Stjarnan - 01.11.1934, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.11.1934, Blaðsíða 7
Það sem aldrei gleymiál Nú virðist sem veturinn sé genginn í garíi. Hér er alt hvítt aí snjó. Eg minnist með gleði og þakklæti hins liðna sumars. Heilsan var góð og Drottinn blessaði starf mitt. Eitt af >ví sem eg mun aldrei gleyma er sá bróðurhugur og það kærleiksþel, er eg mætti hvarvetna sem eg ferðaðist meSal landa minna um íslenzku nýlendurnar. Gest- risni og göfuglyndi er samgróið eðli þeirra, bæði eg og “Litli Gráni”, reiðhesturinn minn, fengum að njóta þess í fylsta mæli. Mér var alstaðar tekið eins og eg kæmi til systkina minna og vina, og vil eg nú nota þetta tæki- færi tii að senda kveðju mína og hjartans þakk- læti til yðar allra, kæru vinir, fyrir margvís- lega hjálp og góðvild yðar og allan vinarhug mér auðsýndan. Blessun Drottins hvíli yfir yður. Lundar 26. sept., 1934. N. Johnson. Stofnun einvelda í Evrópu Nú eru þau orðin 10 einveldisríkin í Evrópu, stofnuð sem hér segir: 1922—ítalía. Mussolini, einvaldur. 1922—Tyrkland. Mustafa Kemal stjórn- andi. 1926—Pólland. Pilsudski, einvaldur. 1926—Rússland. Stahlin kom þar á stofn einveldinu. 1926-—Portúgal. Carmona, einvaldur. 1929—Júgóslavía. Alexander konungur tók sér einveldi. '1933—Þýzkaland. Hitler í broddi fylking- ar. 1933— Austurríki. Dollfuss kom> einveldi þar á. :934—Lettland hefir afnumið þjóðstiórn- ina. 1934— Búlgaría hefir rétt nýlega fylt hóp einveldanna. Þetta stutta yfirlit sýnir óvænta breytingu á stjórnmálum þjóðanna frá þvi sem var fyrir nokkrum árum síðan. Á stríðstímanum var áhuginn mestur fyrir því að tryggja lýðsjtórn fyrir þjóðirnar. Nú geta menn fyrst séð af- leiðingar alheims stríðsins. Vér ætluSum að tryggja lýðstjórn en fengum einveldi. E. S. Endurkoma Kriáls Enok spáði um> endurkomu Krists. Hann lifði í voninni um hinn dýrðlega dag, þegar alt verður eins og það var í öndverðu, þegar Guð leit yfir alt, sem hann hafði gjört og sjá, það var harla gott. Enok gekk með Guði í 300 ár, þá var hann undirbúinn og verðugur að innganga í himna- ríki, svo Guð tók hann til síu. Þannig verða einnig nokkrir reiöubúnir þegar Guðs sonur kemur í dýrð sinni til að samansafna sínum útvöldu sem vænta hans. Þeir munu, eins og Enok, verða teknir til himna án þess að smakka dauðann. Sælir eru þeir, sem finnast þess verðugir. Þá verÖur kallað til þeirra, sem í Drotni eru burtsofnaðir: Vaknið upp, þér sem sofið í duftinu. Enginn þeirra mun gleymast. Sum ir voru brendir á báli og ösku þeirra kastað í fljótið. En þeir munu upprísa óforgengilegir Ó, hvílik fagnaðar von. Hver getur annnað en þráð þann dýrðlega dag? “Já, kom herra, Jesús.” Þau orð hljóma enn í dag, og vér höf- um sannarlega ástæðu til að þrá komu hans, því núverandi ástand í heiminum er slíkt, að alt, sem spáð er um að fram koma muni áður en Jesús kemur, getur komið fram á örstuttum tíma. “Öll skepnan stynur og hefir fæðingar hríðir alt til þessa.” Róm. 8:22. Vonin um endurkomu frelsarans er því mjög dýrmæt hjörtum trúaðra. L. H. Inngöngur skilyrðin Trú og afturhvarf, með öðrum orðum end- urfæðing er samkvæmt Ritningunni alveg nauð. synlegt til þess að fá inngöngu í Guðs ríki. Matt. 18:3; Jóh. 3:3-5. Þegar maðurinn hefir öðlast slíka reynslu, þá er næsta sporið að verða skírður, og við skírnina er tengt ioforð- ið um gjöf Heilags Anda. Post. 2.38. Jesús er vor fyrirmynd. Matt. 3:13-17. Þeir sem tóku á móti orðinu voru skírðir. 0 “Vér erum greftraðir með Kristi fyrir skírnina til dauðans, svo að eins og Kristur uppreis frá dauðum fyrir dýrð Föðursins, svo eigum vér einnig að ganga í endurnýjungu lífs- ins.” Róm. 6:4-8. Þannig gjörum vér sátt- mála góðrar samvizku við Guð, fyrir forþén-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.