Stjarnan - 01.09.1932, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.09.1932, Blaðsíða 4
132 STJARNAS innar þar til upprisudagurinn rennur upp. Jóh. 11.11-14. og 1. Kor. 13:51-54. Þeg- ar Jesús opinberast þá raunum vér einnig með honum í dýrð opinbérast. Kol. 3:4. Þetta er kenning Biblíunnar viðvíkjandi hinum burtsofnuðu, en menn hafa rang- fært Guðs orð og haidið því fram að Biblían segi það, sem hún segir ekki. Jesús færði mönnum huggun og von, en hann iofaði þeim ekki að þeir skyldu fara til himins strax er þeir dæu. Takið eftir hvað hann segir: “Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg hýbýli, væri ekki svo mundi eg þá hafa sagt yður að eg færi burt að búa yður stað. Og þegar eg er farinn burt og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð þar sem eg er.” Jóh. 14:1-3. Hversvegna kom Jesús í heiminn til að líða og deyja fyrir synduga menn? Ein- mitt vegna þess hann vildi leiða fólk sitt heim til sín. En ef hver einstaklingur færi heim til hans þegar hann dæi, þá hefði engin ástæða verið fyrir hann, að segja, að hann mundi koma aftur til að taka þá til sín. Hin dýrðlegasta von Guðs barna er, og hefir verið þessi, að Jesús kemur aftur. Þetta er umtalsefni allra spámanna og postula, sem skrifað hafa Ritninguna. Vinir mínir, huggið hina sorgmæddu með þeirri blessuðu von að Jesús kemur til að samansafna sínum út- völdu. “Og Guð mun þerra livert tár af augum þeirra, dauðinn mun ekki framar til vera . , . því hið fyrra er farið.” Opinb. 21:4. Nýi sáttmálinn (Framh. frá bls. 130) leggja boðorð hans til hliðar, þrátt fyrir það þó Jesús hafi sagt: “Ætlið ekki að eg sé kominn til að niðurbrjótá lögmálið eða spámennina; eg er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla.” Matt. 5:17- Sá sáttmáli, sem Guö gerir við fólk sitt, er að frelsa það frá synd og yfirtroðslu, fyrir forþénustu Krists. “Hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.” Matt. 1:21. “En ef þér tilheyrið Kristi þá eruð þér niðjar Abrahams, erfingjar eftir fyr- irheiti.” Gal. 3 -.29. Loforðið var gefið Israel, og vér, af- komendur heiðingjanna öðlumst hlut í því, einungis með því að gerast Guðs börn fyrir trúna á Krist, sem gaf sig sjálfan fyrir vorar syndir, svo vér mætt- um öðlast þessi dýrðlegu réttindi. Kæri lesari, leyfðu Guði að gera þenn- an sáttmála við þig, að taka burtu syndir þínar, svo þú, ásamt öllum trúuðum, get- ir öðlast hluttekning í öllum hans dýr- mætu fyrirheitum.—W.A. Hindúar Margir af lægri stéttar mönnum meðal Hindúa hafa veitt fagnaðarerindinu við- töku, en það hefir verið mjög erfitt að vinna fyrir hærri stéttar menn. Útbreiðsla kristilegra rita, er hið bezta meðal til að ná athygli þeirra. Bóksalar vorir fara hús úr húsi, þorp úr þorpi yfir hinar brennheitu sléttur Indlands og skógarbelti Burma. Þeir ferðast alla leið frá hinum gnæfandi Himalaya f jöllum að norðan til Comorin höfða suður frá, og útbreiða gleSiboð- skapinn þar á f jórtán tungumálum. Lærður Hindúi sagði við einn af bóka- sölumönnum vorum: “Bókin þín hefir unnið mér ómetanlegt gagn, hún hefir hjálpað mér til að sigrast á vondum vana, sem hefir haldið mér þrælbundnum í 25 ár.” Bækur þessar og blöð hjálpa lika unga f ólkinu á Indlandi til að verða sjálfstætt og óháð. Margir nemendur í skólum vor- um nota sumarfríið til að selja bækur. Árið 1930 voru 50 ungir menn meðal nemendanna, sem höfðu á þenna hátt unn- ið sér inn, sumir alt, aðrir nokkuð af því, sem þeir þurfu til að kosta sig á skólann yfir veturinn. —L. C. Shepard.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.