Stjarnan - 01.09.1932, Page 7
STJARNAN
þér: Eru þessir spádómar sannir? Hafa
þeir verið uppfyltir?
Það kom hik á Einarsson.
“Svaraðu honum pabbi,” sagði Eilja,
svo sneri hún sér við og hvíslaði að Guð-
mundi:
“Það lítur út eins og hann hafi borið
sigurinn úr býtum yfir pabba.”
“Það lítur illa út,” svaraði Guðmundur.
“Heldur þú því fram að þessir spá-
dómar hafi brugðist, hr. Einarsson?”
spurði Djarfur aftur.
“Allir vita að Babýlon hefir verið ó-
bygð svo öldum skiftir,” svaraði hann, “en
hvernig getmu vér verið vissir urn að
spádómar þessir hafi ekki verið skrifaðir
eftir að viðburðirnir áttu sér stað, en dag-
settir áður?” Einarsson settist nú niður
og fólkið virtist fremur ánægt með svar
hans.
“Heldur þú a<5 þessir spádómar hafi
verið fluttir eftir Krist?” spurði Djarf-
ur.
“Auðvitað ekki,” svaraði hr. Einarsson,
“því allir vita að þeir standa í Biblíuþýð-
ingu þeirri, sem kölluð er Septuaginta.”
“Það er rétt, svo aðalspurningin verð-
ur þá: Hvenær voru spádómar Jesajasar
og Jeremía skrifaðir? fyrst þeir standa í
Septuagint, þá hljóta þeir að hafa verið
gefnir áður en sú þýðing var skrifuð.
Hvenær var það?”
“Kring um 200 fyrir Krist,” svaraði
hr. Einarsson.
“Vér skulum gjöra ráð fyrir að árið
200 sé tíminn þegar þessir spádómar voru
gefnir. Vilt þú kannast við það ártal sem
hið síðasta, er mögulegt sá að spádómar
þessir hafi verið ritaðir?”
“Já, vissulega,” svaraði hr. Einarsson.
“Er nokkur hér, sem heldur því fram
að spádómurinn gæti hafa verið gefinn
seinna?” spurði ræðumaður og beið eftir
svari, en enginn gaf sig fram. “Svo þér
eruð allir samþykkir því að spádómar
þessir voru alls ekki gefnir seinna en ár-
ið 200 f. Kr. ? Aftur beið hann eftir svari
135
og nú hneigðu áheyrendur höfuð sín til
samþykkis.
“Þá erum vér sammála í tveimur atrið-
um: Fyrst, spádómarnir hafa reynst
sannir, það er, þeir hafa komið fram.
Annað, þeir gátu ekki verið skrifaðir
seinna en árið 200 f. Krist.”
“Ef þú kannast við hr. Djarfur, að
spádómar þeir, sem hér er um að ræða,
hafi ekki verið skrifaðir fyr eri árið 200
f. Krist, þá hefir þú alveg tapað málinu,”
sagði hr. Einarsson.
Djarfur brosti og sagði: ‘Þvert á rnóti.
málstaður vantrúarmanna stendur á mjög
völtum fæti vegna þessara skýringa.”
“Hvernig getur það verið?”
“Sannleikurinn er sá að þessir spá-
dómar voru ekki algjörlega uppfyltir,
samkævmt vitnisburði ströngustu van-
trúarmanna, fyr en hundruðum ára eftir
dauða Krists.”
Það var auðvelt að sjá undrun fólksins.
Guðmundur leit stórum augurn á systur
sína, hún brosti til hans á móti. Hún var
svo glöð, því nú vonaðist hún eftir snörpu
orðakasti. Frú Einarsson virtist óróleg
en maður hennar alveg hissa. Fólkið,
hallaði sér áfram í sætunum, til þess að
missa ekki eitt einasta orð.
Verið Samhent
Hansens hjónin höfðu garð, sem þau
sáðu í um vorið. Það var aðeins eitt beð
eftir, hann sáði salati í það án vitundar
konu sinnar til þess að veita henni ó-
vænta gleði. En hún sáði ertum, að hon-
um óvitandi til þess að gleðja hann. Bæði
keptust þau um að halda beðinu hreinu
þegar hitt var f jærverandi. Hún upprætti
salatið og hann erturnar, hvort fyrir sig
þóttist vera að uppræta illgresi. Árangur-
inn varð sá að hvorugt fékk nokkra upp-
skeru.—Svipað á sér stað með uppeldi
barna, þegar móðirin leyfir það, sem
faðirinn bannar, og faðirinn upprætir það
sem móðirin plantar. Þetta er góð að-
vörun og gömul saga, sem alt of oft er
endurtekin. E. S.