Stjarnan - 01.11.1934, Síða 6

Stjarnan - 01.11.1934, Síða 6
Enginn gat taliÖ hann af því a'8 fara, satt að segja reyndu þeir ekki mikið til þess, því þeir sáu hvað Walter leið illa. En enginn þeirra var nógu hugrakkur til aÖ bjóða honum fylgd sína. Það var farið að skyggja þegar hann lagði af stað. Skógurinn var dimmur, en Lynn var kunnugur þessum slóðum og hóf göngu sína ákveðinn og óhræddur. Það var mesta furða hve fljótt honum skilaði áfram. Nú heyrði hann þrusk, eins og grein "brotn- aði.kippkorn til hægri handar. Nokkrum augnablikum seinna heyrði hann samskonar hljóð, en nú beint framundan sér. Honum brá viÖ, en hann hraðaÖi sér sem mest hann mátti. A8 vörmu spori heyrði hann sama hljóðið til vinstri handar, svo hann sannfærðist um að tilgáta hans var á rökum bygð. Fjallaljón var á eftir honum. Hann bað til Guðs í lágum hljóðum um varðveizlu frá hættunni, svo hann gæti útveg- að hjálp fyrir Walter. Svo flýtti hann sér enn meir, en þorði þó,ekki að hlaupa. Hann heyrði á hljóðinu að ljónið var að læðast kring- um hann í stórum hring. Þaö var full míla ennþá til kofa skógarvarðarins. Gat hann náÖ þangað? Ljónið hélt áfram og gjörði hvern hring sem það fór minni og minni. Lynn hrað- aði göngu sinni sem mest hann mátti. Hann þurfi að komast áfram áður en ljónið kæmi svo nálægt að það gæti stokkið á hann. Hann var orðinn hræddur, ákaflega hræddur, og baö án afláts. Hann skildi vel aÖ hann gat ekkert gjört, og reiddi sig algjörlega á sinn himneska föður. Lynn fanst vegurinn langur; Viann gat enn- þá ekki séð ljósið í kofanum, sem þó hlaut aÖ vera nálægt. Alt var dimt umhverfis. Svo heyrði hann fótatak ljónsins mjög skamt í burtu, og mátti búast við að það réðist á hann hvenær sem var. Hann bjóst við að taka á móti því, en rétt í þessum svifum koin hann inn á skóglausan blett, og sá ljósið í kofa varð- 'irins aðeins fáa faðma fyrir framan sig. Hann var úr allri hættu. Hann hljóp á dyrnar og ruddist inn. Skógarvörðurinn stóð upp í skyndi forviða yfir hinni óvæntu heimsókn, en áður en hann gat orði upp komið hafði Lynn fallið á kné til að þakka Guði og vegsama hann fyrir varð- veizluna. Þegar hann hafði lokið bæn sinni sagði hann frá slvsinu og vildi tafarlaust síma eftir hjálp, áður en hann segði frá ferð sinni og hættunni, sem hann var frelsaður frá. Skógarvörðurinn gat varla trúað sögu hans. “Eg skil ekkert í hvers vegna ljóniÖ fylgdi þér svo lengi og lét þig svo sleppa,” sagði hann, “þú ert sannarlega heppinn að vera lifandi.” “Guð hélt ljóninu í skefjum,” svaraöi Lynn með lotningu. “Það gat ekki ráðist á mig af því Guð leyfði það ekki. Eg er lifandi af því Guð vildi eg lifði.” Tveimur vikum seinna lá Walter i hengi- rúmi undir trjánum rétt hjá heimili Lynns. Fótur hans var í steypu, en á góðum batavegi. Þegar “sveitagræninginn” kom út til hans leit hann upp, og sagði mjög alvörugefinn: “I,ynn, eg mun aldrei gleyma hvað þú hef- ir gjört fyrir mig1—og það eftir framkomu mína við þig. Læknirinn segir eg megi fara heim eftir viku. Strax þegar eg fer að geta gengið við hækjur þá langar mig til að þú kornir að heimsækja mig. Faðir minn er hrif- inn af þér, hitt fólkið mitt langar til aÖ kynnast þér líka. Eg get varla beðið eftir þeirri á- nægju að kynna þeirn félaga minn, sem ekki er hræddur—við neitt.” y. i. Verndarengill barnanna Skamt frá Lissabon voru 5 börn nýlega varðveitt frá slysum á undraverðan hátt. Hrað- lestin, sem átti að koma til Lissabon kl. 8 var á fullri ferð, en rétt í því hún nálgaðist skarpa bugðu á brautinni, var kipt í viðlaga streng- inn, sem notaður er aðeins þegar bráð hætta er á ferðum. Lestin stöðvaðist strax rétt við beygjuna á járnbrautinni. Hér um bil 7 faðma frá frcmsta vagninum voru 5 börn frá 3 til 6 ára að aldri að leika sér. Þau sátu á brautar- teinunum og voru að kasta bolta á milli sín. Hefði viðlagastrengurinn ekki verið notaður og lestin þannig stöðvuð, þá hefðu börnin öll farist. En nú kom í ljós hið undraverða við björgunina. Hver hafði gefið merkið um að stöðva lestina? Enginn gaf sig fram. Fyrst eftir nákvæma rannsókn fundu menn, aÖ kaup- rnaður frá Madrid hafði gjort það í ósjálfræðis geÖveikiskasti. Hann hafði þegar tvisvar veriÖ á geðveikra hæli. Um engla Guðs er sagt: “Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, sem sendir eru í þeirra þarfir, sem eiga sáluhjálpina að erfa.” n.s.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.