Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 15
15Ljósmæðrablaðið - desember 2012 á þremur stöðum á landinu var ánægja og óánægja barnshafandi íslenskra kvenna með meðgönguvernd skoðuð. Megin niður- stöður rannsóknarinnar voru að konur voru almennt ánægðar með þær upplýsingar sem þær fengu hjá ljósmóður og með nærveru ljósmóðurinnar. Um 68% kvennanna voru mjög ánægðar með þjónustuna og 32% frekar ánægðar eða óánægðar (Sigfríður Inga Karlsdóttir, 1999). Reynsla 20 kvenna á aldrinum 17–45 ára, úr ýmsum þjóðfélagshópum, af því að fæða á mismunandi fæðingarstöðum á landinu og hvernig þær völdu fæðingastað var skoðuð með hálfstöðluðum viðtölum í mann- fræðilegri rannsókn sem náði til kvenna sem höfðu fætt á árunum 1979–2007. Niðurstöðurnar gefa til kynna að konur fæða þar sem þær finna til öryggis (Elva Björg Einarsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). Á Íslandi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi hefur fæðingum með keisaraskurði fjölgað en árið 2010 var keisaratíðnin 14,6 % (Ragnheiður I. Bjarnadóttir o.fl., 2011). Í ritstjórnargrein Reynis Tómas Geirssonar (2006) kemur fram að á fyrsta þriðjungi 20. aldar hafi keisaratíðni verið mjög lág, eða um 1,5–3% allra fæðinga. Með auknum tæknifram- förum og öryggi við aðgerðirnar fjölgaði þeim hægt og bítandi og um 1980 var keisaratíðnin um 8% allra fæðinga. Enn hækkaði tíðnin og 1990 var hún orðin 13–14%. Þessi fjölgun hefur tekið til valkeisaraskurða, sem voru um 40% allra keisaraskurða, sem og bráðakeisaraskurða (Reynir Tómas Geirsson, 2006). Þróunin í löndunum í kringum okkur er svipuð og sem dæmi var keisaratíðni í Svíþjóð 5,3% árið 1973 og 16,4% árið 2010 (Medicinska födelseregistret 1973– 2010, 2012). Ábendingar fyrir fæðingu með keisaraskurði eru fjölbreyttar, en tilgangurinn er að tryggja betri útkomu fæðingar með heilbrigði móður og barns í huga (Reynir T. Geirsson, 2006). Meginástæður þess að gerður er keisaraskurður hér á landi hefur einkum verið misræmi milli stærðar fósturs og fæðingarvegar, fæðing sem dregst á langinn eða stöðvast, fyrri keisaraskurður, afbrigðileg aðkoma barns, grunur um fóstur- streitu eða meðgöngusjúkdómar (Guðný Jónsdóttir, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Reynir T. Geirsson og Alexander Smárason, 2006; Reynir T. Geirsson, 2006). Þótt gerðar hafi verið allmargar rann- sóknir á barnshafandi konum á Íslandi þá eru fáar yfirgripsmiklar rannsóknir sem ná yfir breitt svið og fylgja konunum. Slíkar rannsóknir er hægt að finna erlendis t.d. viðamikil rannsókn frá Ástralíu þar sem gögnum var safnað frá 1500 frumbyrjum og þeim fylgt eftir frá 24 vikna meðgöngu allt að 24 mánuðum eftir fæðingu (Brown, Gartland og MacArthur, 2011; Brown, McDonald og Krastey, 2008). Önnur stór rannsókn er hin norska Mor barn rann- sókn sem hófst árið 1999 og stendur enn. Upplýsingasöfnun hefst snemma á meðgöngu og er konum fylgt eftir í allt að átta ár. Tilgangur svo yfirgripsmikilla rann- sókna er að safna miklum upplýsingum um mikilvæga áhrifaþætti og sjúkdóma þannig að skoða megi samspil þeirra með mögulegar forvarnir sem meginmarkmið (Magnus o.fl., 2006; Norwegian Mother and Child Cohort Study, 2012). Kveikjan að rannsókninni, sem hér er lýst, var þörf á frekari vitneskju um viðhorf og reynslu kvennanna sjálfra af barneignar- þjónustu hér á landi. Fyrirmynd þessarar rannsóknar er umfangsmikil sænsk rann- sókn frá árunum 1999–2000 sem nefnd er „Kvinnors upplevelse av barnafödande“ (KUB) (Hildingsson, Waldenström og Rådestad, 2002; Waldenström, 2008b). Í KUB-rannsókninni er safnað miklum upplýsingum um reynslu, væntingar og viðhorf frumbyrja og fjölbyrja til margra þátta sem snerta barneignarferlið og tímann fyrst eftir fæðingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla víðtækra upplýsinga um heilsu, væntingar, viðhorf og líðan íslenskra kvenna frá því snemma á meðgöngu þar til tveimur árum eftir barnsburð. Í þessari grein verður aðferð og framkvæmd rannsóknarinnar lýst og leitast við að svara eftirfarandi spurn- ingum: 1. Eru viðhorf og reynsla kvenna af barneignarferlinu mismunandi eftir búsetu þeirra, menntun, barneignarsögu og aldri? 2. Endurspeglar rannsóknarhópurinn hið íslenska barnshafandi þýði? AÐFERÐ Rannsóknin ,,Barneign og heilsa“ er ferils- rannsókn (cohort study) meðal barnshafandi kvenna sem sækja meðgönguvernd á heilsugæslustöðvum á Íslandi. Hópi kvenna var fylgt eftir frá því snemma á meðgöngu og allt að tveimur árum eftir fæðingu barns. Rannsóknin var þrískipt. Í fyrsta hluta var leitað eftir þátttöku kvenna við 15–16 vikna meðgöngu. Í öðrum hluta var þeim konum sem tóku þátt í fyrsta hluta fylgt eftir 5–6 mánuðum eftir fæðingu og í þriðja hluta einu til tveimur árum eftir fæðingu. Rann- sókn stóð frá febrúar 2009 og lauk í október 2011. Þátttakendur Skilyrði til þátttöku í rannsókninni var að konan væri orðin 18 ára og að hún hefði gott vald á íslensku. Við val á þátttakendum var tekið hentugleikaúrtak, lagskipt eftir búsetu. Við valið var fjöldi fæðinga í hverjum landshluta hafður til hliðsjónar. Meðan á fyrsta hluta rannsóknarinnar stóð komu um 3000 konur til fyrstu mæðraskoðunar á þeim 26 heilsugæslu- stöðvum sem þátt tóku en 1765 konur fengu sendan spurningalista, þ.e. voru beðnar um að taka þátt í rannsókninni og samþykktu að fá sendan spurningalista. Dreifing úrtaks og svarhlutfall eftir landssvæðum er sýnt í töflu 1. Alls svöruðu 1117 konur fyrsta spurningalista. Síðar óskuðu sex konur eftir því að draga þátttöku sína til baka og voru svör þeirra því fjarlægð úr gagnasafninu. Svarhlutfall var því 63% (1111/1765) sem dreifist þannig að tæp 69% þátttakenda eru af höfuðborgarsvæðinu og rúmlega 31% af landsbyggðinni. Allar konur sem svöruðu fyrsta spurningalista fengu senda nýja lista í öðrum og þriðja hluta rannsóknarinnar. Af þeim tóku 765 (69%) konur þátt í öðrum hluta og 657 (59%) í þriðja hluta. Af svörum þátttakenda í öðrum og þriðja hluta rannsóknarinnar má ráða að þeir fæddu börn sín á tímabilinu ágúst 2009 Tafla 1. Fjöldi og svörun spurningalista, flokkað eftir landshlutum, sem voru sendir í fyrsta hluta rannsóknarinnar Barneign og heilsa árið 2009.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.