Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 1
STJARNAN g~^L Ljósið Sigrar Kristur er Ijósið, sem upplýsir hvern mann í þessum heimi. Fagnaðarerindi hans mun verða kunngjört öll- um þjóðum, og þá mun hann koma aftur. Starf Guðs getur enginn stöðvað. Einn af kristniboðum vorurn frá Suður-Ameríku ritar, að þar séu margár Indíána kyn- kvislir í vesturhlutavBrasilíu, sem nú rétta hendurnar út eftir hinurn lifandi Guði og með fögnuði veita sann- leikanum viðtöku. í landi nokkru í Afríku fóru engispretturnar fyrir stuttu yfir stórt svæði og átu alt grænt í görðum manna og á ökrurn, en snertu ekki neitt á bújörS kristniboðs- stöðvar okkar, öllum mönnum á því svæði til vitnis- burðar að Guð þekkir sína og efnir loforð sitt. Frá einum kristniboða vorurn í Suðurhafs-eyjunum fréttum vér að á einum stað, þar sem hinn vondi sjálfur virtist hafa víggirt svæðið með manndrápum, mannáti, fjölkvæni og allra handanna löstum, má nú halda guðs- þjónustur í sex þorpum á hverjum hvíldardegi, og það þezta er að alt fólkið sækir kirkju. Menn leggja þar niður morð, mannát, fjölkvæni og hætta jafnvel við svinarækt og tóbaksnautn. Þeir bera ávöxt, sem er samboðinn iðruninni. Flvenær munu menn vakna af svefni andvaraleysisins og leyfa himnesku geislununr að skína inn í hjörtu þeirra í þessum löndum, sem urn svo langan tíma hafa haft tækifæri til að kynna sér hinn sanna Guð os Son

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.