Stjarnan - 01.11.1927, Blaðsíða 5
STJARNAN
165
frá konunginum í höll sinni til fátækl-
ingsins í moldarkofanum kölluðu þeir all-
ir til GuÖs og sneru sér í burtu frá synd-
um sínum. Öll þessi mikla vakning vai*
afleiðing af prédikun guÖhrædds fjár-
hirðis.
Kraftur í orði Guðs.
Það er hægt aö draga þrjár miklar
lexíur úr þessari stuttu frásögu:
1) Hver einasti sannur sendiboði Guðs
kunngjörir þann boðskap, sem Guð gef-
ur honum. Aldrei hefir Guð leyft mann-
inum að velja sinn eigin boðskap. Erind-
reki Guðs er hvorki áhyggjufullur sjálf-
ur né truflar hann fólkið með speki og
getgátum manna. Hann tekur hina
fornu bók og setur fætur sinar á hinn ó-
bifanlega grundvöll hennar, og óttalaust,
einfaldlega og hispurslaust kunngjörir
hann það, sem Guð segir i þeirri bók.
Það er óbrotinn boðskapur. Hann hefir
ekki margar fellingar, en hann snertir
hjörtu mannanna og snýr þeim til Guðs.
Kæran, sem Jesús bar á kennimennina á
hans dögum, var sú, að þeir kendu lær-
dóma, sem voru mannaboð fMatt. 15 :g.).
Það er sorglegur veruleiki að margar
prédikanir á þessum tíma eiga engar
rætur í ritningunni eða neitt samband við
hana. Munið eftir, kæru vinir, að sendi-
boðar Guðs lesa boðskapinn til yðar í bók
bókanna.
Gangið í Ijósinu og treystið Guði
2) Þegar Guð talar til þín í bókinni, þá
hlustaðu á hann og láttu hann útkljá mál
þitt að eilífu. Guð heimtar af þér að þú
gjörir það. Margir munu reyna að teljá
þér trú um, að hin forna bók sé úrelt, ó-
áreiöanleg o. s. frv.; en mundu eftir að
það er Guðs orð til þtn eins vel fyrir það.
“Guð skal reynast sannorður, þótt sér-
hver maður reyndist lygari.”
Nínívemenn trúðu Guði. fjónas 3 -.5.)
Vér erum vanir að hugsa um þessar forn-
aldar þjóðir eins og þær hafi verið á
lægra menningarstigi en vér erum ; en leyf
ið mér að segja yður, að þær höfðu betri
skilning á hlutunum, en níu tíundu part-
ar af heiminum á þessum tíma. Jesús
sagði: “Nínívemenn munu koma fram í
dóminum ásamt kynslóð þessari og dcema
kana seka.” Matt. 12141. Þeir trúðu Guði.
Heimurinn á þessum tíma trúir ekki
Guði. En þú getur trúað Guði og öðlast
hjálp frá honum, hvað svo sem heimur-
inn gjörir.
Orðið meinar einmitt það, sem það segir.
Guð meinar einmitt það, sem hann seg-
ir. Þegar Guð segir: Far til Níníve. þá
meinar hann ekki Jaffa. Vér verðum að
læra þetta. Vér viljum gjarnan ímynda
oss að Guð meini ekki það, sem hann
segir, að hann sé ekki svo mjög nákvæm-
um. Jónas hugsaði auðsjáanlega þannig
einu sinni líka, en hann komst að annari
niðurstöðu.
Þegar Guð segir Níníve þá meinar
hann Níníve. Þegar hann segir: “Eigi
er heldur annað nafn undir himninum, er
menn kunna að nefna, er oss sé ætlað
fyrir hólpnum að verða,” þá meinar hann
ekki að þér leyfist að frelsast á einhvern
annan hátt, sem þú munt sjálfur kjósa
þér.
Þegar hann segir: “Ef þér elskið mig,
þá munuð þér halda mín boðorð,” (Jóh.
14 :i5-J þá meinar hann ekki aö þú getur
valið úr þau boðorð, sem þig langar að
halda. og svo að þú getir fótumtroðið
hin.
Þegar hann segir: “Minstu þess að
lialda hvíldardaginn heilagan” (2. Mós.
20:8J, þá meinar hann ekki sunnudag-
inn. Þegar hann segir: “Sjöundi dagur-
inn er hvíldardagur,” þá meinar hann
ekki fyrsta dag vikunnar. Hann mein-
ar það, sem hann segir.
Vér getum hagað oss eins og Jónas.
ímyndað oss eins mikið og vér viljum, en
vér, eins og Jónas, munum komast að
raun um og finna aS hvert sporið, sem
vér stígum í burtu frá Guði, verðum vér
að endurtaka, ef að vér viljum verða