Stjarnan - 01.09.1932, Side 16
Kveldmáltíðar - sakramenti kaþólskra
Núna í sumar var á Dublin á írlandi af kaþólskum haldin mikil altaris
sakramentis hátíð, lík þeirri sem haldin var hérna megin hafsins í Chicago fyrir
nokkrum árum. Þesskonar altaris sakramenti og hámessan i sambandi við þaÖ
skoÖa kaþólskir sem hina háhelgustu athöfn, þvi aS þá segist presturinn skapa
líkama Krists úr brauSinu, en víniÖ drekkur hann sjálfur, því aÖ hann tímir ekki
aS gefa safnaSarbörnum sínum hinn áfenga sopa, sem á aS tákna hiS dýrmæta
blóS Krists. Þvílíkur rangsnúningur á því helga sakramenti!
Snemma á miSöldunum áSur en kaþólskir trúboÖar fengu inngöngu á frlandi.
var þaS skoSaÖ sem eitt af hinum bezt kristnu löndum í NorÖurálfunni. Sam-
kvæmt forn enskum bókum voru menn sem St. Patrick og Colomba sannkristnir
menn, sem heldu hinn sjöunda dag helgan. ÞaÖ var fyrst eftir að fylgjendur
þeirra um fleiri aldir höfðu þolað hinar grimmustu ofsóknir af höndum kaþólskra
að breytt var til með hvíldardags helgihaldið. Þetta getur maður greinilega séS
af því, aS jafnvel svo seint sem á fyrrihluta þrettándu aldar sendi páfinn hin svo-
kölluSu himnabréf, þar sem hann hótaSi öllu illu ef íbúar brezku eyjanna breyttu
ekki til og færu að halda sunnudaginn helgan í staSinn fyrir hinn sjöunda dag.
En nú hefir kaþólska kirkjan gert St. Patrick að ríkisdýrðlingi írlands og heldur
því fastlega fram að hann hafi verið kaþólskur, en þaS er eins fjarri sanni eins
og austrið er frá vestrinu.
Þegar hinn páfalegi sendisveinn, Lauri kardináli, í sumar í broddi fylkingar
gekk með útrétta hönd í blessunarskyni, krupu ekki færri en tvö hundruð þúsund
írar á kné, til þess að verða hluttakandi hinnar páfalegu blessunar. Á þessari
miklu hátíð voru fulltrúar frá flestum þjóðum viðstaddir. PDundrað þúsundir
kvenna knékrupu fyrir þessum háæruverðugu klerkum til þess að öðlast blessun
þeirra, þrátt fyrir húÖarrigningu, sem gjörskemdi hatta og kjóla þeirra, meðan
eiginmenn þeirra urðu að standa fyrir utan listigarðshliðin og halda á ungbörn-
unum, sem ekki var leyft að koma inn til að ónáða samkomu þessa meS gráti.
HundraS þúsund börn, öll hvítklædd, komu einnig fram fyrir hiS mikla hvíta
altari til að þiggja blessun klerkanna og syngja “Ave María.” Kaþólskan hefir
eitthvað handa öllum. Eftir þaS var hámessan haldin og var þá um ein miljón
manna viðstödd. Þegar henni var lokið var gengið í skrúðgöngu úr Phoenix
listigarðinum um fimm mílna veg að Q’Connell brúnni í hjarta borgarinnar og
þar frá altari, sem reist hafði verið uppi fyrir Liffey fljótinu, lýsti Lauri
kardínáli fyrir hinni páfalegu blessun yfir mannf jöldann. Því næst hlustaði
fólkiS á hina munnlgeu blessun páfans á latínu, sem það skildi ekki stakt orð í.
Kom hún til þess gegnum víðvarpið.
Á þessari hátíS var hiS ytra glys meS meira móti. Kardínálarnir voru í
skarláts rauðum búningum, biskuparnir í purpura, prestarnir í svörtum pilsum
með hvítar kápur á herðum sér. Franciskana munkarnir voru í brúnum bún-
ingum, Jesúítarnir í svörtum og Trappistarnir í hvítum. Þegar einn kardínálinn
lýsti dýrð þessari komst hann þannig að orði: “Þaö yfirgekk hið óyfirgengilega.”
Nú skulum vér sjá hvaS kaþólskir sjálfir kenna viðvíkjandi altaris sakra-
mentinu: “Eitt orð fellur frá vörum þeirra (prestanna) og líkami Krists er
verulega myndaður úr efni brauðsins og hið Holdtekna Orð stigið niður af hirnni
er fundið í raun og veru nærverandi á altarisborðinu.”—“Dignity and Duties of'
the Priest or Selva,” eftir St. Alphonsus de Liguori, bls. 27, Brooklyn, 1927.
Af þessu má sjá aÖ dauðlegir prestar gera heimtingu á að geta skapað Frels-
arann, sem er Skaparinn. Kol. 1 :ió. Ef þetta er ekki Guðlast, hvað er það þá ?
—D. G.