Stjarnan - 01.04.1932, Page 5
STJARNAN
53
Davíð Djarfur og
Dirfiska Daniels
“Þú sagðir, herra Einarson, aS hvaÖa
spádómur sem væri, yrði að líkindum
uppfyltur, ef nógu langur tími væri gef-
inn til þess,” hóf DavíÖ Djarfur mál
sitt eftir að fundarstjóri hafði kallað
mannfjöldann til hljóðs.
“Þú hefir gefið upp tilraunina að
halda því fram að allir spádómar séu
skrifaðir eftir að viðburðirnir áttu sér
stað. Svo fer þú út í gagnstæðar öfg-
ar til að reyna að koma þér úr klípunni.
Nú skulum vér benda á, hvernig tíma-
lengd, i stað þess að uppfylla spádóm
myndi miklu fremur virðast standa í
vegi fyrir uppfyllingu hans.
“Hnignun og fall Rómaveldis var
ekki skrifað af vantrúarmanninum Ed-
ward Gibbon á 18. öldinni, heldur af
Daníel spámanni á 6. öld f. Kr., en
Gibbon skrifaði 6 stór bíndi, til að
skýra nákvæmlega frá, hvernig spá-
dómar Daníels hefðu komið fram.”
Hr. Einarson stóð nú upp og mátti
sjá undrunarsvip á andliti hans, og óró-
semi í tilburðum hans. “Þú ætlar þó
ekki að reyna að telja oss trú um, að
Daníel hafi á 6. öld fyrir Krist ritað bók
þá, sem við hann er kend? Hugsið yð-
ur,” sagði hann, um leið og hann snéri sér
aS mannf jöldanum, með upplyftum
höndum, eins og til að láta í ljósi hve
steinhissa hann væri. “Hugsið yður,
fríhyggjumennirnir
meðal allra gagnrýnenda Biblíunnar er
það viðurkent að Daníel hafi hreint ekki.
skrifað Daníelsbók, heldur hafi einhver
ónefndur- maður gjört það um árið 169
fyrir Krist.”
“Mér er það vel kunnugt, hr. Einars-
son,” svaraði ræðumaður, “að gagnrýn-
endur Biblíunnar hafa beint árásum sín-
um að Daníelsbók, altaf síðan Celsus á
3. öld eftir Krist, fann það út, að ómögu-
legt var að mótmæla spádóminum, vegna
þess hve nákvæmur og áreiðanlegur
hann var. Bæði í öðrum og sjöunda
kapítulanum er gefið svo skýrt og ná-
kvæmt yfirlit yfir sögu heimsins frá því
Babýlon hafði völdin, og alt til vorra
tima, að enginn vantrúarmaður hefir
getað skýrt það frá mannlegu sjónar-
miði. Spádómurinn ber vott um yfir-
náttúrlega vizku.
“Vantrúarmenn virðast halda. að ef
þeir geta sýnt að Daníel hafi ekki skrif-
að bókina, heldur einhver annar, kring
um árið 169, þá hafi þeir næg rök sem
mæli móti guðlegum uppruna spádóms-
ins. Hvað minn tilgang snertir, þá get
eg eins vel gengið út frá því, aS bókin
'hafi verið rituð árið 169 f. Kr., og
stendur jafnvel á sama hver skrifaði
hana.
“Eg ætla ekki að dvelja við hvert smá-
atriði, í öðrum og sjöunda kapítula, þótt
undraverð séu, það tæki marga fyrir-