Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 14
14 Ljósmæðrablaðið - desember 2012 skurð. Konur á landsbyggðinni töldu síður en konur á höfuðborgarsvæðinu að þær hefðu farið alltof snemma heim af fæðingardeild. Samanburður á niður- stöðum rannsóknarinnar við sambærilegar upplýsingar úr Fæðingaskrá Íslands og frá Hagstofu Íslands sýna gott samræmi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa glögga mynd af reynslu kvenna af barneignarþjónustu og barneignarferli hér á landi. Þær ættu að nýtast fagfólki og stjórnendum heilbrigðismála við frekari þróun og skipulag þjónustunnar. Lykilorð: Barneign, heilsa, barneignar- þjónusta, barneignarferli, konur, reynsla. ABSTRACT The purpose of our study “Childbirth and Health” was to explore women´s experience of maternity services, their health, well- being, attitudes and expectations during pregnancy and after birth. In this article, the research methodology is described and different aspects of the results discussed in the context of age, residency and education. In the first phase (from February 2009 to March 2010), 1765 women 11–16 weeks pregnant, attending antenatal care at 26 health care centres received a postal questionnaire. In all 63% (1111) women replied. In the second phase, a new postal questionnaire was sent 5–6 months post- partum (March 2010 until January 2011) and 765 (69%) women replied. During the third phase, 18–24 months postpartum (January 2011 until October 2011), 657 (59%) women replied. Data was gathered about social background, interactions with professionals and family, attitudes towards and experiences of childbearing care like ultrasound scans’ pain relief, caesarean section, homebirth and previous pregnancies. Multiparas were 60% of the participants, number of antenatal visits were 8.9 (mean), 14.3% underwent ceasarean section and 2.2% gave birth at home. Women with higher education were more likely to plan their pregnancy compared to women with lower education. Primiparous women were more likely than multiparas to have their first contact in antenatal care with their GP, to an Epidural and emergency Caeserean section. Women living in urban areas were more likely than women living in the capital area to feel their stay in hospital had been too short. Comparison between results from this study with outcomes from the Icelandic Birth register and Icelandic statistics are consistent. We conclude that this study gives a clear picture of women´s experience regarding childbirth and maternity services in Iceland. The research findings should be useful for further development of the organisation of maternity services and health care management. Keywords: Childbirth, health, maternity services, women, experiences. INNGANGUR Árangur heilbrigðisþjónustunnar sem snýr að barneignum er jafnan metinn eftir tölum um burðarmálsdauða, mæðradauða og þátt- töku í meðgönguvernd. Í öllum þessum þáttum er samanburður við aðrar þjóðir Íslandi mjög hagstæður (Nordic Medico- Statistical Committee, 2011). Skipulag barneignarþjónustunnar er skýrt og vel samræmt um allt land og stöðug þróun á sér þar stað. Sem dæmi má nefna stórt skref þegar klínískar leiðbeiningar landlæknis- embættisins um meðgönguvernd heil- brigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu voru teknar upp árið 2008 (Hildur Kristjáns- dóttir o.fl., 2008). Þær eru staðfærð og þýdd útgáfa af leiðbeiningum NICE í Bretlandi (National Institute for Clinical Excellence, 2008). Í þeim er gert ráð fyrir færri hefð- bundnum skoðunum í meðgönguvernd en áður tíðkuðust; mælt er með tíu skoð- unum hjá frumbyrju og sjö hjá fjölbyrju, en samkvæmt 51. grein Reglugerðar fyrir heilsugæslustöðvar nr. 160 (1982) var gert ráð fyrir að konur kæmu 12–13 sinnum í skoðun. Nýju leiðbeiningarnar ná einnig yfir skipulag þjónustunnar, rannsóknir sem gerðar eru til skimunar á sjúklegu ástandi, líkamlegu sem andlegu, ráðleggingar um lifnaðarhætti og meðferð algengra klínískra vandamála. Fæðingastöðum á landinu hefur fækkað mjög á undanförnum áratugum og hafa ákvarðanir þar um oftast verið teknar í samræmi við bættar samgöngur og til að spara fé. Árið 1972 fæddu konur á 30 stöðum, svo sem fæðingadeildum sjúkra- húsa, sjúkraskýlum og fæðingaheimilum (Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering og Helgi Sigvaldason, 1975), en árið 2010 voru skilgreindir fæðingastaðir á landinu 11 talsins. Flestar fæðingar áttu sér þá stað á Landspítala eða rúmlega 70% og um 1,8% kvenna fæddu heima (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur Pálsson, 2011). Í leiðbeiningum landlæknis- embættisins um val á fæðingarstað (Land- læknisembættið, 2007) eru fæðingastaðir landsins skilgreindir í fjóra flokka eftir þjónustustigi og sett eru fram fagleg viðmið og ábendingar um klíníska þjónustu og starfsaðstæður. Heimafæðingar með ljós- móður og fæðingar á heilbrigðisstofnun með ljósmóður og heimilislækni lúta þar sömu ábendingum. Þjónusta í sængurlegu hefur einnig breyst á síðustu áratugum og flust af sjúkrahúsum í heimahús. Árið 1994 fóru um 2,5% kvenna sem fæddu á Landspítala heim innan 36 klst. frá fæðingu og þáðu heimaþjónustu ljósmæðra (Hildur Sigurðardóttir, 2004). Þetta hlutfall er nú orðið um 80% á lands- vísu (Ljósmæðrafélag Íslands, 2010). Þessi þjónusta er veitt í samræmi við faglegar leiðbeiningar um heimaþjónustu ljósmæðra sem byggja á bestu þekkingu og er ætlað að tryggja gæði og öryggi hennar (Hildur Sigurðardóttir, 2009). Meðalaldur frumbyrja hefur farið hækk- andi í hinum vestræna heimi á síðustu áratugum (Zasloff, Schytt og Waldenström, 2007) og er mesta aukningin meðal kvenna 35 ára og eldri (Carolan og Frankowska, 2011). Á Íslandi var meðalaldur frum- byrja 27 ár árið 2011, en árin 1971–1975 var hann 21,6 ár (Hagstofan, 2012). Aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna eru talin áhrifaþættir í þessari þróun, en einnig aðrir samfélagslegir þættir eins og bætt heilsufar kvenna og aukið aðgengi að og notkun getnaðarvarna (Joseph o.fl., 2005; Waldenström, 2008a). Íslensk fæðingaskrá hefur verið haldin á vegum landlæknis frá árinu 1972 og er til á rafrænu formi frá og með árinu 1981. Þar eru m.a. skráð lýðfræðileg atriði, inngrip í fæðingar, fæðingarmáti. Einnig eru þar upplýsingar um burðar- máls- nýbura- og ungbarnadauða, fóstur- skimun og fósturgreiningu (Embætti landlæknis, 2012). Í skránni liggja fyrir tölulegar upplýsingar um fæðandi konur og börn þeirra en minna er vitað um líðan kvennanna, óskir þeirra og væntingar til barneignarþjónustunnar. Niður- stöður íslenskra rannsókna sem fjalla um væntingar og óskir barnshafandi kvenna benda þó til að þær séu ánægðar með þá þjónustu sem þær fá (Helga Gottfreðs- dóttir, 2001; Hildur Kristjánsdóttir, 2009; Sigfríður Inga Karlsdóttir, 1999). Íslenskum konum finnst sjálfsagt að fara í meðgönguvernd en það var meðal niður- staðna Hildar Kristjánsdóttur (2009) sem skoðaði reynslu kvenna af fyrstu komu þangað. Tekin voru viðtöl við átta barns- hafandi konur skömmu eftir fyrstu komu í meðgönguvernd með sérstaka áherslu á væntingar kvenna til hennar. Fram kom að meðgönguverndin býður upp á góð samskipti við ljósmóður sem konurnar vilja þekkja og það veitti þeim öryggiskennd. Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2009) benda á að konur vilji stuðning frá umhyggjusamri og hæfri ljósmóður en það var meðal annars niður- staða rannsóknar á reynslu barnshafandi kvenna af umhyggju og umhyggjuleysi í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk á meðgöngu. Upplifun kvenna af innihaldi meðgönguverndar var skoðuð í annarri íslenskri rannsókn. Tekin voru viðtöl við átta barnshafandi konur þegar þær voru gengnar 32–38 vikur. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru meðal annars þær að konurnar sem tóku þátt leggja megináherslu á líkamlegt eftirlit (Helga Gottfreðsdóttir, 2001). Í spurningalistakönnun meðal 229 kvenna

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.