Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 25
25Ljósmæðrablaðið - desember 2012 skýringu að finna fyrir Grikkland. Hér gildir að sönnu að sinn er siðurinn í landi hverju en athygli vekur að í Bandaríkjunum virðist sængurlega vera að lengjast aftur. Í töflu 2 sést að af OECD ríkjum er sængurlega kvenna á stofnun lang styst í Mexíkó og Tyrklandi eða einungis hálfan annan sólarhring. Á tíðnitölum yfir burðar- málsdauða í þessum löndum sést þó að tíðnin er há eða milli 13 og 15 á hver 1000 lifandi fædd börn. Auk þess má sjá að útgjöld til heilbrigðismála í þessum ríkjum eru lág á hvern íbúa sem gefur vísbendingu um erfiða fjárhagsstöðu þjóðanna. Sviss og Slóvakía skera sig aftur á móti úr vegna lengri sængurlegu, eða ríflega fimm sólar- hringa sjúkrahúslegu. Útgjöld til heil- brigðismála eru há í Sviss en í samanburði við önnur lönd virðist það ekki skila þeim lægri tíðni burðarmálsdauða, þar sem burðarmálsdauðatíðni í Sviss (4,3) er í og yfir meðaltali OECD landa (IMR 4,3/1000). Þetta gildir jafnvel þó útlagarnir Mexíkó og Tyrkland séu ekki teknir inn í það meðaltal (IMR 4,1/1000). Slóvakía hefur bæði hærri burðarmálsdauðatíðni og mun minni útgjöld til heilbrigðismála en meðaltal OECD ríkja og gefur það einnig vísbendingu um bolmagn þjóðarinnar til heilbrigðisútgjalda. Ísland, Holland og Bretland skera sig úr öðrum sambærilegum OECD löndum í töflu 1. Þar er sængurlega stutt en burðarmáls- tíðni tiltölulega lág, sérstaklega á Íslandi (sjá töflu 2). Útgjöld þessara þjóða til heil- brigðismála eru misjöfn, há í Hollandi en í Bretlandi og á Íslandi í ríflegu meðaltali OECD landa (3361US$/íbúa). Sérstaða Íslands, Hollands og Bret- lands kemur ekki eingöngu fram í lengd sængurlegu á stofnun, heldur einnig uppbyggingar þeirrar þjónustu sem í boði er eftir útskrift af fæðingarstofnun. Í þessum þremur löndum fara ljósmæður í heimavitjanir til sængurkvenna fyrstu vikuna eftir heimkomu (Ljósmæðrafélag Íslands, 2010; Wiegers, 2006; Bull o.fl., 2004) og jafnvel fyrsta mánuðinn, eins og breska þjónustan er uppbyggð (Bull o.fl., 2004). Ætla má að þessi þjónusta sé ástæðan fyrir að löndin þrjú skera sig úr öðrum sambærilegum OECD löndum í fjölda sængurlegudaga á stofnun, þar sem útgjöld til heilbrigðismála bera þess vitni að vel er í heilbrigðisþjónustu lagt að jafnaði. Þróun þjónustunnar í sambærilegum löndum Síðan farið var að bjóða heimaþjónustu ljósmæðra eftir snemmútskrift af fæðingar- stofnun hefur sængurlega hérlendis þróast á annan hátt en í nágrannaríkjum okkar. Af landfræðilegum ástæðum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu þeim tengdum, má ætla að Ísland sé einna líkast Noregi af Norður- löndunum og samanburður því raunhæfur í þessum tveimur ríkjum. Eins og sjá má á mynd 2 hefur sængurlega á stofnunum styttst ár frá ári. Á árabilinu 1994 til 19983 má hins vegar sjá byrjun á umtalsvert hraðari þróun í þessa átt á Íslandi. Árið 2009 var meðalsængurlega í Noregi 3,1 dagur, meðaltal OECD landa var þá 3,2 dagar en meðaltal á Íslandi 1,8 Tafla 3. Yfirlit kostnaðartengdra rannsókna á sængurleguþjónustu. Tafla 4. Kostnaður sængurlegu á LSH. Tafla 5. Kostnaður SÍ af heimaþjónustu. Mynd 2. Meðallengd sængurlegu á Íslandi og í Noregi (OECD health data, e.d2. 2Tölur yfir lengd sængurlegu á Íslandi árin 1995–1997 liggja ekki fyrir en í ljósi greinilegrar þróunar er hér gert ráð fyrir að jöfn lækkun hafi verið milli áranna 1994 (4,6 dagar) og 1998 (3,6 dagar). 3Tölur yfir lengd sængurlegu á Íslandi árin 1995–1997 liggja ekki fyrir og því ekki hægt að sjá nákvæmlega hvenær þessi þróun byrjar að skera sig úr.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.