Stjarnan - 01.09.1932, Page 10
138
STJARNAN
Litla þorpið Greenacre var orðið víS-
frægt. Hin hljómfagra söngrödd O'live
Shannasse hafÖi komiÖ því til leiðar. Hún
var dóttir Mrs. Bacon, hvithærÖu, blindu
konunnar, sem bjó í litla húsinu rétt hjá
brúnni. íbúar hússins höfðu lengi notiÖ
ánægjunnar af aÖ heyra hina hljómfögru
rödd söngmærinnar, áöur en umheimur-
inn svo mikið sem vissi að hún var til.
Nú var söngfuglinn hljóður. Mrs.
Shannasse sat á veranda móður sinnar
allan daginn, söngur var hvorki í hjarta
hennar né á vöruunum. Hún hafði ekki
sungið eina einustu hendingu síðan slysið
vildi til, sem svifti lífinu bæði mann henn-
ar og kornunga dóttur. Nú voru liðnir
sex mánuðir síðan.
Það kom alt fyrir á svipstundu. Þau
voru öll glöð og hamingjusöm þegar þau
keyrðu niður f jallshlíðina, en á næsta
augnabliki voru þau niðri á gjáarbotni
undir brotnum bíl og öðru rusli. Það
var kraftaverki næst að Mrs. Shannasse
komst lífs af. Hún var marin og lömuð
en hafði þó meðvitund, svo hún horfðt
á meðan menn voru að reyna að bjarga
þeim sem í bílnum höfðu verið. Einii
af björgunar mönnunum hafði af með-
aumkvun lagt kápu sína yfir lík Gloriettu,
litlu dóttur Mrs. Shannasse, en það var
of seint, því móðirin hafði komið auga
á hinn kramda líkama hennar.
Fleiri læknar frá stórborgunum höfðu
reynt að hjálpa Mrs. Shannasse alt sum-
ariö, en árangurslaust, þeir sögðu að það
væri vonlaust með hana. Þjónar voru
sendir frá New York til að hjálpa henni,
en hún sendi þá jafnharðan burtu aftur.
Hún þoldi ekki að hafa neinn í kring um
sig nema móður sína. Læknarnir sögðu
að hún yrði að fá að hafa alt eins og hún
vildi, ef hún ætti nokkurntíma að ná sér
eftir þunglyndi það sem ásótti hana eftir
að slvsið vildi til.
Fjöldi aðdáenda og annara ferðamanna,
sem af einni eða annari ástæðu óskuðu
aö sjá Mrs. Shannasse, heimsótti þorpið,
svo menn urðu að koma upp veitingahúsi.
Timburfélagið sem í rauninni hafði ekki
fleiri meðlimi heldur en tvo, Jonah Biggs
og Magðalenu Passebois, tók sér fyrir
hendur að reisa veitingahús. Það var
gamalt bóndabýli sem þau dubbuðu upp
og bygðu nokkur herbergi í viðbót, svo
plöntuðu þau indælan blómgarð um-
hverfis og höfðu kassa með blómum í
fyrir utan hvern einasta glugga. Frétt-
irnar sögðu að einn piltur hefði nóg að
gera allan daginn að líta eftir blómunum
og vökva þau. Magðalena elskaði blóm.
Mrs. Shannasse gaf engan gaum að
öllum þeim blómum sem henni voru færð.
Magðalena valdi ætíð ilmríkustu blómin
handa henni, til þess að móðir hennar,
þó blind væri, gæti notið nokkurrar
ánægju af þeim.
“Eg held hún ætli að svelta sig í hel,”
sagði Mrs. Bacon við Tobía Fish, stöðvar-
stjórann, þegar hann kom að heimsækja
þær.
“Má eg fara og tala við Olive augna-
blik?” spurði hann hikandi.
“Sem þér sýnist Tobías, en þú færð
hana ekki til að tala við þig. Hún er orS-
in viti sínu fjær af sorg, og eg veit ekki
hvað nokkurntíma getur hjálpað henni,”
sagði gamla konan og brá svuntunni fyrir
blindu augun sín.
“Manstu þegar kýrin hans pabba þíns
féll fram af kletta-snösinni, Olive, og
braut annan framfótinn? Manstu hvern-
ig við fengum okkur spýtur og settum