Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 29

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 29
29Ljósmæðrablaðið - desember 2012 sé á frekari rannsóknum sem tengjast þriðja stigi fæðingar. Í niðurstöðum slembistýrðar rannsóknar þeirra Anderson o.fl., (2012) á því hvort það skipti máli hvort snemma eða seint væri lokað fyrir naflastreng með tilliti til blæðingar eftir fæðingu kom fram að ekki var marktækur munur á blæðingu milli hópanna, né heldur á tímanum sem leið frá því lokað var fyrir strenginn þar til fylgjan fæddist. Komast höfundar að því að það að bíða með að skilja á milli móður og barns eftir fæðingu sé vænlegur kostur í nútíma fæðingarfæði. Bonnar, McNicol og Douglas (1971) nefna áhugaverðan þátt sem tengist því að bíða með að skilja á milli móður og barns. Er biðin talin virkja storkuþætti blóðsins, bæði hjá barni og móður, sem nauðsynlegir eru fyrir þau, ekki síst í kjölfar fæðingar (Tolosa o.fl. 2010). Að skilja á milli eftir axlarklemmu Axlarklemma er bráðaatvik sem getur orðið í fæðingu og oft án nokkurs fyrirboða (Thorogood og Hendy, 2006) og hefur verið skilgreint sem „seinkun eða hindrun í að axlir fæðist sjálfkrafa, án þess að notað sé tog eða sérstökum aðferðum beitt“ (Kreitzer, 2009, bls. 185). Rannsóknarniðurstöður hafa sýnt að axlarklemma verður í 0,2–2% fæðinga um fæðingarveg og er þá átt við að axlir fæðist ekki strax í kjölfar höfuðsins (Dandolu o.fl., 2005). Axlarklemman getur valdið blóðvökvaskorti hjá nýburanum vegna þrýstings á naflastrenginn í fæðingarveginum og orsakað að óeðlilega mikið blóð pressast frá barninu til fylgjunnar. Getur þetta verið ástæðan fyrir lélegri útkomu barnsins eftir axlarklemmufæðingu en ætla mætti miðað við stuttan tíma í súrefnisnauð (e. hypoxia) og heilbrigt barn ætti að þola (Mercer og Erickson-Owens, 2009; Mercer o.fl., 2008; Mercer og Erickson-Owens, 2012). Barn sem fæðist í kjölfar axlarklemmu getur því verið fölt og slappt og hjartslátturinn hægur. Oftast er strax skilið á milli og farið með barnið á hitaborð til að endurlífga það (Mercer o.fl., 2008). Til viðbótar við fyrr- nefnd einkenni eru líkur á því að barnið sé með merki um súrefnisskort, lélega vöðva- spennu, stynji og sýni merki um streitu. Nýburi sem sýnir þessi einkenni getur þurft á vökvagjöf að halda, sérstaklega ef hjart- sláttur er mjög veikur og litarhátturinn fölur eða bláhvítur. Hægt er að bregðast við þessum einkennum strax eftir fæðingu og byrja endur- lífgun áður en skilið er á milli. Fær þá barnið það blóðmagn sem það þarfnast í gegnum naflastrenginn og getur það skipt sköpum fyrir öndun barnsins að nægilegt blóðstreymi verði til mikilvægustu líffæranna (Mercer og Erickson-Owens, 2009; Mercer o.fl., 2008; Mercer og Erickson-Owens, 2012). Bent hefur verið á að ekki sé nauðsynlegt að nota súrefni við endurlífgun nýbura og sé notkun andúmslofts raunhæfur kostur og minni hætta sé á því að barnið skaðist af of miklu súrefni (Þórður Þorkelsson og Atli Dagbjartsson, 2006). Í ALSO-námsefninu um endurlífgun nýbura er tekið í svipaðan streng, að jöfnum höndum megi nota andrúmsloft og súrefni við endurlífgun (Ailsworth, 2008). Það er því raunhæfur kostur að hefja endur- lífgun barns við skaut móðurinnar, eða í fangi hennar og bíða með að skilja á milli. Ef við axlarklemmuna bætist að nafla- strengur sé um háls barnsins við fæðinguna eru enn meiri líkur á lélegri útkomu hjá barninu ef skilið er á milli um leið og það er fætt, heldur en ef beðið er með það og barnið endurlífgað við hlið móðurinnar (Mercer o.fl., 2008; Mercer og Erickson-Owens, 2012). Sé talið bráðnauðsynlegt að skilja á milli strax eftir fæðingu er hægt að mjólka nafla- strenginn frá leggangaopi til barnsins, það er strjúka hann rösklega í átt til barnsins tvisvar til fjórum sinnum. Getur það hjálpað barninu að endurheimta blóðmagn líkamans eftir axlarklemmu hvort sem naflastrengurinn var líka um hálsinn eða ekki. Er þetta talin örugg aðferð sem stuðlar að betri útkomu barnsins en annars væri (Arca o.fl. 2009; Mercer o.fl., 2008; Mercer og Erickson-Owens, 2009; Rabe o.fl. 2012). Samantekt Að skilja á milli barns og móður með því að klippa á naflastrenginn eftir fæðingu er án efa eitt elsta og fyrsta inngripið í tilveru mannsins (Hutton og Hassan, 2007). Allt frá því að Darwin skrifaði um mikilvægi þess að flýta sér ekki um of að skilja á milli (Darwin, 1801) og til dagsins í dag er verið að velta vöngum og skiptast á skoðunum um hvernig best sé staðið að því og fæðingu fylgjunnar (sjá t.d. Arca o.fl. 2010; Hutton og Hassan, 2007; McDonald og Middleton, 2008; Mercer og Erickson-Owens, 2012). Í rannsóknum og fræðilegum samantektum hefur verið sýnt fram á að ef beðið er með að skilja á milli mælist barnið með hærri blóð- rauða og meira ferritín í blóði en annars væri og að auki fær það meira af stofnfrumum úr naflastrengnum (sjá t.d. Arca o.fl., 2010; Anderson o.fl., 2011, Lozoff, 2011, Mercer og Erickson-Owens, 2012; Rabe o. fl., 2012; Tolosa o.fl. 2010). Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur mælt með því að beðið sé með að skilja á milli barns og fylgju eins lengi og kostur er til heilla fyrir barnið (World Health Organisation, 2007). Ef talið er bráðnauðsynlegt að skilja strax á milli til að endurlífga barn er bent á þann kost að mjólka naflastrenginn og gefa barninu með því tækifæri til að fá það blóð sem náttúran ætlaði því til að takast á við lífið utan legsins (sjá t.d. Arca o.fl., 2010; Mercer og Erickson-Owens, 2012; Rabe o. fl., 2012). Aldrei ætti að vanmeta þá hættu sem blæðing í kjölfar fæðingar getur haft í för með sér, en hins vegar þarf að vega og meta ástæður hennar. Í nýjum og nýlegum rann- sóknum (t.d. Anderson o.fl., 2012; Arca o.fl., 2009; McDonald og Middleton, 2008) hefur verið sýnt fram á að ekki sé munur á blæðingu eftir fæðingu eftir því hvort lífeðlisfræðileg eða virk aðferð við fylgjufæðingu sé notuð. LOKAORÐ Í upphafi þessarar greinar var spurt hvenær rétt væri að skilja á milli móður og barns svo og hvernig standa skuli að fæðingu fylgjunnar. Eftir því sem árin hafa liðið frá því ég hóf störf sem ljósmóðir fyrir 30 árum hefur reynslan kennt mér að eðlilegt sé að bíða með að skilja á milli og leyfa fylgjunni að losna án inngripa. Þetta styðja rannsóknarniður- stöður. Nútíma fæðingarhjálp felur í sér að ekkert liggi á að skilja á milli, það sé barninu og móður þess fyrir bestu að bíða í nokkrar mínútur þar til sláttur í streng er hættur og/eða fylgjan fædd. Þess vegna er mikilvægt að ljósmæður tileinki sér þessa þekkingu og stuðli að því að reglur um þriðja stig fæðingar verði endur- skoðar í takt við nýjustu þekkingu á þessu sviði. Heimildaskrá Ailsworth, K. (2008). Neonatal resuscitation. Advanced Life Support in Obstetrics (ALSO). Andersson, O., Hellström-Westas, L., Andersson, D., Clausen J., og Domellöf, M. (2012). Effects of delayed compared to early umbilical cord clamping on maternal postpartum hemorrhage and cord blood gas sampling: a randomized trial. The Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica. Doi:10.1111/ j.1600-0412.2012.01530.x. Andersson, O., Hellström-Westas, L., Andersson, D. og Domellöf, M. (2011). Effect of delayed versus early umbilical cord clamping on neonatal outcomes and iron status at 4 months: a randomised controlled trial. British Medical Journal. Doi: 10.1136/bmj.d7157. Arca, G., Botet, F., Palacio, M. og Carbonell-Estrany, X. (2010). Timing of umbilical cord clamping: New thoughts on an old discussion. (Review article) [rafræn útgáfa]. The Journal of Maternal- Fetal and Neonatal Medicine. Early Online, 1–12. Doi:10.3109/14767050903551475. Baddock, S. og Dixon, L. (2006). Physiological changes during labour and the postnatal period. Í S. Pairman, J. Pincombe, C. Thorogood og S. Tracy (ritstjórar), Midwifery preparation for practice (bls. 375–392). Sydney: Elsevier Australia. Ceriani Cernadas, J. M., Carroli, G., Pellegrini, L., Otaňo, L., Ferreira, M., Ricci, C. o.fl . (2006, 27. mars). The effect of timing of cord clamping on neonatal venous hematocrit values and clinical outcome at term: A randomized, controlled trial. Pediatrics. Offi cial Journal of the American Academy of Pediatrics, 117, e779–e786. Coggins, M. og Mercer, J. (2009, 8. apríl). Delayed cord clamping: Advantages for infants. Nursing for Women´s Health, 13, 132–138. Dandolu, V., Lawrence, L., Gaughan, J. P., Grotegut, C., Harmanli, O. H., Jaspan, D. o.fl . (2005). Trends in the rate of shoulder dystocia over two decades. [rafræn útgáfa]. The Journal of Maternal-Fetal and Neonatal Medicine, 18(5): 305–310. Darwin, E. (1801). Zoonomia, vol. 3. London: St. Poul´s Church Yard. Farrar, D., Airey, R., Law, G. R., Tuffnell, D., Cattle, B. og Duley, L. (2010, 18. nóvember). Measuring placental

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.