spekingar að á komandi sumri verði mikið um fallega og sterka liti. Meghan veit það sjálfsagt. Balenciaga sýndi þennan rauða herrafrakka á tískuvik- unni í París þar sem vor- og sumartískan 2019 var kynnt. Fjólublá kvenkápa fyrir sumarið frá Balenciaga sem sýnd var á tískuvikunni í París. Herðapúðarnir komnir aftur. Rauða taskan frá Balenciaga fangaði augu ljósmyndarans enda er hún bæði litrík og falleg. Hún kostar rúmar 217 þúsund kr. Gul taska frá Balenciaga sem gestur bar á tískusýningu í Berlín. Það er greinilegt að litríkar töskur vekja alltaf athygli. Kisutaska frá Balenciaga sem þykir mjög krúttleg. Hún kostar litlar 140 þúsund krónur hjá Balenciaga og er til stærri líka. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 NÝJAR VÖRUR STREYMA INN Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 36-56 Útsalan í fullum gangi Enn er hægt að gera góð kaup 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 7 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 0 D -8 4 9 4 2 2 0 D -8 3 5 8 2 2 0 D -8 2 1 C 2 2 0 D -8 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.