Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 22
22 Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Sængurleguþjónusta á Íslandi samanborið við önnur OECD lönd Fyrirkomulag og kostnaður ÚTDRÁTTUR Tilgangurinn með þessari grein var að kanna sængurleguþjónustu OECD1 landa, kostnaðartengdar rannsóknir á henni og kostnaðaráhrif þess ef Ísland hefði fylgt þróun nágrannalanda sinna í þeirri þjónustu. Sængurlega hefur verið nefnd Öskubuska barneignarþjónustunnar þar sem hún hefur gjarnan verið hornreka í rannsóknarum- hverfinu og heilbrigðiskerfinu. Þó er ljóst að stuðningur og eftirlit er afar mikilvægt fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Vegna krafna um hagkvæmari rekstur í heilbrigðisþjónustu hefur sængurlega á stofnunum stytst jafnt og þétt síðustu áratugina. Ekki er alltaf leitað hagkvæmustu leiða til að veita þjónustu á þessu tímabili en sjúkrahúslega er með dýrari kostum, sérstaklega í ljósi rann- sóknarniðurstaðna um að hún uppfylli ekki þarfir nýrrar fjölskyldu um stuðning eftir fæðingu. Tilfærsla þjónustu í sængurlegu úr dýrari sjúkrahúsþjónustu yfir í ódýrari þjónustu utan sjúkrahúsa er skýrt dæmi um hvernig hagræða má í heilbrigðisþjónustu. Niðurstöður greinarinnar voru þær að rannsóknir benda til hagkvæmni heimavitjana í sængurlegu en fleiri rannsókna er þörf á kostnaðarábata mismunandi þjónustuforma í sængurlegu, enda eru skýrar vísbendingar um tækifæri til hagræðingar. Miðað við þróun sængurleguþjónustu í Noregi sem sambærilegu landi, benda niðurstöður greinarinnar til að hundruðir milljóna hafi sparast árlega vegna styttingar sængurlegu á Landspítala vegna heimaþjónustu ljós- mæðra. Lykilorð: sængurlega/postpartum care, kostnaðarábati/cost-effective, lengd legu/ length of stay. INNGANGUR Víðast í hinum vestræna heimi eiga um 99% fæðinga sér stað á stofnunum (Wiegers, 2006) og þó fæðingarþjónusta sé mismunandi eftir löndum er þjónusta í kjölfar hennar enn ólíkari milli landa og jafnvel innan þeirra (Ellberg, 2008). Innan barneignarþjónustu (meðgönguvernd, fæðingarhjálp og sængurleguþjónustu), hefur sængurleguþjónusta fengið hvað minnsta athygli í rannsóknum og í stefnumótun um þróun þjónustu (Bull, McCormic, Swann og Mulvihill, 2004; Ellberg, Högberg, Lundman, Lindholm, 2006); verið vanmetin, undirmönnuð og komið illa út í viðhorfskönnunum skjól- stæðinga (Bhavnani og Newburn, 2010). Af þessum sökum hefur sængurleguþjónusta gjarnan verið nefnd Öskubuska barneignar- þjónstunnar (NCT, 2010). Í daglegu tali er með sængurlegu átt við þann tíma sem kona og barn hennar dveljast á fæðingar- stofnun eftir fæðingu. Sængurlega í faglegum skilningi er hins vegar fyrsti 21 dagurinn eftir fæðingu sem tími mestrar líkamlegrar aðlögunar eftir barnsfæðingu (Bull o.fl., 2004; NHS, 2006). Síðustu tvo áratugi hefur sængurlega á sjúkrastofnunum verið að styttast til muna vegna krafna um aukið hagræði í heilbrigðisþjónustu (Malkin, Keeler, Broder og Garber, 2003; Zadoroznyj, 2006). Fyrir þann tíma var sængurlega í hinum vestræna heimi gjarnan fimm til sex dagar eftir eðlilega fæðingu en var árið 2009 nær þremur dögum á Norður- löndunum en Ísland var þar skýr undan- tekning með 1,8 sólarhringa sængurlegu (OECD, 2011). Með sívaxandi kröfum um hagkvæmni og skilvirkni heilbrigðis- þjónustu er kostnaðargreining þjónustunnar nauðsynleg, samfara faglegri þróun hennar. Í grein þessari er ljósi varpað á þróun sængurlegu í hinum mismunandi OECD löndum, einkum með kostnað og fyrir- komulag þjónustunnar í huga. Tilgangurinn var að skoða kostnaðaráhrif þess ef Ísland hefði fylgt nágrannalöndum í þróun þjónustunnar. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Þörfin fyrir þjónustu í sængurlegu Þrátt fyrir Öskubuskuhlutverk sitt innan barneignarþjónustunnar (NCT, 2010), er ærin ástæða fyrir faglegu, nánu eftir- liti og stuðningi við nýju fjölskylduna í sængurlegu. Auk eftirlits með líkamlegri aðlögun móður og barns eftir fæðinguna og næringu nýburans, er stuðningur við aðlögun að foreldrahlutverki afar mikil- vægur. Brjóstagjöf er einn viðamesti þáttur eftirlits og umönnunar í sængurlegu og þarfnast oft mikils stuðnings og fræðslu. Byrjunarvandamál eru algeng fyrstu vikurnar og þarf að meðhöndla þau á réttan hátt til að fyrirbyggja frekari heilsufars- vanda (Ellberg, 2008; Ellberg o.fl., 2006). Þó svo að fæðing sé eðlilegt ferli, er aðlögun að foreldrahlutverki eitt af stærstu þroskaverkefnum í lífi hverrar manneskju og flestir foreldrar hafa þörf fyrir stuðning af hálfu heilbrigðisþjónustunnar á þessu tímabili (Ellberg, 2008). Í heildina litið er sængurlega tími mikilla tilfinningalegra, félagslegra og líkamlegra breytinga meðan foreldrar aðlagast nýjum hlutverkum í lífinu (Ellberg, 2008). Góð aðlögun að foreldra- hlutverki er talin mikilvæg fyrir heilsu og velferð nýrrar fjölskyldu (Bull o.fl., 2004) samanber rannsókn Bhavnani og Newburn (2010) á reynslu 1260 frumbyrja en samkvæmt henni uppfyllir þjónustan ekki þarfir þeirra. Flestar sængurkonur þurfa næði til að hugsa um sjálfa sig, hvílast og vera með fjölskyldu sinni en hafa á sama tíma greiðan aðgang að fagfólki (Ellberg o.fl., 2006). Barnalæknar auk ljósmæðra hafa verið einna ötulustu talsmenn náins eftirlits fyrstu vikurnar eftir fæðingu (Ljósmæðrafélag Íslands, 2010). Yfirlýsingar bandarískra barnalækna og fæðingalækna í byrjun tíunda áratugarins um áhættuna á snemmútskriftum eftir fæðingu urðu til þess að lög voru sett um lágmarkslengd réttinda til sængurlegu á stofnun í bandarískum sjúkratryggingum; 48 Guðlaug Einarsdóttir ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands F R Æ Ð S L U G R E I N 1Efnahags og framfarastofnunin.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.