Stjarnan - 01.04.1932, Side 12

Stjarnan - 01.04.1932, Side 12
6o STJARNAN Vér ver'Öum aÖ hafa þaÖ hugfast að kristilegt líf á rót sína í Guði. ÞaÖ er ekki endurbót á því gamla, ekki innifaliÖ í þvi einungis aÖ leggja af einhvern ljótan vana, heldur er þaÖ algjör breyting hug- arfarsins, fullkomlega nýtt lif, sem GuÖs orð og hans Heilagi Andi hefir vakið í hjarta mannsins. Syndsamlegum orðurn og hugsunum er útrýmt, og meöfæddar tilhneigingar eru sigraðar. Vér getum aldrei öðlast Guðsríki fyrir vorar eigin tilraunir, það er fyrir áhrif Guðs orðs og hans dýrmætu loforð að vér verðum hluttakendur guðlegrar nátt- úru, og getum forðast syndaspillingu heimsins. Þannig er það að heimselskan og eigingirnin víkja úr vegi fyrir hinum guðdómlegu eiginlegleikum. Þar sem áð- ur rikti stríð, órósemi og synd, þar ríkir nú gleði friður og sigur yfir synd. Fyll- ing Guðs náöar býr í hjartanu, og maður- inn er orðinn ný skepna. Heilagt líferni er sönnun fyrir veru- legleika kristindómsins. Hann er Kristur í yður, von dýrðarinnar, það er að Jesús fyrir ‘Guðs anda kraft ríkis i hjarta mannsins. Páll postuli skýrir þetta er hann segir: “Með Kristi er eg krossfestur, eg lifi-að vísu, þó ekki framar eg, heldur lifir Kristur í mér. En það sem eg nú lifi í holdinu það lifi eg i trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og gaf sig sjálfan út fyrir mig.” Gal. 2:20. Án krossins væri enginn kristindómur, án hans gætu menn ekki haft samfélag við Föðurinn. Krossinn er pantur frelsunar vorrar, á honum sjáum vér það Guðs lamb sem ber heimsins synd. Það er við krossinn að maðurinn fyrst fær kristilega trúarreynslu. Sá sem krýp- ur þar í trú, nær því hæsta stigi, sem unt er að ná. Það var á krossi niðurlægingar og þjáninga, sem Frelsari vor ávann oss fyrirgefning og frelsi. Aðeins ljósið frá Golgata getur upplýst veginn fyrir oss jarðarbúa. Ef aumir, glataðir syndarar fást til þess að koma til krossins og stað- næmast þar, eins og María gjörði, og virða fyrir sér þann ómælanlega kærleika sem þar kemur í ljós, þá geta þeir betur skilið hinn undraverða sannleika, að “Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3:16. Þegar þeir sjá þann skelfilega at- burð, sem fór fram á Golgata þá kviknar á altari hjartans sá eldur, sem eyðileggur synd og óhreinleika, hugarfar þeirra breytist, og líf þeirra sameinast honum, sem er uppspretta kærleika, lífs og kraft- ar. —E. S. Þolgæði Þolgæði er vegurinn til sigurs. Jesús hvatti lærisveina sína til að biðja, og ekki þreytast þó bænheyrslan kæmi ekki strax. Hann sagði þeim söguna um rangláta dómarann og fátæku ekkjuna. Ekkjan átti mótstöðumann, sem að líkindum hafði, eða ætlaði að svifta hana eignum hennar, svo hún leitaði dómarans. En dómari þessi hvorki óttaðist Guð né skeytti um menn, en hún hélt stöðugt á- fram að biðja hann um hjálp svo hún gæti náð rétti sínum. Lengi gaf hann henni engan gaum, en að lokum leiddist honum þrábeiðni hennar, svo til að losast við hana, hjálpaði hann henni. Síðan bendir Jesús á, að vegna þolgæðis hennar og þrá- -beiðni hafi hún fengið rétt sinn, og svo hvetur hann oss til að biðja og ekki þreyt- ast, því ef rangláti dómarinn sigraðist af þrábeiðni ekkjunnar, hversu miklu fremur mun ekki Guð láta hina útvöldu ná rétti sínum, sem ákalla hann nótt og dag. Hann mun brátt láta þá ná rétti sínum.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.