Stjarnan - 01.09.1932, Qupperneq 11

Stjarnan - 01.09.1932, Qupperneq 11
stjarnan 139 spelkur við legginn, manstu eftir því Olive?” spurði gamli maðurinn með hægð. Olive hneigði höfuðið til samþykkis en leit ekki upp. Nú varð þögn um stund. Svo segir Olive alt í einu. “Eg vildi að þú hefðir fengið að sjá barnið mitt, frændi. Varir hennar voru mjúkar eins og rósablöð, og þegar hún brosti snéri hún svo skrítilega upp á ann- að munnvikið. Hún hafði svolítið hrokkið gult hár, og augun voru blágræn eins og dýpi hafsins. “Ó, það getur ekki verið satt að hún muni aldrei framar brosa til mín, ó Tobías, það er ómögu- legt, það getur ekki verið satt. Glorietta, elsku litla hjartað mitt.” Blinda móðirin benti nú Tobías að fara. Vesalings Tobías gat sett og bundið um fótbrot, en harmþrungið hjarta gat hann ekki læknað, svo hann stóð upp, kvaddi, og skundaði síðan niður fjalls- hlíðina. Á leiðinni mætti hann Davíð Forsythe, unga prestinum, sem nýlega var kominn til þorpsins. Hann var á leið að heim- sækja mæðgurnar. “Hvernig líður Mrs. Shannasse í dag?” spurði hann Tobías. “Henni líður illa. Eg myndi ekki fara upp þangað núna,” svaraði hann. En Davíð Forsythe áleit það skyldu sína að fara og hélt því áfram. Hvert skifti sem hann fór upp hlíðina var hann glaður í þeirri von að Guð myndi hjálpa honum til aS segja eitthvað, sem gæti snert hið niðurbeygða hjarta Mrs. Shan- nasse og vakið hjá henni hugrekki, traust og von, en jafnoft varð hann fyrir von- brigðum og skildi við hana eins hrygga og þögula eins og hún hafði verið þegar hann kom. “Þú verður að hressa þig upp,” sagði hann henni aftur og aftur.. “Læknarnir segja að þeir geti ekkert hjálpað þér, þú verður sjálf að hrinda frá þér þessu þunglyndi. Þú verður að finna út hver tilgangur hans er með þig. Aðrir hafa unnið fyrir þig. Fæðan sem þú borðar, húsið sem þú býr í, vegirnir sem þú ferðast urn, er alt framleitt og tilbúið fyrir þig. Bækur hafa verið skrifaðar fyrir þig að lesa, myndir málaðar fyrir þig að horfa á, og hér situr þú aðgerða- laus dag eftir dag, og gerir enga tilraun til að endurgjalda þeim, sem hafa gert alt þetta þér til gagns og ánægju. Þú verð- ur að bera þinn hlut af skyldum lífsins, og með hugrekki ganga braut þína þrátt fyrir hinn þunga missir þinn, Mrs. Shannasse.” Hjún hafði alls ekki látið eins og hún veitti orðum hans minstu eftirtekt þar til húr. segir: “Ef þú hefðir átt barn og séð höfuð þess kramið milli bíls og trjástofns, þá gætir þú komið til mín og hvatt mig til að vera glöð og hugrökk,” sagði hún svo dauft og drærnt eins og hún væri hálf sofandi. Mr. Forsythe roðnaði, hann átti ekkert barn, því hann var ógiftur maður. Mrs. Bacon kallaði á hann og bauð honum stykki af skorpusteik, en hann afþakkaði kurteislega. Honum fanst eins og kökkur í hálsinum, svo hann gæti ekki rent niður, og snéri hann heim við svo búið hryggur í huga. Þegar hann kom að brúnni mætti hann Jonah Biggs. Jonah varð mjög alvar- legur og hugsandi er hann sá hve hrygg- ur og daufur í bragði presturinn var. “Mrs. Shannasse sviftir alla þorpsbúa lifsgleðinni ef hún nær sér ekki bráðum, það verður afleiðingin,” sagði Jonah við Magðalenu þegar hann kom heim um kveldið. “Heldurðu þú getir hjálpað henni, þeg- ar beztu sérfræðislæknar landsins eru frágengnir?” spurði Magðalena, hlægj- andi. “Eg veit ekki,” svaraði hann dræmt, það væri skaSlaust að reyna.” “Litlu seinna var Jonah sendur ti! New York í þarfir timburfélagsins. Með- an hann stóð þar við heimsótti hann einn

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.