Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 34
34 Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Lyfjahvörf ondansetrons í fóstrum Inngangur Meðgangan er einna mest spennandi tímabil í lífi sérhverrar konu en það er einnig sá tími sem veldur mestum breytingum á líkama hennar. Þá er þetta tímabil ekki alltaf án óþæginda. Um 80% kvenna [1] finna fyrir morgunógleði snemma á meðgöngu, sem hættir hjá meiri- hluta þeirra fyrir lok fyrsta þriðjungs hennar. Í 1‒3% tilfella er morgunógleðin viðvarandi allan daginn, jafnvel langt fram á annan þriðjung meðgöngunnar. Það ástand er kallað þungunaruppköst eða hyperemesis gravidarum [1]. Þessi þrálátu uppköst verða til þess að mæðurnar geta tapað 5% eða meira af líkams- þyngd sinni. Ýmsir fylgikvillar geta fylgt þessu eins og ketónmiga, lágt kalíum og ofþornun svo eitthvað sé nefnt, en ástandið leiðir í flestum tilfellum til sjúkrahússinnlagnar [2]. Þrátt fyrir að orsök ógleðinnar og uppkastanna séu ekki að fullu kunn hafa rannsóknir leitt í ljós að fóstrið sjálft er ekki hvatinn að ógleðinni heldur er það fylgjan. Ein af ástæðunum er talin vera hækkuð hCG gildi sem örva framleiðslu estrógens en það er þekktur ógleðivaldur. Reyndar er þetta ástand talið vera verndandi fyrir fóstrið og því minni hætta á að konan missi það [2]. Í áraraðir hafa læknar leitað að full- nægjandi meðferð við meðgönguógleði en um 10% barnshafandi kvenna sem þjást af meðgönguógleði þurfa á lyfjameðferð að halda [2]. Af þeim kvillum sem hrjá þungaðar konur hefur morgunógleði verið einn fárra sjúkdóma sem lyfjafyrirtækin hafa sýnt áhuga eða þorað að skoða, sbr. Töflu 1. Ástæðan er að rann- sóknir á barnshafandi konum er siðferðislegt vandamál og fá lyfjafyrirtæki þora að gera tilraunir á þessum sjúklingahópi. Áhættan að lyfið geti haft einhver áhrif á fóstrið vegur of þungt. Ekkert fyrirtæki vill sjá talídómíð söguna endurtaka sig, en það lyf átti m.a. að hafa áhrif á morgunógleði. Ýmsir lyfjaflokkar hafa verið notaðir til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst á meðgöngu svo sem B6-vítamín, ýmis andhistamín, dópamín antagónistar og sértækir serotónín 5-hydroxytryptamine 3 (5-HT3) viðtakahemlar, en með misgóðum árangri [2], sbr. Töflu 2. Lyfjagöf til barnshafandi kvenna þarf að vera undir ströngu eftirliti enda gilda aðrar og strangari vinnureglur í dag en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt er að þau lyf sem notuð eru á meðgöngu séu skaðlaus fóstrum. Eitt þeirra lyfja sem hefur verið skoðað sérstaklega síðustu árin er 5-HT3 viðtakahemillinn ondansetron, en það hefur ekki verið sýnt fram á skaðleg áhrif þess lyfs á fóstur, jafnvel í háum skömmtum í dýrum [3]. Lyfið ondansetron er fyrst og fremst ætlað til meðhöndlunar á ógleði og uppköstum hjá sjúklingum sem eru í krabbameinsmeð- ferð, geislum og eftir skurðaðgerðir [4]. Hins vegar hefur FDA ákveðið að skrá lyfið í áhættuflokk B þar sem rannsóknir hafa bent til þess að lyfið hafi ekki áhrif á fóstur. Þessi skráning hefur leitt til þess að nú er heimilt að nota lyfið í barnshafandi konum þegar önnur ógleðilyf hafa ekki skilað árangri [5]. Þó svo að notkun ondansetrons og annarra 5-HT3 viðtakahemla hafi aukist eru upplýsingar um áhrif notkunarinnar á meðgönguna, fylgjuna og fóstrið frekar takmarkaðar [2]. Það bendir því allt til þess að notkun ondansetrons (Zofran) á meðgöngu auki ekki hættu á fósturgöllum, fósturmissi eða lágri þyngd nýbura [8]. Hins vegar liggja ekki fyrir upplýsingar um öryggi annara sértækra serótónín 5-HT3 viðtakahemla eins og dolasetron, granisetron og tropisetron á meðgöngu. Ekki hefur verið staðfest að þessi þrjú lyf fari í gegnum fylgjuna en dolasetron og granisetron eru í áhættuflokki B eins og ondansetron, en ekki liggja fyrir upplýsingar um tropisetron [5]. Ekkert þessara þriggja lyfja er á markaði á Íslandi (júlí 2012). Lyfjahvörf Fóstrið fær að reyna flestöll þau lyf sem móðirin tekur inn. Lifrin er mikilvægasta líffæri fóstursins þegar kemur að niðurbroti lyfja. Hún myndast snemma í fjórðu viku meðgöngunnar og þroskast hratt. Þó hún sé vel mótuð strax í lok fyrsta trimester, þá er hún nokkuð frábrugðin lifur fullorðinna, að byggingu. Rannsóknir hafa sýnt að mikilvæg ensím lifrarinnar eins og CYP2D6, CYP1A2 og CYP3A4 eru lítið sem ekkert framleidd í fóstrum. Magn CYP3A4 eykst verulega í lifur á fyrsta sólarhring eftir að barnið kemur í heiminn. En þetta ensím á að sjá um umbrot ondansetrons [10, 13]. Það tekur hins vegar CYP1A2 um þrjá mánuði að ná einhverjum styrk. Við eins árs aldur hefur það náð um 50% af styrk fullorðinna. Hins vegar er það ensímið CYP3A7 sem er ríkjandi í fóstrum [11, 13]. Þar sem takmarkaðar upplýsingar eru til um hve vel fóstur þola hin ýmsu lyf verður að reiða sig á dýratilraunir og bera þær saman við það sem hægt er að mæla og skoða, t.d. í fullorðnum. Algengast er að nota kindina til rannsóknar á flutningi lyfja yfir í fóstur, því ólíkt flestum öðrum dýrategundum er fylgja kindarinnar svipuð fylgju mannsins. Mjög gagnlegar upplýsingar má fá úr þessum rann- sóknum [12]. Viðbrögð fósturs við lyfjum fer eftir því hve Tijana Drobnjak, MS nemi í lyfjafræði Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði F R Æ Ð S L U G R E I N

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.