Stjarnan - 01.11.1933, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.11.1933, Blaðsíða 7
STJARNAN 167 fór á undan, þar næst þjónarnir með börnin, svo foreldrarnir, og á eftir þeim hinir þjónarnir. Maríanna gat ekkert séS nema þann, sem gekk á undan henni, og heyrði ekkert nema hávaSann af skothríS- inni, sem varð æ dauíari er þau komust lengra í burtu, og svo skrjáfið í votu lauf- inu er þau gengu yfir það. “Eru börnin öll með okkur?” sagði hún við sjálfa sig. “Eg athuga það þeg- ar við komum áfram. Eg vildi Jakob gæti gengið dálítið hraðara. Elsku pabbi minn, þetta er of erfitt fyrir hann. Hann verður að fá heitan drykk svo fljótt sem auðið er. Eg vildi óska að vorir hermenn bæru sigur úr býtum.” Slíkar hugsanir ráku hver aðra í huga hennar. “Eg sé ljós,” kallaði sá, sem á undan gekk. “Við erum nærri komin áfram. Ó hve Maríanna hlakkaði til að verða þur og hlý aftur, og á óhultum stað. Kofar þjónanna voru allir til reiðu og hvítu gestirnir voru boðnir velkomnir. Mrs. Gibbes var alveg uppgefin. “Mamma, þú verður að leggjast fyrir og hvíla þig. Eg skal líta eftir börnun- um,” sagði Maríanna um leiö og hún lét móður sína fara upp í rúm. “Seztu við eldinn pabbi, frænka Tilly, viltu gefa honum eitthvað heitt að drekka.” Með hjálp þjónanna hafði hún brátt komið öllum fyrir og alt var ró- legt. “Maríanna, barn, þú ert þreytt, settu þig nú niður og hvíldu þig dálítið,” sagði frænka Betty í bænarróm. “Eg ætla að telja börnin fyrst, frænka. Eg verð að fullvissa mig um að þau séu öll hér. Eitt 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12,—tólf og eg það þrettánda, en hvar er eitt?” Hrygð og hræðsla var máluð á andlit hennar. Móðirin var nú staðin upp. “Hvar er Fenwick?” “Hann er ekki hér,” kallaði Willie utan úr horni þar sem hann sat. “Karl, þú áttir að sjá um hann. Hvar er hann?” spurði Mr. Gibbes og leit á- vítunaraugum á Karl. “Ó, eg gleymdi honum, eg var svo hræddur og hugsaði bara um að komast i burtu. Ó, eg er svo hryggur, eg gleymdi honum,” sagði Karl og hvarf út í myrkrið. “Hver vill fara og sækja hann?” spurði Mr. Gibbes og leit á hvern þjóninn eftir annan, en enginn gaf sig fram. Nú var enginn tími fyrir ávítur eða hegningu, það varð að bjarga barninu. “Eg fer sjálfur,” sagði Mr. Gibbes með ákefö, en hann féll aftur niður á stólinn er hann reyndi að standa upp. “Nei, pabbi, eg get farið,” sagði Mrs. Gibbes og smeygði sér i kápuna. “Mamma, það er of mikil áreynsla fyr- ir þig, þú hefir hjartabilun, þú veizt þú þolir það ekki. Eg líð þér ekki að fara,” sagði Maríanna og augu hennar tindruðu. Rauða kápan sem hún fór í var ekki eins eldrauð og kinnar hennar, er hún bætti við: “Eg fer eftir honum.” Ýmsir mótmæltu þessu en hún veifaði til þeirra hendinni og var horfin út í myrkrið. Hún þekti stíginn vel, hún hafði gengiö hann svo oft, en aldrei ein- sömul slíka nótt sem þessa. Hún hljóp og hjartað barðist í brjósti hennar. “Elsku litli hrokkinhærði Eenwick. Eg fer þetta fyrir þig og móður þína.” Með þetta efst í huga sínum skundaði hún út í hættuna. Alt var dimt umhverfis. Regn- ið gjörði óþægilegan hávaða, og skotin heyrðust betur og betur. Smámsaman varð vegurinn ógreiðari, hún varð nú að þreifa sig áfram. “Hér er flati klettur- inn, þarna er tréstumpurinn, nú er eg komin fram hjá stóra trénu, því eg fann holuna við hliöina á því.” Þannig hélt hún áfram þar til hún sá fyrir húsinu þeirra. “Nú er það erfiðasta yfir,” sagði hún og andvarpaði um leið og hún sté upp á verandann. “Er það svo? Hvað ert þú að gjöra hér?” var spurt í óþýðum málrómi. Maríanna hrökk við og sté spor aftur á bak. “Svaraðu mér. Hvað ertu að gjöra hér?” þetta var varðmaður úr ó- vinahernum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.