Stjarnan - 01.11.1933, Síða 16

Stjarnan - 01.11.1933, Síða 16
Skipátjórinn og Biblían Sönn saga er sögð af skipstjóra nokkrum, sem tók þátt í þrælastríðinu í Banclaríkjunum og sigldi um mörg höf heimsins eftir það. Hann hafði aldrei beinlínis komið undir áhrif kristindómsins, heldur verið með harðsnúnum siglinga- mönnum alla sína æfi, tekið þátt í mörgum blóðugum sjóorustum og verið vottur að mörgum hryðjuverkum. Hann hafði þessvegna aldrei kært sig um kristindóm, engan tíma haft til að lesa Biblíuna og enga trú á Guð. Eftir marga ára siglingu um reginhöfin varð þessi aldraði og lúni sjógarpur að hætta að fara í langferðir, og eins og margir aðrir siglingamenn fór hann á sjómannahæli til þess að bíða sólseturs þar. Presturinn á hælinu reyndi árangurslaust oftar en einu sinni að koma þess- um aldraða vantrúarmanni til að lesa Biblíuna. Að lokum skoraði presturinn á hann að hann að minsta kosti læsi Jóhannesar guðspjallið og ef hann svo fyndi nokkuð, sem honum væri ómögulegt að trúa, þá að merkja þann ritningarstað með rauðum blýanti. Þessi aldraði skipstjóri hafði barist við óveður og ósjó á reginhöfunum, en þetta var viðfangsefni sem hann aldrei hafði fengist við. Efasemdin lýsti út úr augum hans og bros lék á vörunum, sem sýndi að hann hafði í huga að ganga sigri hrósandi af hólmi. Það var enginn vafi á því að hann myndi sýna prestinum vel merkta bók eftir fárra daga lestur. Hvern dag þegar presturinn var á gangi um hælið kom hann að dyrum skipstjórans til að vita hvort hann væri búinn að merkja nokkuð í Ritningunni, en aldrei fann hann eina einustu rauða linu. Skipstjórinn brosti ætíð þegar klerkur- inn kom til að vitja hans, en aldrei gat prestur fengið svar af vörum hans. Vika leið og einn morgun þegar presturinn kom að dyrum skipstjórans fann hann gamla manninn dauðan í rúminu, en Biblían lá opin hjá honum. En hvar voru rauðu merkin að finna? Þau voru hvergi nokkursstaðar að sjá í tveimur fyrri kapítulum Jóhannesar guðspjallsins, en sextánda versið í þriðja kapítulanum var vel merkt: “Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft lif.” Á röndina hafði hann með skjálfandi hendi skrifað eftirfarandi orð: Eg hefi varpað akkeri mínu á öruggri höfn, Guði sé þökk.” Eins og margir aðrir, sem aldrei hafa lesið Ritninguna, efaðist þessi aldraði skipstjóri; en hann las ekki mjög mikið í Biblíunni þangað til að ljósið rann upp í sál hans og myrkrið hvarf. Ó, að menn vildu lesa bók bókanna og breyta eftir henni, þá mundu allar efasemdir hverfa eins og dögg fyrir sól.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.