Stjarnan - 01.09.1932, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.09.1932, Blaðsíða 15
STJARNAN 143 Vér erum endurleystir, ekki með for- gengilegu gulli né silfri, heldur með dýr- mætu blótSi hins lýtalausa Lambs, Krists. hann elskaði oss svo heitt a8 hann gaf líf sitt til lausnargjalds fyrir oss. Kæri lesari, hefir þú kosið að vera hans um tíma og eilífð ? Ný tegund af þýzkum slökkvivélum stökkur dufti yfir eldinn í staS vatns. Vélin er mjög stór og hefir tvær pípur að framan, sem þeyta slökkviduftinu með miklum krafti. Þessi slökkvi aðferð hef- ir þá yfirburði að duftið. skemmir ekki ýmsar vörur, sem vatnið myndi eyði- !eggja. Krakkland hefir hið stærsta neðansjáv- arskip sem til er í heiminum. Það heitir “Surceuf” og var fullgert 1930. Lengd skipsins er 400 fet, og þyng 3,500 tonn, eða 1,000 tonnum þyngra en stærsti neð- ansjávarbátur Bandaríkjanna. Ræstunarfélag eitt safnar um 1,000 smálestum af tin könnum á mánuði hverj- um í Los Angeles. Tin könnur þessar eru pressaðar, bundnar í bagga og seldar til ágóða fyrir félagið. Flest þorp í Bandaríkjunum með 1,000 íbúa eSa þar yfir, hafa fleiri gasólín stöðvar heldur en þörfin krefur. Hoover forseti hefir nú staðfest lög sem ákveða glæpa hegningu fyrir að senda bréf með pósti, sem heimta lausnargjald, eða hóta því að nema fólk i burtu, hvert heldur börn eða fullorðna. Tekjurnar fyrir árið 1931 féllu mikið í öllum ríkjum Bandaríkjanna nema einu. Tekjurnar í Virginia, í stað þess að falla, jukust um $1,500,000. Hvít reiðhjól eru nú notuð í Dantnörku. Þau sjást betur í dimmu. STJARNAN kemur út mánaðarlega Útgefendur: The Canadlan Union Con- ferenee, S.D.A., 209 Birks Building, Winnipeg, Man. Stjarnan kostar $1.50 & ári í Canada, Bandaríkjunum og ís- landi. Borgist fyrirfram. Ritstjóri: DAVIÐ GUÐBRANDSSON. AfgreiSsl-u Jcona: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Læknar og sjúkrahús draga mikið fé frá fólki í Bandaríkjunum. Þótt lofts- lagið sé heilnæmt þá koma yfir 200,- 000,000 sjúkdóms tilfelli á ári hverju. Tveir af hundraði eru ávalt á sóttar- sænginni. Að meðaltali veikist hver mað- ur tvisvar á ári. Verkamenn tapa 250,- 000,000 vinnudögum eða $1,125,000,000 á ári vegna veikinda. Sjúkrahús kostnað- urinn, sem nemur $3,000,000,000 árlega, fellur þyngst á miðstéttirnar, þeir sem fátækastir eru fá ókeypis hjálp, en hinir ríku eiga hægt með að borga reikninga sína. Keyrslumenn, sem fyrir nokkru síðan voru á leið til New Jersey til Manhattan. blésu horn sín óþolinmóðlega til að fá bíl, sem keyrði aðeins með 20 mílna hraða til þess að víkja úr vegi. Þeir litu viS til að láta gremju sína í ljósi, sáu í bílnum gamlan mann vafinn ábreiðum, þótt hitinn væri 88 stig. Hann hafði líka dökk gleraugu og eyrnaskjól. Mað- urinn var J. D. Rockefeller hinn eldri. :Hann var á leið til Pbcantice-hæðanna í New York til að halda hátíðlegan 93. fæðingardag sinn. Þetta var fyrsta ferð hans gegnum jarðgöngin, sem eru 9,250 fet á lengd. Hann var hræddur um að loftþrýstingurinn myndi skemma hljóð- himnuna, og þess vegna hafði hann fyrir eyrunum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.