Stjarnan - 01.11.1927, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.11.1927, Qupperneq 2
STJARNAN 162 Brandur dreginn úr eldi. Asmani býr í litlu þorpi, sem heitir Mkomasi og er fast vi8 Pangami fljóti'ð. Það þorp fær neyzluvatn sitt úr Himalayafjöllunum. Þó að Asmani sé ekki tví- tugur að aldri, varð hann á móti vilja sínum fyrir nokkrum árum að kvongast tveimur af hinum gömlu konum afa síns. Hann myndi við dauða föður sins hafa orðið höfðingi þorpsins. Honum hafði þegar verið trúað fyrir ýmsum dýrgrip- um og mikilli hjörð af nautgripum, sem hann ásamt mörgu öðru myndi hafa tek- iö aÖ erfðum við dauða föður síns. Hann var uppalinn í Múhameðstrúnni, en trúarbragðauppfræðsla hans full- nægði ekki hjartans þrá hans. Oft og tíðum heimsótti hann kristnar manneskjur, til þess að leita sér upplýsinga um þá leið, sem liggur til lífsins eilifa. Við eitt tækifæri talaði hann við kristinn mann um þetta mikilvæga atriði langt fram á nótt og þegar maðurinn gaf til kynna að timi væri kominn til að fara að hátta, varS Asmani svo ákafur að hann sagði við kristna manninn: “Eg ætla að kaupa næturhvíld þína af þér fyrir það verð, sem þú setur, jafnvel iþó að það væri 2 shillings,” (fimtíu cents). Það er hið vanalega dagskaup þar um slóðir. Það leið ekki langur tími fyr en Asmani sannfærðist um að kristnin tekur Múhameðstrúnni fram. Erfiðleikarnir voru ekki fólgnir i því hvort hann tryði, heldur í því hvort hann væri fús til að líöa fyrir trú sína. Þar að auki hafði hann tvær gamlar konur, og hvað ætti hann nú að gjöra við þær? Um þær mundir sendi kristniboðsstöð vor kennara í þaÖ þorp. Skóli var reistur, en um tíma leit það út eins og fyrirtækið myndi mishepnast vegna þeirrar miklu mótspyrnu, sem sýnd var. Samt sem áður varð Asmani vinur kennararns og lærði fljótt meira um trúna á Jesúm. Það gjörði hann styrkan og kjarkgóðan, svo að hann fór og sagði föður sínum frá, að hann væri ákveðinn í þvi að verða kristinn. Faðirinn reiddist mjög við að frétta þetta og gjörði hann arflausan undir eins og skipaði honum á tilteknum degi að færa sér allar þær eigur, sem honum hafði veriÖ trúað fyrir. Á þann hátt var Asmani rekinn í burtu úr föðúrhúsum. En hin nýja trú hans var orðin honum dýrmætari en alt annað. Ekki löngu seinna fékk hann skipun frá föður sínum um að senda heim aftur þessar tvær gömlu konur til ætt- ingja þeirra, þar eð hann sem kristinn hafði fyrirgjört rétti sínum innan f jölskyld- unnar. Þannig varð reiði mannanna honum til góðs, því að nú varð hann laus við að sjá fyrir þessum tveimur gömlu konum, sem hann hvorki hafði viljað né elskað. Hann var nú frjáls til að gefa sig fram til 'að skírast. Eftir að hafa fengið tilsögn af kennaranum um eitt ár og góðan vitnisburö fyrir iðjusemi og dugnað í að kunngjöra orð Drottins meðal landa sinna, var hann skírður og gjörði góða grein fyrir öllum aðalatriðum sannleikans. Vér álítum oss vel borgað fyrir þá hjálp, sem vér höfðum veitt honum. A. F. Bull.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.