Stjarnan - 01.11.1927, Qupperneq 14
174
STJARNAN
búið frá grundvöllun veraldar.” Matt.
25, 34. Þar getur þú sé‘ð, að hann býð-
ur þeim hið upprunalega ríki, paradísar
heimilið.
Þessi jörð vor verður bústaður Guðs
barna. Hér munu menn aftur eiga að-
gang að lífstré og móðu lífsins. Op. 22,
1, 2. Allir hlutir verða gerðir nýir. Op.
21, 5. Þar munu engin veikindi verða,
hvorki harmur né kvöl né dauði. Jes. 33,
34, Op. 21, 4. Og vér munum þekkja
hver annan. 1. Kor. 13, 12.
“Ungfrú Samson,” spurði einn hinna
viðstöddu, “hvar öðlaðist þú þessa þekk-
ingu? Þetta er ákaflega einfaldur og
augljós sannleikur. Mig undrar að eg
skuli aldrei hafa heyrt neitt um þetta
fyr.”
Eg öðlaðist þekkingu á þessum hlutum
í skólanum, sem eg er nýkominn frá,”
svaraði EHa hógværlega.
“Hvers kyns fólk er þar? Hvaða
kirkjufélagi tilheyrir sá skóli?
“Það er skóli Sjöunda Dags Adventista.
Ef til vill kannast þú eitthvað við þá.
Þegar foreldrar mínir sendu mig þangað,
þá vildi eg helst ekki fara, þvi eg hafði
heyrt, að menn þessir væru eitthvað hálf
ruglaðir í lifsskoðunum sinum.”
“Já,” sagði hr. Spencer, “einhver sagði
mér að þeir væru vissulega vitlausir.
Þau sannleiksatriði, sem Ella hefir með-
höndlað hér í kvöld, voru einmitt nefnd
því til sönnunar, og eg var varaður við
þeim.”
“Fyrrigefið,” sagði Ella, “en eg hefi
kynst þeim sem stórhuga, frjálslyndum
kristnum mönnum, sem kenna alla biblí-
una og trúa hiklaust, að oss beri að halda
öll boð Guðs. Þeir halda þess vegna
sjöunda dag vikunnar heilagan.”
“Hver einasta hreinskilin og uppíýst
mannvera veit, að sjöundi dagurinn eða
laugardagurinn er hvíldardagur Drottins,”
sagði hr. Foster, og ef þessir Sjöunda
Dags Adventistar kenna Krist, eins og
ungfrú Samson segir að þeir geri, og
skemma ekki þá kenningu með bábiljum
um eilíft logandi helvíti, þá eru þeir
mennirnir, sem eg gjarnan vildi kynnast
betur.”
“Það var einnig sú hlið kenninga
þeirra, sem óx mér mjög í augum,” tók
Ella aftur til máls, “að þeir kenna, að
endurlausn Krists komi bæði líkama 0g
sál að fullum notum. Þessi heilnæma
trú og kenning þeirra er grundvöllur á
sannleika Guðs um eðli sálarinnar—eðli
inannsins. Jesús dó til að frelsa allan
manninn. Menn þessir kenna því og
iðka bindindi í fullkomnustu mynd. Þeir
álíta, að heilsusamlegt líf, holl fæða, sem
gefur mönnum gott blóð og sterkan lík-
ama, sé í fullkomnu samræmi við andlegt
heilbrigði kristins manns. Samkvæmt
lógmáli afleiðinganna verður niðurstað-
an þessi: Holl fæða skapar gott blóð,
gott blóð sterkan líkama, sterkur líkami
holt hugarástand, holt hugarástand göf-
ugar hugsanir, og göfugar hugsanir fæða
af sér gott lunderni og fagra hegðun.
Þeir álíta, að saurga líkamann, á hvaða
hátt sem er, sé að fara illa með eigna-
rétt Guðs á oss og heyja stríð gegn vel-
ferð sálarinnar.”
“Já, þess vegna hefi eg hætt við tó-
bakið,” sagði hr. Samson.
“Sömuleiðis eg,” sagði hr. Spencer.
Daginn eftir fór Ella aftur til skólans,
en hún lét að baki sér mörg hamingju-
söm heimili, og margar sálir, sem samein-
ast höfðu henni fyrir sannleika Guðs um
frelsun mannanna. Ungfrú Spencer fór
einnig með Ellu í skólavistina, fast ákveð-
in í því, að búa sig sem bezt undir þjón-
ustustarf í víngarði Meistarans.
Hið góða verk heldur ennþá áfram.
Ljós sanleikans útbreiddist þarna betur
og betur með hverjum deginum, sem leið1;
cg jafnvel séra Dickson tók sinnaskiftum.
Áhrif þau, sem fylgdu því að þessi auð-
mjúka skólastúlka leiddi óendurfæddan
svndara til frelsarans, kveikti hungur og
þorsta í hjarta prestsins, eftir einhverju
íullkomnara og betra, þannig að hann
opnaði hjarta sitt anda Drottins, og öðl-