Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Síða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Síða 41
41Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Heimsókn á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum Ég var svo lánssöm að fá tækifæri til að fara til Færeyja í sumar og skoða fæðingardeild Lands- sjúkrahússins í Þórshöfn undir leiðsögn Önnu Christiansen ljósmóður þann 13. maí sl. Hvers vegna valdi ég að fara þangað og hvað bjóst ég við að læra af störfum ljósmæðra í Færeyjum? Ég kom til baka með þann lærdóm að í Færeyjum verða ljósmæður að standa saman og fá læknana með sér til góðrar samvinnu eigi fæðingarþjónustan að lifa af á eyjunum. Það getur oltið á ákvörðun einnar persónu um brott- flutning eða starfslok og að önnur fáist ekki í starfið. Mér fannst aðstæður þar svipaðar og þær sem við stöndum frammi fyrir víða í dreifðum byggðum Íslands hvað varðar þjónustu ljós- mæðra í barneignarferlinu. Á Færeyjum eru tveir fæðingarstaðir, Landssjúkrahúsið með um 500 til 600 fæðingar á ári og sjúkrahúsið á Suðurey með um 50 til 70 en árið 2011 voru 580 fæðingar á eyjunum. Í Þórshöfn er fæðingardeildin í gömlum hluta sjúkrahússins en hluti þess er nýlega byggður. Örlög fæðingardeilda virðast víða vera að sitja eftir í gamla hlutanum þó byggt sé við sjúkrahúsin. Á fæðingarganginum er fæðingarstofa, stór, óvistleg og í bland geymsla fyrir alls konar dót tengt fæðingunni, eins og sogklukku, tölvu, sírita, dropateljara, bolta, dýnur og margt fleira, auk þess sem þar er baðkar sem notað er til verkjastillingar. Á sama gangi er göngudeildarþjónusta, sónar- skoðanir, þar eru stofur fyrir innlagðar konur, sængurkonur og fyrirbura sem ekki eru fluttir til Danmerkur, en allir fyrirburar yngri en 32 vikna fara þangað auk þeirra sem þurfa mikla aðstoð. Umönnun fæðandi kvenna er mjög svipuð og hér á landi, sömu lyf notuð nema gangsett er með Prostin-stílum, en monitor-rit eru tekin af öllum konum við komu á deildina, öll skráning er gerð í tölvu en tölvukerfin ekki samtengd og skráningin mjög tímafrek. Ekki er skortur á ljósmæðrum á deildinni en Anna ljósmóðir sagði mér að yfirljósmóðirin hefur verið í leyfi í rúmlega eitt ár og þann tíma hefur ekki verið ráðinn neinn starfsmaður í afleysingu, sem hefur haft áhrif á starfsemina. Hjúkrunarfræðingur frá barnadeildinni kemur til að hjúkra þeim fyrirburum sem liggja á fæðingardeildinni. Ljósmæður af fæðingardeildinni fara í mæðravernd til hinna ýmsu staða í nágrenni Þórshafnar, öll hefðbundin mæðravernd fer fram í Færeyjum en sykursjúkar konur fara í eftirlit til Danmerkur svo og konur sem þurfa mjög sértækt eftirlit. Ekki er boðið upp á ljósmæðranám í Færeyjum en sjúkrahúsið tekur við nemum frá þremur skólum í Danmörku og að auki eru stundum gestanemendur frá öðrum Norður- löndum. Ef tekið er mið af árinu 2011 var keisaratíðnin í Færeyjum 22,9% sem er óvenjuhátt, var 18,3% árið áður en þess ber að geta að fæðingar eru fáar og einn keisaraskurður breytir prósentutölunni fljótt. Ein heimafæðing var á framangreindu ári og ein fæðing á leiðinni á spítala, fyrirburafæðingar voru 31 eða 5,3%, perinatal mortalitet 6,4% sem var líka óvenju hátt, tvíburapör voru níu þar af fimm fædd undir 37 viku, meðalþyngd þeirra 2685 gr. Alls fæddu 10,4% kvennanna eftir 42 vikna meðgöngu eða lengri, þyngd þeirra barna var 3889 gr. Fylgst er vel með konunum fram í eða yfir 42 viku með sírita og sónar en ekki beðið lengur með að gangsetja en 42 vikur og tvo daga. Heimsóknin var fróðleg, lærdómsrík og skemmtileg. Á sama tíma fór þar fram fundur stjórnar NJF, þar sem Hildur Kristjánsdóttir, formaður NJF, og Esther Ósk Ármannsdóttir, formaður LMFÍ, voru mættar. Naut ég samvista við þær ásamt öðrum helstu áhrifavöldum í straumum og stefnum ljósmæðraþjónustu á Norðurlöndum. Guðrún G. Eggertsdóttir ljósmóðir Guðrún og Hildur á leið í siglingu í Þórshöfn í Færeyjum Anna Christiansen að kynna starfsemi sjúkrahússins fyrir Guðrúnu og Esther

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.