Fréttablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 38
Sýningin Fyrstu kynni – Grænlendingar á Ísafirði árið 1925 verður opnuð í dag, 17. janúar,  í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadótt-ur og á Landsbókasafninu . Sumarliði R. Ísleifsson er sýningarhöf- undur, en eins og heiti sýningarinnar gefur til kynna er þar fjallað um heim- sókn tæplega 90 Grænlendinga til Ísafjarðar. Sýningin byggist að mestu upp á ljósmyndum sem teknar voru í þeirri heimsókn. „Ljósmyndir frá þessari heim- sókn eru sýndar í Veröld, en hluti sýningarinnar er einnig á Lands- bókasafninu. Þar eru líka sýndar bækur sem tengjast Grænlandi, þar á meðal bækur sem Íslendingur sem var trúboði á Grænlandi átti frum- kvæði að að gefa út á grænlensku árið 1776,“ segir Sumarliði. „Flestar ljósmyndirnar sem sýndar eru í Ver- öld eru eftir danska ljósmyndarann Martinus Simson sem búsettur var á Ísafirði og starfaði sem ljósmyndari þar. Hann fylgdist greinilega vel með þessum grænlenska hópi, ég segi ekki að hann hafi fylgt honum hvert fótmál en nærri því. Dönsk kona, Thyra Juul, eiginkona apótekarans á staðnum, tók einnig myndir af hópnum. Íslenskur ljósmyndari, Tryggvi Samúelsson, tók sömuleiðis talsvert af myndum af grænlensku gestunum, en þær myndir hafa ekki fundist,“ segir Sumarliði og bætir við að ef einhver lesenda Fréttablaðsins viti af þeim myndum þá hefði hann gaman af að heyra af því. Ekki ný byggð án prests Heimsókn Grænlendinganna átti rætur að rekja til deilna Dana og Norðmanna um yfirráð á hluta Aust- ur-Grænlands. „Norðmenn öðluðust sjálfstæði árið 1905 og unnu að því að styrkja stöðu sína og sögðust eiga sögulegan rétt á hluta af Grænlandi. Þessu höfnuðu dönsk stjórnvöld og viðbrögð þeirra voru meðal annars þau að hvetja hluta íbúa sem bjuggu í grennd við Ammassalik á Austur- Grænlandi til að flytja um 800 km leið í norður, til Scorebysunds. Og það var þetta fólk sem kom við á Ísafirði á leið sinni þangað norður,“ segir Sumarliði. „Ástæðurnar eru tvær. Ein var sú að ekki var hægt að stofna nýja byggð án þess að hafa þar prest og hann þurfti að vígja, og auðveldara var að gera það á Ísafirði en fara í langt ferðalag til annarra byggðarlaga á Grænlandi. Það var danskur prófastur sem stóð fyrir vígslunni á Ísafirði. Hin ástæðan er sú að vistir sem áttu að fara með fólkinu voru komnar til Ísafjarðar og Grænlendingarnir ákváðu að koma við og taka þær með sér.“ Athygli og umtal Spurður hvaða þýðingu þessi heim- sókn hafi haft segir Sumarliði: „Þarna voru á Ísafirði næstu nágrannar Íslendinga. Íslendingar og inúítar höfðu fram að þessu varla hist nema á þann hátt að nokkrir Íslendingar höfðu búið og starfað á Grænlandi og örfá dæmi eru um að inúítar hafi komið hingað til lands. Þarna var því á ferð fyrsti hópur af stofni inúíta sem kom hingað til Íslands. Þessi heim- sókn vakti mikla athygli og umtal. Síðan hefur verið fjallað um  hana hvað eftir annað, nú síðast í Frétta- blaðinu fyrir ekki ýkja löngu, þegar Stefán Pálsson skrifaði um hana. Lengi voru miklir fordómar gagn- vart inúítum hér á landi og var svo langt fram eftir síðustu öld en þessi heimsókn breytti þeim viðhorfum töluvert. Það gerist nefnilega oft að þegar fólk hittist og hefur samskipti þá hverfa fordómarnir.“ Heimsókn sem breytti viðhorfum Í Veröld og á Landsbókasafninu er sýning um heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925. Ljósmyndir eru uppistaða sýningarinnar. Þarna var um að ræða fyrst hóp af stofni inúíta sem kom hingað til lands. LENGI VORU MIKLIR FORDÓMAR GAGN- VART INÚÍTUM HÉR Á LANDI OG VAR SVO LANGT FRAM EFTIR SÍÐUSTU ÖLD EN ÞESSI HEIM- SÓKN BREYTTI ÞEIM VIÐ- HORFUM TÖLUVERT. Sumarliði R. Ísleifsson er sýningarhöfundur sýningarinnar sem er í Veröld, húsi Vigdísar, og í Þjóðarbókhlöðunni.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Tæplega 90 Grænlendingar á Ísafirði árið 1925, myndaðir í bak og fyrir. Heimsóknin vakti mikla athygli og umtal og fólk fylgdist vel með öllu sem gestirnir tóku sér fyrir hendur enda sjaldséðir gestir þarna á ferðinni. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is TÓNLIST Sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Jóhann Strauss yngri og fleiri. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Stjórnandi: Christian Kluxen. Einsöngvarar: Sveinn Dúa Hjör- leifsson og Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 10. janúar Í haust dúkkaði upp á Facebook mynd af mismunandi tegundum höfuðverkjar. Myndin sýndi fjögur mannshöfuð með rauðum flekkj- um sem táknuðu staðsetningu verkjanna. Þarna var mígreni, of hár blóðþrýstingur og streita. Sá versti, þar sem rauði liturinn var alls staðar, var jólatónlist í október. Jólalögin byrja nefnilega snemma; strax um haustið er síbyljan farin að hljóma alls staðar og maður fær nístandi höfuðverk. Hvað mega þá Vínarbúar segja? Dónárvalsinn eftir Jóhann Strauss yngri, sem var leikinn á Vínar- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið, er spilaður út um allt þar í borg. Og ekki bara í október, nóvember og desember. Það kveður svo rammt að því að valsinn hefur verið kallaður annar þjóðsöngur Austurríkisbúa. Hið merkilega er að hann sló ekki í gegn þegar hann var frumfluttur árið 1867, en það var í kórútsetn- ingu. Textinn var brandari sem var ætlaður til að hressa Austurríkisbúa og fá þá til að hlæja, en þeir höfðu tapað stríði nokkru áður og voru í illu skapi. Þetta misheppnaðist, en þegar valsinn var leikinn aðeins síðar í hljómsveitarbúningi, varð allt vitlaust og hefur verið það síðan. Flutningurinn var glæsilegur á tónleikunum. Sömu sögu er að segja um annað á efnisskránni, sem var hefðbundin Vínartónlist. Þarna var Keisaravalsinn, forleikir að óper- ettum, Ungverskur dans og margt fleira eftir ýmis tónskáld. Strauss yngri átti þó megnið af verkunum. Hljómsveitin var í banastuði, sam- spilið var nákvæmt. Styrkleikajafn- vægið var prýðilegt, túlkunin ein- kenndist af viðeigandi léttleika og krafti undir öruggri stjórn Christian Kluxen. Tveir einsöngvarar komu fram, þau Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór og Hrafnhildur Árnadóttir Haf- stað sópran. Sá fyrrnefndi stóð sig nokkuð vel, var reyndar betri fyrir hlé. Eftir það dalaði hann örlítið, söngurinn hefði þá mátt vera hreinni og þróttmeiri. Rödd hans var samt falleg í sjálfri sér, því er ekki að neita. Hrafnhildur var fók- useraðri allan tímann og má segja að hún hafi slegið eftirminnilega í gegn á tónleikunum. Röddin var kröftug, en einnig mjúk, breið og fögur; túlkun hennar var í hvívetna þrungin aðdáunarverðri einlægni og grípandi tilfinningu. Spennandi verður að fylgjast með þessari ungu söngkonu í framtíðinni. Fjórir dansarar voru augnayndi á tónleikunum, en það voru þau David Klar, Denise Margrét Yaghi, Helga Sigrún Hermannsdóttir og Þorkell Jónsson. Dansararnir settu tónlistina í rétt samhengi og undir- strikuðu stemninguna, enda var þeim ákaft fagnað. Pörin svifu um sviðið, danshreyfingarnar voru gæddar smitandi þokka og yndis- leik. Lýsingin á tónleikunum var líka flott, hugvitsamleg litasamsetning skapaði ómótstæðilegan galdur. Heildarútkoman var sú að manni leið eins og í öðrum heimi þar sem nágrannar syngja í gluggum, og gangandi vegfarendur stíga dans- spor af minnsta tilefni. Í þannig veröld er gott að vera. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Hrífandi dagskrá með skemmtilegri tónlist. Í veröld þar sem allt er svo gott Heildarútkoman var sú að manni leið eins og í öðrum heimi, segir Jónas Sen. 1 7 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 7 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 0 D -7 A B 4 2 2 0 D -7 9 7 8 2 2 0 D -7 8 3 C 2 2 0 D -7 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.