Stjarnan - 01.11.1933, Side 6

Stjarnan - 01.11.1933, Side 6
STJARNAN 166 þótt Mr. Gibbes hefði ekki getað gengiÖ í herinn vegna þess hve gigtveikur hann var, þá gaf hann óspart af fé sínu, og enginn á búgarbinum kvartaði yfir brúna brauðinu og kartöflunum, því þeir voru fúsir að leggja alt í sölurnar til þess að vinna sigur í stríðinu. Svo einu sinni heyrðu börnin tramp, tramp, tramp, það var fótatak mann- f jölda, þau þustu út að glugganum og sáu óvinahersveit ganga fram hjá heimili þeirra. Þau urðu dauðhrædd. “Verið þið róleg, börn,” sagði faðir þeirra, “þeir eru að fara fram hjá.” “En pabbi, þeir snúa af leið og koma inn á flötina okkar,” kallaði Andrew. Þetta var satt. Frá hliðarglugga eld- hússins mátti sjá langa röð af hermönn um snúa inn á flötina, þar dreifðu þeir sér og settu tjöld sín. Fleiri dagar liðu svo að hermennirnir héldu kyrru fyrir. Ótti og kvíði hékk sem ský yfir “Friðarhöfn.” Börnin töl- uðu í lágum hljóðum: Eftir hverju voru hermennirnir að bíða ? Hvers vegna héldu þeir ekki áfram ferð sinni? “Eg vildi eg væri maður,” sagði Marí- anna einu sinni dimman rigningardag, þegar hún stóð við gluggann á lestrar- stofunni, og horfði á tjaldaröðina á flöt- inni, “þá skyldi eg safna liði og senda þessa hermenn í flýti heim til sín aftur.” “Ef eg væri stór,” sagði Robert, “þá skyldi eg------” hann leit út á fljótið, og í stað þess að ljúka við setninguna, bætti hann við í lágum hljóðum: “Pabbi, líttu á.” Mr. Gibbes, sem sat í hægindastólnum fyrir framan eldinn, leit í áttina, sem sonur hans benti, og þrátt fyrir regnið gat hann eygt tvö skip, sem hratt, en hljóðlega komu upp fljótið. Hann sá líka flaggið sem þau veifuðu. Hann reis með erfiðleikum upp úr stólnum og staul- aðist yfir að glugganum til að geta séð betur. Það var ameríska flaggið. Skipin höfðu að líkindum komið svo hljóðlega að óvinirnir höfðu ekki veitt þeim eftirtekt. Allir sem í lestrarstof- unni voru horfðu þegjandi á skipin, þar sem þau liðu áfram í rökkrinu. “Börn,” sagði Mr. Gibbes, “eg hugsa að alt verði kyrt til morguns. Það er orðið of dimt fyrir hermennina til aS geta séð skipin, og okkar menn munu varla byrja skothrið fyr en birtir af degi.” Þetta hughreysti börnin svo þau urðu nú róleg. Jafnvel meðal þjónanna var ekkert uppþot eftir að þeir voru bún- ir að átta sig. “Það verður alt rólegt í nótt, það er svo dimt, eg er svo glaður að kofinn minn er á hinum enda landeignarinnar,” sagði Jerry frændi um leið og hann flýtti sér aö ljúka við störf sín, og sneri heim til kofa síns, sem var eina mílu í burtu. Alt i einu var næturkyrðin rofin er hvert byssuskotið eftir annað reið af. Nýlendumenn voru að skjóta á óvinaher- inn. Skotin urðu æ ákafari og færðust nær húsinu. Nú fór kúla fram hjá glugg- anum og önnur hitti veggsvalirnar. Mr. Gibbes hafði skipað svo fyrir að allir þjónarnir kæmu inn í lestrarstofuna, og ekki leið á löngu þar til þeir voru þar allir saman. Börnin stóðu í kring stein- þegjandi til að geta heyrt hvert orð. Mrs. Qibbes stóð við eldinn, föl, en róleg. Húsbóndinn talaði skýrt og alvarlega, er hann sagði: “Það er ástæðúlaust að stofna lífi sínu í hættu með því að vera hér kyr. Kofar þjónanna eru eina mílu í burtu og Eplahæð skýlir þeim. Vér skul- um strax fara þangað. Jósía, þú tekur Ivatrínu litlu, Lester, þú getur borið Tim, Bridget, þú kemur með Bessie o. s. frv. þángað til hann hafði falið þjónunum öll börnin til að koma þeim undan, svo bætti hann við: “Verið þið öll við bakdyrnar eftir 5 mínútur.” Skothríðin hélt áfram og það var nóg hvöt fyrir alla til að læðast út úr hús- inu. Hjartað í Mariönnu barðist ákafar en nokkru sinni fyr. Dimman, kuldinn, regnið, hávaðinn af skothríðinni, og þögn fólksins hafði undarleg og skelfandi áhrif á tilfinningar hennar. Allir skunduðu niður hinn krókótta stíg. Leiðsögumaður

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.