Stjarnan - 01.01.1928, Síða 2

Stjarnan - 01.01.1928, Síða 2
2 STJARNAN Fögur viðurkenning. Vei þeim heimi, sem árangurslaust reynir að forðast Jesúm Krist. Menn geta afneitaÖ gu'Ödómi hans, deilt um vald hans, neitaÖ aÖ trúa upprisu hans, burtskýrt tilveru hans, hætt hann sem vofu, móÖgaÖ hann sem “andatrúar-miÖil,” hugsað sér hann sem goðsagnalega ycru, kannast við hann aðeins sem mannlegan kennara, ranghermt orö hans til þess að halda uppi sinni eigin skoðun, rangsnúið kenningum hans og fyrirlitið hið dýrmæta blóð hans; en þegar alt þetta er gjört, þá eru erfiðleikarnir samt ekki brottnumdir, því að Kristur—konungurinn—lifir Guði til hægri handar. “Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami um aldir”; sá Kristur, “sem er og var og kemur”; hann, sem hafði dýrð hjá Föður 'sínum “áður en heimurinn var til,” og smán hjá mönnum um daga sinnar jarðnesku pílagríms- ferðar; hann, sem eftir að hafa liðið alt þetta, hefir gengið “inn i dýrð sína,” — þessi sami Jesús lifir enn í allri hátign sinna guðdómlegu eiginleika og í öllu veldi síns óendanlega lifs. Heródes gat ekki drepið hann, Satan gat ekki tælt hann, dauðinn gat ekki eyðilagt hann og gröfin dkki haldið hon'um; hann stendur á hin- um hæsta tindi himneskrar dýrðar, kunngjörður af Guði, viðurkendur af englum, dýrkaður af heilögum og djöflarnir óttast hann sem lifandi persónulegan Krist, er var fyrirlitinn, Ikrossfestur, upphafinn og mun koma aftur á sama hátt og hann fór til himins, til þess að reisa hina dauöu upp, dæma heiminn, frelsa fólk sitt, að verða dýrðieggjörður í sínum heilögu, að engu gjöra ræningjann mikla, að út- rýma óvinum sínum og til að ríkja að eilífu sem Drottinn allra. II. L. Hastings. Til allra hluta nytsamleg. “En guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og hefir fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda.” i. Tím. 4, 8. Eitt af mörgu hinu góða, sem guðhræðslan, eða guðstrú mín gerir fyrir mig, er þetta: Hún gerir mig vinsælan hjá öllum dygðugUm, hreinskilnum, sannleiks- leitandi og guðelskandi mönnum, en hún gerir mig óvinsælan hjá vantrúuðum, nautnasjúkum, sjálfselskurikum og óhlutvöndum mönnum-, og hjá öllum gortur- um, guðníðingum, óráðvöndum og vondum mönnum. Hún gefur mér því ávalt þá beztu vini, varðveitir mig í hinum bezta félagskap, en skilur mig frá öllum hættulegum og afvegaleiðandi mönnum, sem forðast mig og það eingöngu vegna trúar minnar og ávaxta hennar. Þannig bæði frelsar og varðveitir trúin hinn trúaða frá því hættulegasta og versta í þessum heimi, sem er vondur og spiltur félagskapur. Pétur Sigurðsson. 4 v . 1 <

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.