Stjarnan - 01.11.1933, Page 3

Stjarnan - 01.11.1933, Page 3
STJARNAS 163 Allir, sem bjuggu fram með ströndinni þektu föður Gynn. Svo árum skifti hafÖi hann lifað meðal þeirra sem sjálfboða- liði Krists. Stundum sat hann hjá hinum harðgerðu sjómönnum í framstafninum og talaði við þá um hann, sem lykur sjáf- arhafið í hendi sinni, stundum var hann í káetu skipstjórans og talaði við hann og stýrimenn hans um fagnaðarerindi frels- isins. Hann ferðaðist líka hús úr húsi í hinum fátæku fiskimannaþorpum, las fyrir fólkið í Biblíunni og bað til Guðs með þvi á heimilunum. Stundum talaði hann við mennina á ströndinni meðan þeir voru að bæta net sín. í brennandi sumar- hita og nístandi vetrarkulda hélt hann á- fram starfi sínu, hann var óþreytandi og návist hans var öllum til blessunar. Þetta var erfitt starf og faðir Gynn var farinn að eldast. Hár hans var orðið snjóhvítt og hann var orðinn boginn af elli, en hann tók staf sinn og ferðatösku og fór af stað. Meðan GuS gefur mér krafta,” sagði hann brosandi, ‘‘verð eg að flytja boðskap hans.” f dag fanst þessum Guðs manni að Faðir hans vildi að hann færi lengra upp í land en hann var vanur, svo í dögun stóð hann á árbakkanum. Það var ekki hægt að komast yfir ána nema á ferju, og báturinn var festur hinum megin árinnar. Hann kallaði aftur og aftur til ferju- mannsins, og þegar hann loksins kom yfir til að sækja farþegann afsakaði hann kurteislega að hann hefði þurft að bíða svo lengi, og sagði: ‘'Það er ekki oft sem eg er vakinn upp í dögun.” “Vinur minn,” sagði faðir Gynn, “mér þykir slæmt að þurfa að gjöra þér ónæði svona snemma morguns, en þetta er áríð- andi erindi, eg á að flytja boðskap, og get ekki hvílt fyr en eg hefi flutt hann.” “Það eru vonandi engar slæmar frétt- ir,” sagði ferjumaður. “Það fer eftir því hvernig boðskapnum er tekið,” sagði gamli maðurinn mjög al- varlega. “Boðskapurinn er frá góðum Pöður til óhlýðins sonar. Ef sonurinn vill snúa við, þá mun hann öðlast tign og heiður. Ef hann þverskallast, þá fær annar maður arfinn. Það er alt undir syninum komið.” ■ Eaðir Gynn horfði spyrjandi augum á ferjumanninn, sem að líkindum skildi ekki livað hann meinti, því hann sagði: “Þú ert líklega aö heimsækja Ike Stevens, hann hefir ekki talað við föður sinn eða skrifað honum í nærri 15 ár, en,” bætti hann við, “þú ert of gamall að fara í slíkum erindum, og ef það er Ike Stevens, þá getur þú alveg eins snúið við strax, því þú getur ekkert áunnið við hann, samt sem áður, þetta er nokkuð sem mér kemur ekki við.” “Vissulega kemur það þér viö,” sagði faðir Gynn mjög alvarlega. “Eg þekki ekki manninn, sem þú nefndir, en ef hann er slíkur, sem þú hefir sagt, þá getur þú eins vel og eg flutt honum boðskap- inn—ef þú elskar Föðurinn.” Nú skildi ferjumaðurinn plt í einu hvað gamli maðurinn átti við og segir við hann: “Svo þú hefir verið að pré- dika fyrir mér,” og mátti heyra á málrómi hans að honum var mikið niðri fyrir, “en það er gagnslaust. Ef nokkur Guð er til, þá er hann ekki faðir minn, hann elskar mig ekki, því hann tók frá mér konuna mína og börnin. Þau druknuðu fyrir augum mér, og eg gat ekkert gjört til að bjarga þeim.” Nú reri hann þegjandi um stund, þar til þeir voru komnir yfir stríð-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.