Stjarnan - 01.01.1928, Side 12
12
STJARNAN
hún er honum orðin, og ganga i ljósinu,
sem skín frá Guðs orði, eins langt og
það er honum opinberað, hvað sem það
kostar og hvernig svo sem afleiðingarn-
ar verða.
Eins og Farísearnir forðum, sem ekk;
geðjaðist fimta boðorðiS, er segir:
“Heiðra föður þinn og móður þína,”
heldur tóku upp á einhverju öðru, til
þess að geta farið í kring urn það eða
ónýta það, þannig eru á vorum dögum
trúarbragðakennarar, sem ekki geSjast
f iórða boðorðið, sem segir: “Sjöundi
dagurinn er hvíldardagur,” (2. Mós. 20:
8-1 i.J, heldur koma þeir með afsakanir,
sem þeir vona muni réttlæta höfnun og
yfirtroðslu hins sama boðorðs, til þess
að þeir geti haldið fast við mannasetn-
ingar, er kenna að sunnudagurinn sé
hvíldardagur kristinna manna eða Drott-
ins dagur.
Af því aö það er þess virði að athuga
hvernig það skeður, ætlum vér að skora
á nokkura af hinum fremstu leiðtogum
meðal þeirra, sem leita þessara nútím-
ans bragða, og sem eru meðlimir þessa
Biblíuskóla, að gefa oss ástæður sinar
fyrir því, að hafna boðum Guðs og í
staðinn aðhyllast mannaboð og manna-
lærdóma.
(Vér gefum í eftirfarandi köflum að-
eins upphafsstafina í nafni þeirra presta
sem eru meðlimir Biblíuskólans, en vér
getum fullvissað lesendurna um að þess-
ir prestar hafa haldið á (lófti leinmitt
þess konar kenningum, sem hér er til-
einkaðað þeim.J.
Var Frelsarinn hvíldardagshaldari eða
hvíldardagsyfirtroðslumaður?
Vér skulum fyrst biðja séra G. að
segja oss, hvernig hann fari í kring um
eöa ónýti það Guðs iboðorð, sem segir:
“Sjöundi dagurinn er hvíldardagur helg-
aður Drotni, Guði þínum: þá skalt þú
ekkert verk vinna.” 2. Mós. 20:8-11.
Mínar ás.tæður fyrir því, að gefa því
boðorði engan gaum eru þessar: Frels-
arinn braut sjálfur hvíldardagsboðorðið
meðan hann var hér á jörðinni og með
því að brjóta boðorðiö viðvíkjandi
hvíldardegi Drottins feta eg í fótspor
Krists.
Já, vér munum eftir því, að þú fyrir
skömmu gafst þessa ástæðu í blaðinu
“Lincoln Evening News.” Viltu nú
vera .svo góður að svara fáeinum spurn-
ingum ? H'vað er synd ?
Synd er lagabrot. 1. Jóh. 3:4.
Það er rétt. Hvað mundi Jesús hafa
orðið á þeirri mínútu, sem hann hefði
brotið hvíldardagsboðorðið ?
Hann mundi hafa orðið syndari.
Þú svarar rétt . En sem syndari gat
hann ómögulega verið Erelsari syndara.
Afsökun þín, séra G. mundi svifta oss
Frelsaranum. En hulstaðu nú á það,
sem stendur í Jóh. 15:10: “Ef þér hald-
ið mín boðorð, þá standið þér stöðugir í
eisku minni, eins og eg hefi haldið boð-
orð föður míns og stend stöðugur í elsku
hans.” Er hvildardagurinn eitt af því,
sem Guð hefir gefiS boðorð viðvíkj-
andi ?
Já, það er hann.
Jæja, fyrst hvíldardagurinn er boðað-
ur af Föðurnum og Kristur hélt boðorð
Föður síns, þá hlýtur Kristur að hafa
haldið hvíldardagsboðorðið. Er það ekki
rétt?
Eg sé að séra A., sem er prestur í
fyrsta dags Adventista kirkjunni í———
réttir upp höndina. Vér gefum honum
orðið.
Þú veizt að Kristur lifði undir lög-
málinu og þess vegna var það auðvitað
skylda hans að halda hvíldardvginn
Já, vér sáum þessa staðhæfingu í
grein, sem þú fyrir nokkru ritaðir í
“Lincoln Daily Star.” Séra A. og séra
G. reyna báðir að verja sunnudaginn og
]ió er vitnisburður þeirra eins og vitnis-
burður ljúgvottanna, sem vitnuðu á
móti Frelsaranum; þeim ber ekki saman.
Ef séra A. hefir á réttu að standa og
það hefir hann vissulega, þá komumst