Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 11
11Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Tafla 5. Viðhorf ljósmæðra til fósturskimana. N Mjög sam- mála % Frekar sam- mála % Hlutlaus % Frekar ósam- mála % Mjög ósam- mála % Get rætt af öryggi um fósturskimun fyrir Downs heilkenni 50 30 46 18 6 0 Þarf meiri þekkingu um fósturskimanir til að geta veitt gagnlega ráðgjöf 50 12 20 20 34 14 Þekking á fósturskimunum er nauðsynleg í daglegu starfi mínu 50 66 30 2 2 0 Finnst erfitt að tala við konur/verðandi foreldra um Downs heilkenni 50 2 6 10 24 58 Bjóða ætti öllum barnshafandi konum fósturskimun fyrir Downs heilkenni og öðrum litningagöllum 50 36 14 24 14 12 Hvetja ætti allar barnshafandi konur til þess að þiggja fósturskimun 48 4,2 6,3 29,2 22,9 37,5 Að tala um fósturskimanir hefur áhrif á ánægju og gleði vegna meðgöngunnar 49 6,1 32,7 22,4 12,2 26,5 hnakkaþykktarmælingu eða samþættu líkindamati án frekari rannsókna. Niður- stöðurnar sýndu aftur á móti að þekking ljósmæðranna á viðmiðunarmörkum og líkum á frávikum var ábótavant. Einungis um 20% ljósmæðranna sem tóku þátt í rannsókninni vissu hve stórt hlutfall fóstra með Downs heilkenni myndu finnast ef allar barnshafandi konur færu í fóstur- skimun við 11–14 vikna meðgöngu. Auk þess kom fram að aðeins um 60% ljós- mæðranna hafði þekkingu á jákvæðum og neikvæðum niðurstöðum úr skimprófum. Bramwell og Carter (2001) komust að sambærilegri niðurstöðu fyrir rúmum áratug en samkvæmt þeim var þekking á aðferðum fósturskimana almennt góð, en þekking á líkum á ýmsum frávikum lítil og fagfólkið hafði takmarkaða þekkingu í sambandi við jákvæða niðurstöðu úr skim- og greiningarprófum. Niðurstöður annarra rannsókna hin síðari ár hafa verið í svipuðum dúr (Skirton og Barr, 2010). Mikilvægt er að fagfólk hafi góða þekkingu á fósturskimun til að verðandi foreldrar fái fullnægjandi upplýsingar og geti tekið upplýsta ákvörðun varðandi hvort þau vilja þiggja eða afþakka skimunina. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að bæta þurfi þekkingu fagfólks á fósturskimun og ýta undir mikilvægi þess að þróa fræðslu varðandi efnið. Helstu ástæður þess að ljósmæðurnar veittu ekki nægjanlegar upplýsingar voru að verðandi foreldrar vildu ekki upplýsingar (42%). Í íslenskri rannsókn á þekkingu verðandi foreldra á skimun kom fram að 66% foreldranna vildu fá allar mögulegar upplýsingar en einungis 2% vildu engar upplýsingar fá varðandi fóstur- skimun og fósturgreiningu (Stefansdottir o.fl., 2010). Þetta sýnir að ekki er alltaf samræmi milli þess sem ljósmæður telja að verðandi foreldrar vilji og þess sem þeir raunverulega vilja. En sökum þess hversu margir verðandi foreldrar hitta fæðinga- og kvensjúkdómalækni snemma á meðgöngu (Helga Gottfreðsdóttir, 2009; Hanna Rut Jónasdóttir, 2009) og eiga mögulega samtal um skimunina þar, getur það skýrt að ljós- mæður segja að svo hátt hlutfall verðandi foreldra vilji ekki upplýsingar. 36% ljós- mæðranna tilgreindu tímaskort sem ástæðu þess að ekki voru veittar nægar upplýsingar en Ahmed o.fl. (2012) komust að sambærilegri niðurstöðu, þ.e. að skortur á tíma væri hindrun í því að ljósmæður gætu veitt nægar upplýsingar um skimunina. Í rannsókn McNeill og Alderdice (2009) kom einnig fram að ljósmæður töldu sig ekki geta veitt fullnægjandi upplýsingar um fósturskimun innan þess tímaramma sem þær höfðu. Því má álykta að þörf sé á meiri tíma eða breyttu fyrirkomulagi fyrstu skoðunar á meðgöngu svo ljós- mæður upplifi ekki tímaskort sem hindrun í að gefa foreldrum nægar upplýsingar. Mögulega mætti hafa tvær fyrstu skoð- anir, aðra mjög snemma á meðgöngu þar sem farið væri í þætti sem mikilvægt er að taka afstöðu til í upphafi meðgöngu og seinni heimsóknin væri þá frekar notuð til fræðslu um þætti eins og lifnaðarhætti, andlega líðan og þess háttar. Einnig væri hægt að þróa mismunandi form fyrir slíka fræðslu, t.d.gæti verið hentugt að vera með hópfræðslu einu sinni í mánuði sem væri opin fyrir alla um hin ýmsu málefni, svo sem fósturskimun. Óvíst er hversu vel fræðsla á vefnum um fósturskimun nýtist fagfólki og þyrfti að skoða það frekar en hér mætti líka velta því fyrir sér hvort ekki þurfi að vekja athygli á slíku efni af og til. Viðhorf til fósturskimana Niðurstöður sýndu að langflestar ljós- mæðranna sögðust veita verðandi foreldrum fyrstu upplýsingar á meðgöngu um fósturskimun og fannst þær bera ábyrgð á að það væri gert. Almennt var viðhorf ljósmæðranna til fósturskimana jákvætt og nánast öllum ljósmæðrunum (95,9%) fannst að upplýsa ætti allar barnshafandi konur um möguleikann á skimuninni snemma á meðgöngu. Það er í samræmi við niður- stöður annarra rannsókna sem sýna að viðhorf ljósmæðra til fósturskimana er almennt jákvætt (van den Berg o.fl., 2007; Dormandy og Marteau, 2004). Flestar ljósmæðurnar (85,4%) töldu fósturskimun vera siðferðislegt álitamál og komu sambærilegar niðurstöður fram hjá Ekelin og Crang-Svalenius (2004) þar sem fræðsla um skimunina þótti bæði tæknilega og siðfræðilega erfið. Ýmis flókin álitamál koma upp þegar svona inngrip í annars eðlilegt ferli á sér stað og ljósmæður þurfa að vera tilbúnar til að ræða flókin siðferðisleg mál eins og ákvörðun um fóstureyðingu eða það að eignast barn með fötlun. Aukin þekking ljósmæðra á þessu sviði er því mikilvæg og íhugun á siðferðislegum gildum. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að flestar ljósmæðurnar (76%) töldu sig geta rætt af öryggi við konur um fósturskimun fyrir Downs heil- kenni en þó fannst 32% ljósmæðranna þær þurfa meiri þekkingu um fóstur- skimun til að geta veitt gagnlega ráðgjöf. Þessar niðurstöður eru áhugaverðar og benda til þess að bæta þurfi þekkingu ljósmæðra um fósturskimun en mikil- vægt er að fagfólk geti sótt námskeið eða fengið fræðsluefni um skimunina til að efla sig í starfi og bæta þannig þjónustu við verðandi foreldra. LOKAORÐ Öll þurfum við að taka ákvarðanir er varða heilsu okkar og almennt viljum við sjálf taka eigin ákvarðanir að því gefnu að við fáum fullnægjandi upplýsingar. Fósturskimun er orðin hluti af meðgönguvernd á Íslandi. Það er því mikilvægt að fagfólk hafi góða þekkingu á skimuninni og að í boði sé viðeigandi endurmenntun og fræðsla um fóstur- skimun. Í fyrrgreindri umfjöllun var þekking og viðhorf ljósmæðra til fóstur- skimana skoðuð og áhugavert er að sjá að niðurstöðurnar eru að miklu leyti í samræmi við niðurstöður erlendra rann- sókna um efnið. Þessari rannsókn þarf að fylgja eftir með markvissri fræðslu og samræðu meðal þeirra sem veita upplýsingar og ráðgjöf um fósturskimun snemma í meðgöngu jafnframt því að skoða þarf með reglulegu millibili viðhorf og þekkingu fagfólks til fóstur- skimana. Slíkt er eðlilegur hluti af gæðamati í heilbrigðiskerfinu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.