Stjarnan - 01.11.1933, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.11.1933, Qupperneq 5
STJARNAN 165 I Kœrleikurinn sigrar alt íbúar hússins heyrðu hvellinn af byssu- skoti, þetta var endurtekið í sífellu, svo það virtist í rigningunni eins og regn- droparnir hefðu alt i einu bre}rzt í blýkúl- ur. Óvinirnir hlutu að vera komnir í ná- grennið. í lestrarstofunni var hópur af börnum kringum stólinn, sem faðir þeirra sat á. “Pabbi, hvað eigum við að gjöra?” hvislaði Maríanna, elzta telpan, og skugga af hræðslu brá fyrir í hinum dökku aug- um hennar. “Ó pabbi, taktu okkur héðan,” sagði litli Jim og fór að gráta. “Vertu rólegur, Jim, pabbi passar okk- ur,” sagði Maríanna hughreystandi, og nú var enga hræðslu á henni að sjá. Hún hafði ásett sér að láta ekki hin börnin sjá að sér væri neitt brugðið. “Við skulum vera hljóð og hlusta á hvað pabbi segir.” Mr. Gibbes var að tala við þjón sinn: “Jasper, lcom þú strax upp hingað með alla þjónana, en mundu það að alt verður að ganga rólega. Það er engin hætta ennþá.” “Vissulega, hr. Gibbes,” svaraði Jasper. Útlit og málrómur hans sýndi að hann var glaður yfir því að eitthvað átti að gjöra. “Maríanna,” sagði faðir hennar, “láttu móður þina vita, að eg óska eftir að sjá hana, það er óhætt að skilja börnin eftir hjá barnfóstrunni í nokkrar mínútur.” Litla stúlkan þaut af stað út úr her- berginu, glöð yfir að geta hreift sig, til að stöðva taugatitringinn sem þjáði hana. Maríanna var aðeins þrettán ára og hafði öll þau ár lifað hjá foreldrum sínum á þessum stóra búgarði, nokkrar mílur frá Charleston í nýlendu Suður-Karólínu. Heimilið hafði öðlast nafnið “Friðar- höfn,” ekki einungis af því að alt var svo rólegt og friðsælt umhverfis, heldur miklu fremur vegna hins óeigingjarna, kærleiks- ríka hugarfars húsmóðurinnar. Auk 5 barna sem hún átti sjálf, annaðist hún einnig 7 börn tengdasystur sinnar, og tvö önnur, sem fátækur nágranni átti. Það var stór barnahópur, en þau undu sér vel, og skemtu sér oft sem bezt mátti verða. Eitt er víst, að Mrs. Gibbes hafði alt af nóg að gjöra. Hefði ekki Marí- anna verið eins dugleg, skynsöm og ráða- góð eins og hún var, þá hefði starf móð- urinnar orðið miklu þyngra. Ef skóreim losnaði, kjóll rifnaði, eða einhver meiddi sig í fingri, eða ef eitthvað annað þurfti að athuga, hvað sem það var, þá var þetta viðkvæðið: “Við skulum fara til Maríönnu,” og það var gjört. Alt gekk rólega fyrstu árin sem Marí- anna mundi eftir sér. Svo fóru ófriðar- skýin að skyggja á, og loks braust út upp- reisn móti undirokuninni. Ungir og gamlir í nýlendunni höfðu boðið fram þjónustu sina fyrir málefni frelsisins, og

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.