Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 31
31Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Þvagleki Hefð hefur verið fyrir því að nemendur á öðru ári í ljósmóðurfræði vinni svokölluð dagbókarverkefni. Nemendur velja sér ákveðið atvik eða aðstæður í verknámi sem þeim finnst standa upp úr á einhvern hátt. Ég ákvað að velja mér viðfangsefni úr mæðraverndinni í þessu verkefni. Ég hafði verið í nokkrar vikur í mæðraverndinni og kynnst því fjölbreytta og mikilvæga starfi sem ljósmæður sinna þar. Þar eru mörg tækifæri sem ljósmóðir hefur til að sinna heilbrigði kvenna á ýmsa vegu. Ljósmóðirin getur t.d. rætt hin ýmsu viðfangsefni tengd heilsu- eflingu sem til lengri tíma skila sér ekki bara í bættri heilsu kvenna heldur fjölskyldunnar í heild sinni. Sagan sem hér er sögð er af konu sem ég hitti í mæðraverndinni. Það er ekki ólíklegt að saga hennar geti átt við margar konur á barneignaraldri. Konan kom til skoðunar í 28. viku og hafði meðgangan gengið vel hjá henni. Hún var að ganga með sitt annað barn en hafði átt sitt fyrsta barn fyrir um fimm árum, þá um þrítugt. Sú meðganga hafði gengið vel en í lok hennar fór hún að finna fyrir þvagleka. Hún lýsti þeim einkennum þannig að hún mátti ekki hósta eða beita miklu álagi á grindarbotninn þá „komu nokkrir dropar“. Fæðing barnsins gekk vel, án inngripa og tók um 12 klukkustundir, sem segja má að sé meðaltími frum- byrjufæðingar. Eftir meðgönguna héldu þessi einkenni áfram. Konan sagðist hafa átt erfitt með að gera t.d. ákveðnar æfingar í ræktinni, gat ekki hoppað eða sippað, þá lækju alltaf einhverjir dropar. Hún hafði hitt sjúkraþjálfara eftir meðgönguna sem hafði kennt henni að gera grindarbotnsæfingar. Hún hafði reynt að gera þær þegar hún mundi eftir þeim en það hafi aldrei verið neitt markvisst. Núna á seinni meðgöngu finnst henni lekinn hafa versnað til muna. Í byrjun meðgöngu var þetta í lagi en þegar líða fór á meðgönguna höfðu einkennin bara versnað. Hún þarf alltaf að vera með innlegg því að lekinn er það mikill. Henni líður illa út af þessu, talaði um að henni fyndist stundum vera lykt af sér og henni fannst þetta m.a. hafa áhrif á kynlífið. Saga þess- arar konu er án efa ekki einstök. Ég minnist þess að hafa hitt að minnsta kosti tvær konur í fæðingu sem höfðu áhyggjur af því að það væri þvaglykt af þeim og lýstu einkennum þvagleka á meðgöngunni. Mér fannst þetta vera áhugavert viðfangsefni sem snertir heil- brigði kvenna, ekki eingöngu á meðgöngu heldur alla lífsleiðina og það varð því fyrir valinu í þessu dagbókarverkefni. Hvað er þvagleki? Þvagleki er skilgreindur sem ósjálfráður þvagleki sem kemur til án þess að fólk geti komið í veg fyrir hann eða jafnvel viti af honum. Þvaglekinn getur verið allt frá því að vera nokkrir dropar eða það mikill að einstaklingurinn rennblotnar. Hann getur byrjað hvenær sem er en áhættan eykst með aldrinum. Þvagleka er skipt í eftirfarandi þrjár tegundir: • Áreynsluþvagleka; sem er algengastur. Þá missir fólk þvag við aukna áreynslu eða aukinn þrýsting í kviðarholi eins og hnerra, hósta eða líkamlega áreynslu. Helsta ástæða þess er að grindarbotnsvöðvarnir eru slappir og styðja því lítið við þvagrásina. Meðganga og fæðing er algengasta ástæða slappra grindarbotnsvöðva hjá konum og eykst tíðnin hjá konum sem hafa fætt mörg börn. Aðrir þættir sem hafa þarna áhrif á eru offita og hækkandi aldur meðal annars. • Bráðaþvagleka; sem lýsir sér þannig að það mikil og sterk þvaglátsþörf verður að viðkomandi nær ekki að fara á salerni í tæka tíð. Talað er um í þessari tegund þvagleka að blaðran sé óróleg eða ofvirk. Þetta vandamál er að finna hjá öllum aldurshópum. Það er ekki vitað með vissu hverjar orsakirnar eru, en hin eiginlega blöðrustjórnun er úr skorðum. Einkennin geta verið allt frá því að vera væg þannig að einstaklingurinn er með stöðuga þörf fyrir þvaglát og upp í að vera þannig að viðkomandi getur ekki haldið í sér. Þessi einkenni geta svo versnað við álag. • Blandaðan þvagleka; sem er þá blanda af þessu tvennu (Guðrún Broddadóttir, Halldóra Eyjólfsdóttir, Rannveig Einars- dóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Sigurður Helgason, 2007). Eitt af algengustu þvagfæravanda- málum kvenna í tengslum við barnsburð er þvagleki. Önnur vandamál sem tengjast þvagfærunum í kringum barnsburðinn eru erfiðleikar við þvaglát eða þvagtregða og tíðar þvagfærasýkingar (Jackson, 2011). Miklar lífeðlisfræðilegar breytingar verða á meðgöngu sem auka áhættuna á þvagleka. Breytingar verða á hormónabúskap líkamans og á álags- punkti þvagrásarkerfisins, aukinn þrýstingur er á grindarbotnsvöðva og liðbönd og bandvefurinn breytist (Lewicky-Gaupp, Cao, og Culbertson, 2008). Óljóst er hvort erfðir hafi einhver áhrif í þessu sambandi en þó hefur verið sýnt fram á auknar líkur á þvagleka á meðgöngu hafi móðir eða systir glímt við slíkt vandamál (Kocaöz, Talas, og Atabekoğlu, 2010). Þvagleki virðist vera feimnismál og er sjaldan eitthvað sem rætt er í vinahópi. Konur virðast einnig eiga erfitt með að bera þetta vandamál upp við heilbrigðisstarfsfólk og því eru margar konur sem ekki fá rétta meðferð (Guðrún Broddadóttir o.fl., 2007). Tíðni og áhættuþættir Niðurstöður rannsókna eru samhljóma um það að tíðni þvagleka hjá konum sé um 30%. Í rann- sókn í Frakklandi þar sem verið var að meta tíðni þvagleka hjá konum á öllum aldri eða frá 18 ára og upp úr kemur fram að tíðnin sé tæp 27%. Þar voru konur sem leituðu til heimilis- lækna af hinum ýmsu ástæðum spurðar að því hvort þær hefðu fundið fyrir einkennum þvagleka að minnsta kosti einu sinni á síðast- liðnum fjórum vikum. Ef svo var þá tóku þær þátt í ítarlegri rannsókn þar sem ýmsir þættir í tengslum við þvagleka voru skoðaðir (Lasserre, Pelat, Guéroult, Hanslik, Chartier-Kastler, Blanchon og Bloch, 2009). Einnig sýna rann- sóknir að tíðni þvagleka á meðgöngu sé um 27% (Kocaös o.fl., 2010) og að þriðjungur kvenna glímir við þvagleka eftir barnsburð (Jackson, 2011). Rannsókn Guðmundar Geirssonar, Guðmundar Vikars Einarssonar, Eiríks Orra Guðmundssonar og Þorsteins Gíslasonar (2002) gefur til kynna að tíðni þvagleka sé frekar há hér á landi. Rannsóknin var faralds- fræðileg og náði til 10.000 kvenna á aldrinum 30 til 75 ára, svarhlutfallið var 75.1%. Þar höfðu 38.4% kvennanna fundið fyrir þvagleka síðasta mánuðinn og 18.7% höfðu fundið fyrir þvagleka tvisvar til þrisvar í viku eða oftar. Áreynsluþvagleki var algengastur hjá yngri konunum og tíðni bráðaþvagleka jókst með aldrinum. Miðað við tölur hér að ofan þar sem konur frá 18 ára aldri og upp úr eru skoðaðar má ætla að vandamálið sé ekki síðra hér á landi. Í rannsókn Bø, Øglund, Sletner, Mørkrid og Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmæðranemi á öðru ári N E M A V E R K E F N I

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.