Stjarnan - 01.11.1933, Side 8

Stjarnan - 01.11.1933, Side 8
i68 STJARNAN “Herra minn, lofaðu mér inn, þetta er heimili mitt.” “Farðu strax þangaÖ sem þú komst frá, þetta er ekkert pláss fyrir börn.” “Eg er þrettán ára gömul, herra minn,” svaraði hún alvarlega. “Eg skipa þér að fara.” “Eg vérÖ að komast inn, viÖ gleymdum nokkru. Eg sný ekki aftur án hans.” “Hverju gleymduÖ þið?” Hann fór nú að verða forvitinn. “Það er lítill drengur. Hann er ekki bróðir minn, en hann er svo elskulegur. Hann er aleinn uppi á lofti. Eg verð að ná honum. Ó, leyfðu mér það.” Mál- rómur hennar var nú svo blíður og biðj- andi. “Flýttu þér þá, mér er ekki leyft að sleppa neinum fram hjá.” Hún lét ekki segja sér tvisvar. Það var myrkur í húsinu, hún varð að þreifa fyrir sér til að komast áfram. Alt sýndist svo ónáttúrlegt. Einu sinni datt hún um stól og rak upp lágt hljóð. Það kom svo óvörum. “Eg vissi ekki að barnaherbergið var svo langt frá framdyrunum,” sagði hún við sjálfa sig, þegar hún loksins lauk upp dyrum þess uppi á þriðja lofti. Hún stóð kyr augnablik, já, hún heyrði andardráttinn. Svo fór hún yfir að ruggunni og lyfti honum gætilega upp og vafði hann innan í ullarteppi. “Ó, Fen- wick, eg vildi þú vaknaðir ekki,” hvíslaði hún. “Nú hefi eg náð þér, og eg sleppi þér ekki,” sagði hún um leið og hún fór með hann niður stigann. Fyrir utan dyrnar mætti hún verðinum aftur. Meðan hún var inni í húsinu hafði hann hugsað'—hugsað um hættuna sem barnið hafði stofnað sér í til þess að bjarga öðrum. “Barn,” sagði hann, “flýttu þér í burtu sem bezt þú getur, fyrri hluti leiðar þinn- ar er mjög hættulegur, það er alt af ver- ið að skjóta.” “Innilega þökk fyrir, herra minn. Eg skal hlaupa,” svaraði hún og bætti svo við hikandi: “Komdu að heimsækja okkur þegar alt er yfir.” “Blessuð litla stúlka—” En hún var farin og heyrði ekki meira. Varðmaðurinn hafði rétt fyrir sér. Eleiri skifti þaut byssukúla fram hjá. Ein fór skamt frá eyra hennar. Vegurinn var ógreiður, barniö vaknaði við hristinginn og fór að gráta. Hún reyndi að þagga niður í honum, en hann vildi ekki hætta. Þegar hún hægði dáiítið á sér talaði hún við hann og sagði: “Fenwick, þú ert hjá mér, og bráðum komum við til mömmu. Þegar hann heyrði nafn sitt og þekti málróminn varð hann smámsaman ró- legur og hallaði sér upp að henni. Míla er langur vegur til að bera ársgamalt barn í fanginu, því fremur þegar vegur- inn er myrkur, votur og leirugur. En hún komst áfram að lokum aðfram komin af þreytu. Barninu var hjúkrað og móð- irin tók Maríönnu í faðm sér. “Eg er svo glöð,” sagði hún, er hún sá brosandi litla Fenwick, sem hún hafði borið alla þessa leið. En hún skildi ekki hvað faðir hennar meinti er hann sagði: “Kærleikurinn sigrar alt.” í sjónum við vesturströnd Noregs vex þarategund, sem hefir meira næringargildi sem skepnufóður heldur en korntegundir sem vaxa á vel ræktuðum akri. Hann þroskast tvisvar á ári, og það sem rekur á land upp árlega nemur 400,000 skip- pundum eftir að það er orðið þurt. Þari þessi er mest notaður til áburðar og eldsneytis. Menn skilja enn þá ekki til fulls hve ágætur hann er til fóðurs. Sagt er að skuldir borgarinnar Oslo í Noregi nemi 298,000,000 króna. Eign- irnar er álitið, að hafi á síðustu 12 árum fallið niður úr 2.3 biljónum niður i 1.46 biljónir, og tekjurnar hafa minkað meir en til helminga.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.