Stjarnan - 01.09.1932, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.09.1932, Blaðsíða 12
140 STJARNAN af læknum þeim, sem oft hafÖi verið í Greenacre um sumarið til að reyna að hjálpa Mrs. Shannasse, og Jonah virtist vel ánægður með sjálfum sér þegar hann kvaddi læknirinn. Ivveldið sem Jonah kom heim frá New York fann Tobías ungbarn á járnbraut- arstöðinni. Hann hafði farið út til að taka á móti póstinum eins og hann var vanur, en þegar hann kom inn aftur, lá dálítill böggull á sætinu hjá glugganum. Alt í einu valt böggullinn ofan af bekkn- um og niður á gólfið og lítið gráthljóö heyrðist úr honum. Tobías hrökk við eins og hann hefði verið skotinn, og í sama bili kemur Jonah inn til að sækja póstinn. “Jonah, Jonah, eg er glaður þú komst,” sagði Tobías. “Eg hef ungbarn hér. Hefði það verið hundur eða köttur þá hefði eg tekið það heim með mér, en— ungbarn, eg veit ekki hvað í ósköpunum eg á ati gera við það.” “Ungbarn, Tobías,” sagði Jonah, undrandi, “hvaðan hefir það komið?” “Eg skyldi segja þér ef eg vissi það sjálfur,” svaraði gamli maðurinn. Jonah lyfti upp bögglinum. Það var það eina sem hægt var að gera og það hafði góð áhrif því barnið hætti að gráta. Litla, rauða andlitið jafnaði sig fljótt, og óvænt bros snéri upp á annað munnvikið. “Þetta er ifallegt barn, Tbbías,” sagði Jonah. Tobias bar ekki á móti því, en bað hann fyrir alla muni að taka það með sér. “Eg skal taka það upp á veitingahús- ið ef þú vilt. Magðalena kann að fara með það. Hún veit æfinlega hvað bezt er að gera.” Fréttirnar um ungbarnið voru komnar um allan bæinn áður en búið var að af- greiða póstinn, og eftir að búið var að þvo upp af kveldborðinu töluðu ungir og gamlir ekki um annað heldur en þetta einkennilega atvik. Tobías sjálfur flutti fréttina til Mrs. Bacon. Nú hafði hann loksins nokkuð að segja frá, sem Mrs. Shannasse veitti eftirtekt. “Eg fór út eftir póstinum eins og eg var vanur, en þegar eg kom inn var ungbarnið á bekknum. Það var enginn skapaður hlutur á bekknum þegar eg fór út, en barnið var þar þegar eg kom inn aftur. Enginn skildi það eftir þvi eng- inn hafði ennþá farið út úr vöggnunum, en þarna var barnið.” “Hjvaða vitleysu ertu að fara með, Tobías? AuSvitað hefir einhver skilið það eftir, ef það er eins lítið og þú seg- ir, þá gat það ekki gengið inn sjálft,” sagði Olive skýrt og hátt eins og hún hafði verið vön að tala. Blinda konan snéri sér ósjálfrátt að dóttur sinni, og óvæntur vonarbjarmi lýsti á andliti hennar. “Hvar er barnið ?” spurði Mrs. Bacon. “Það var enginn kringum járnbrautar- stöðina nema eg sjálfur, eg gæti borið það fyrir rétti,” bætti Tobías við. Hann var hrifinn af þessu málefni. “Vissulega enginn skildi það eftir af ásetningi,” sagði Olive, “enginn myndi viljandi kasta barni frá sér. Ungbarn er of dýrmætur fjársjóður til þess. “Hvernig sagðir þú að augun væru lit?” “Blá, ekki alveg blá, svolítið græn- leit.” “Blágræn eins og Gloriettu,” sagði Olive og lagði höndina á hjartað sem barðist í brjósti hennar. “Það brosti svo skrítilega, það snéri upp á annað munnvikið. “Komdu undireins rneð það til mín,” sagði Olive ákveðið. Tobías fór eftir barninu, en Jonah og Magðalena fóru upp með honum til að sjá um að ekkert yrði að því. Þegar Olive Shannasse tók við barninu lauk það upp augunum og brosti. “Ef þú ert móðurlaus, þá er eg barn- laus, svo það er jafnt ákomið með okk- ur,” sagði Olive við barnið. “Við skul- um tilheyra hvor annari.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.