Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 15
STJARNAN
63
Smávegis
Finnland hefir aínumið áfengis bann-
lögin. Nú ætlar ríkið bæði að sjá um til-
búning og sölu á áfengi. Þetta er gjört í
því skyni að auðga fjárhirzlu ríkisins.
Akveðið er með lögum hve mikið áfengi
er leyfilegt að gevrna á heimilinu.
Noregur hefir slitið verslunarsamband-
inu við Rússa, Soviet stjórnin heimtaði að
allir milligöngumenn, sem seldu vörur
þeirra i Noregi væru Rússar, en þaö er
gagnstætt norskum lögum. Rússa stjórn
heimtar einnig að Norðmenn kaupi jafn
mikið af vörum frá Rússlandi eins og
Rússar kaupi frá Noregi, og að Noregur
lofi að kaupa meiri hlutann af kornvöru
sinni frá Rússlandi, og einnig rússneskt
áfengi. Rússnesku verslunarfulltrúarnir
beiddu líka um endurnýjað lánstraust.
S'tjórn Noregs gat auðvitað ekki gengið
að slíkum samningum.
Shanghai, sem nú er miðdepill striðs-
ins milli Kína og Japana, er helzta verzl-
unarborg Austur-Asíu. Borgin stendur
við fljótið Whangpoo, 12 mílum ofar en
þar sem það rennur í ána Jangzekiang.
Borgin skiftist í tvö hverfi, hið kínverska
og alþjóða hverfið. Kínverska hverfiö er
umkringt af 24 feta háum múr. Þar eru
mjó og óhrein stræti og lág timburhús. Al-
þjóða hverfi borgarinnar er aftur skift
í tvent. Frakkar hafa annan hlutann, en
ýmsar aðrar þjóðir hinn partinn. í al-
þjóðahverfinu eru stór verslunarhús og
skrautleg íbúðarhús, alt er þar upplýst
með gasi og rafmagni. Shanghai stendur
ekki Chicago langt að baki með fólks-
fjölda, því þar búa um 3,000,000 manna.
Nálægt helmingur íbúanna er í alþjóða
hverfinu, Kínverjar vilja miklu heldur
búa í þeim hluta borgarinnar. Hér um
bil 2/5 af allri utanríkis verzlun Kína-
veldis er rekinn í Shanghai.
STJARNAN
kemur út mánaðarlega
Útgefendur: The Western Canadian
Union Coníerence S.D.A. Stjarnan kost-
ar $1.50 um árið i Canada, Bandaríkj-
unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram).
Ritstjóri og ráösmaöur:
DAVIÐ GUÐBRANDSSON.
Skrifstofa:
306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
Phone: 31 708
______________________________________
Formaðurinn á innflytjenda skrifstofu
Bandaríkjanna, W. N. Doak hefir gefið
skýrslu um að 511 útlendingar, sem fram-
ið hafi glæpi og verið settir í fangelsi,
hafi verið sendir heim aftur til ættjarð-
ar sinnar, samkvæmt núverandi lögum
lándsins. Auk þessarar voru 18,000 aðr-
ir sendir heim, margir þeirra að líkindum
meiri parturinn, fyrir það að þeir komu
inn í landið í leyfisleysi. Aðrir fyrir það
að þeir réðust á og níddu niður þjóð-
stofnanir landsins, og nokkrir voru sendir
heim af því þeir voru landinu til byrði.
Stundum hefir líka komið fyrir, að þeir
sem voru löglega búsettir í landinu en
voru atvinnulausir, fengu leyfi til að fara
heim á kostnað stjórnarinnar, þetta er
mannkærleiksverk af hálfu stjórnarinn-
ar og hafa margir fært sér það í nyt.
í amerisku blaði einu er sagt frá þvi
að menn hafi grafið niður i rústir Só-
dómu og Gómorru og fundið sannanir
fyrir frásögnum Biblíunnar um eyðilegg-
ingu þessara borga. Stórt svæði af rúst-
um, sem liggur skamt fyrir austan Jórdan
og fyrir norðan Dauðahafið hefir verið
grafið upp, og grundvöllur allra húsanna
þar er þakinn ösku, þetta sýnir að borg-
irnar hafa eyðilagst ef eldi. í steinvasa
einum fanst beinagrind af hér um bil sex
ára gömlum dreng, sem að líkindum hefir
verið fórnað til skurðgoðanna.