Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 19

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 19
19Ljósmæðrablaðið - desember 2012 sem lýst er af Armitage og Berry (1994). Þar sem um er að ræða ferlisrannsókn og niðurstöður eru fyrst og fremst lýsandi var valið að reikna ,,hlutfallslega áhættu“ sem hentar betur slíku rannsóknarsniði en hlut- fallslíkindi (odds ratio) og er auðveldari í túlkun (Bonita, Beaglehole og Kjellstrom, 2006). Í þessum útreikningum eru konur 25–34 ára viðmið fyrir hópa eldri og yngri kvenna, konur með háskólamenntun viðmið fyrir konur með styttri menntun, fjölbyrjur viðmið fyrir frumbyrjur og konur á höfuðborgarsvæðinu viðmið fyrir konur á landsbyggðinni. Sé munur á hlutfalls- legri áhættu hópanna marktækur miðað við 95% marktektarmörk er hann merktur með stjörnu í töflum. NIÐURSTÖÐUR Í töflu 4 má sjá skiptingu þátttakenda með tilliti til búsetu, menntunar og aldurs, 671 (60%) kvennanna voru fjölbyrjur af samtals 1110 konum sem svöruðu spurningu um fyrri barneignir. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 69% (n=763) þátttakenda og 62% (n=695) voru með háskólamenntun. Flestar kvennanna voru á aldrinum 25–34 ára eða 66% (n=733). Í töflum 5 og 6 eru skoðuð hlutföll og hlutfallsleg áhætta miðað við tiltekin viðmið (RR ásamt 95% CI fyrir RR) fyrir ýmsa þætti barneignarsögu, meðgöngu og fæðingar. Um 27% kvennanna höfðu áður misst fóstur (Tafla 5) og 44% þátttakenda í aldurshópnum 35 ára og eldri höfðu misst fóstur. Af öllum þátttakendum höfðu 12% farið í fóstureyðingu (Tafla 5). Munur var á tíðni fóstureyðinga eftir menntun. Konur sem höfðu lokið grunnskóla eingöngu (18%) voru líklegri til þess að hafa farið í fóstur- eyðingu, borið saman við konur sem höfðu háskólapróf (10%). Erfiðleikar með að verða barnshafandi á meira en eins árs tímabili (Tafla 5) voru þekktir hjá 13% þátttakenda. Ekki var munur á þessum þætti hvað varðar menntun eða búsetu, en frumbyrjur voru líklegri en fjölbyrjur til að hafa átt við þennan vanda að stríða. Konur með minni menntun voru síður líklegar en konur með háskólamenntun til að hafa ráðgert þungun sína (Tafla 5). Frumbyrjur höfðu síður ráðgert þungun sína en fjölbyrjur og yngri konur (18–24 ára) síður en konur 24–35 ára. Flestar konurnar (55%) leituðu fyrst til fæðingar- og kvensjúkdómalækna í þungun og var það óháð menntun, búsetu eða aldri (Tafla 5) en 29% leituðu fyrst til ljósmæðra. Frumbyrjur voru líklegri en fjölbyrjur til að leita fyrst til heimilislæknis í upphafi meðgöngu. Konur á landsbyggðinni leituðu einnig frekar til heimilislæknis í samanburði við konur á höfuðborgarsvæðinu. Sama á við um konur með grunnskólapróf í samanburði við konur með háskólapróf og yngstu konurnar (18–24 ára) í samanburði við konur 25–34 ára. Um 22% kvennanna gátu hugsað sér að fæða heima og var sú skoðun óháð öllum bakgrunnsþáttum sem skoðaðir voru. Í töflu 6 eru skoðuð tengsl búsetu, mennt- unar og aldurs við þjónustu á meðgöngu og í fæðingu og upplifun kvenna af þessum atburðum. Hlutfallslega færri konur á landsbyggðinni en höfuðborgar- svæðinu höfðu farið í færri en sex skoð- anir í meðgönguvernd og hlutfallslega færri frumbyrjur en fjölbyrjur falla í þann flokk, sem fer sjaldnar en sex sinnum í meðgönguvernd. Frumbyrjur voru líklegri en fjölbyrjur til að fara í fleiri en tvær ómskoðanir. Í fæðingu voru frumbyrjur líklegri en fjölbyrjur til að fá örvun á fyrsta eða öðru stigi fæðingar og þær fengu frekar epidural- deyfingu. Meiri líkur voru á því að frum- byrjur í samanburði við fjölbyrjur færu í bráðakeisaraskurði, notuð væri sogklukka eða töng í fæðingu og þær hafa síður jákvæða upplifun af fæðingunni. Örvun í fæðingu átti sér frekar stað hjá yngri konum, en konum 25–34 ára og konur í elsta aldurshópnum (35 ára og eldri) þurftu frekar gangsetningu en konur á aldrinum 25–34 ára. Eins og sjá má í töflu 7 eru upplýsingar um bakgrunn þátttakenda úr okkar rann- sókn í flestum tilvikum svipaðar og sambærilegar upplýsingar úr skýrslu frá fæðingaskráningunni fyrir árið 2009 og 2010 (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur Pálsson, 2010; Ragnheiður I. Bjarnadóttir o.fl., 2011). Þátttakendur sem svara spurningu um hversu oft þeir hafi hitt ljósmóður samtals í meðgönguvernd reyndust hafa farið í 8,9 heimsóknir að meðaltali og 10,9% fóru í færri en sex skoðanir. Keisaratíðni í rannsóknarhópnum reyndist vera 14,3%. UMRÆÐA Rannsóknin Barneign og heilsa er ein sú umfangmesta sem gerð hefur verið hér á landi um heilsu, væntingar, viðhorf og líðan íslenskra kvenna á meðgöngu og fyrstu árin eftir fæðingu. Þátttakendur voru barns- hafandi konur sem sóttu meðgönguvernd á heilsugæslustöðvum um land allt. Meginniðurstöður okkar gefa til kynna að konur séu langflestar ánægðar með meðgönguverndina og að þjónustan sé í grundvallaratriðum svipuð um land allt. Svör kvennanna eru nokkuð breytileg eftir menntun þeirra, aldri og fyrri reynslu af barneignum. Styrkur þessarar rannsóknar er einkum stórt lagskipt úrtak, sem nam t.d. um 22% allra fæðinga á landsvísu sé miðað við árið 2009 en þátttakendur fæddu börn sín það ár og árið 2010. Hlutfallsleg þátttaka kvenna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni er svipuð (Tafla 2) og samanburður á nokkrum breytum úr þessari rannsókn við tölfræðilegar upplýsingar úr Skýrslu frá fæðingarskráningunni 2009 og 2010 (Ragnheiður I. Bjarnadóttir o.fl., 2010) (Tafla 7), gefur einnig til kynna að úrtakið endurspegli nokkuð vel þær konur sem voru barnshafandi á Íslandi á rannsóknar- tímanum. Það virðist því vera að þessi hópur endurspegli fremur vel þýði barns- hafandi kvenna. Rannsóknin nær aðeins til kvenna sem sækja meðgönguvernd á heilsugæslu- stöðvum. Hún nær því ekki til kvenna í áhættumeðgöngu sem eru undir eftirliti sérfræðinga í sérhæfðari meðgönguvernd. Mikil þátttaka meðal kvenna með háskóla- menntun gæti gefið vísbendingu um að þær hafi verið fúsari til að taka þátt en konur með minni menntun. Í frekari greiningu á gögnum, þar sem kafað verður dýpra í einstaka þætti, væri æskilegt að leið- rétta fyrir menntun og eða vikta gögn til samræmis við tölur á landsvísu. Erlendar rannsóknir benda til að eldri frumbyrjur eigi oftar við ófrjósemisvanda að stríða, missi frekar fóstur, fæði fyrir tímann, eignist frekar léttbura, fari oftar í keisaraskurð og noti meira af verkja- og deyfilyfjum borið saman við þær yngri (Zasloff o.fl., 2007). Ulla Waldenström (2008a) hefur velt upp spurningum um þau samfélagslegu áhrif sem seinkun barneigna geta verið og nefnir sem dæmi aukinn kostnað vegna fleiri fyrirburafæðinga, keisaraskurða, tæknifrjóvgana og annarra inngripa á meðgöngu og í fæðingu. Einnig fjallar hún um vanda vegna fleiri einbirna sem geti aukið væntingar og kröfu um hið fullkomna barn. Vitað sé að líkur á litningafrávikum aukist með hækkuðum aldri og með minnkaðri frjósemi skapist siðferðileg álitamál varðandi t.d. fóstur- greiningar og staðgöngumæðrun sem ekki hafi verið rædd í samfélaginu í þessu samhengi. Hún bendir einnig á að fræðslu til ungs fólks um hvað seinkun barneigna geti haft í för með sér sé verulega ábótavant. Carolan og Frankowska (2011) sem gerðu kerfisbundna úttekt á rannsóknum um áhrif aldurs kvenna á útkomu fæðinga segja niðurstöður sínar sýna að því fylgi bæði kostir og gallar að eignast börn seint, það sé líklegt að félagsleg og fjárhagsleg staða þessara kvenna sé betri en yngri kvenna, hinsvegar sé samband milli verri útkomu fæðingar og aldurs eftir 35 ára aldur, sem nær hámarki um og eftir fertugt. Niðurstöður okkar sýna að konur í elsta hópnum hafa frekar farið í tæknifrjóvgun, en konur á miðju frjósemisskeiði, og óska frekar eftir að fæða með keisaraskurði. Ljóst er af framangreindu að hækkandi aldur verðandi mæðra kallar á auknar rann- sóknir á þessu sviði og meiri umræðu og líklega aukna þjónustu fyrir þennan hóp í öllu barneignarferlinu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.