Stjarnan - 01.01.1935, Side 1

Stjarnan - 01.01.1935, Side 1
STJARNAN JANÚAR, 1935 LUNDAR, MAN. Gleðilégt nýár—eilífur fögnuður Þegar Jesus kemur, þá munum vér öll GuSs börn, mæta honum í skýjunum, sem dó fyrir vorar syndir. Vér vert5um ummyndaÖir eftir hans mynd, eins og Jóhannes postuli segir: “Vér munum verÖa honum líkir, því vér mun- um sjá hann eins og hann er,” eða eins og postulinn kemst a8 orÖi á öðrum staÖ: “Vor borgararéttur er á himni, hvaðan vér væntum lausnarans, drottins Jesú Krists, sem mun ummynda líkama vorrar lægingar, svo að hann verði líkur hans dýrðarlíkama eftir þeim krafti, sem hann hefir til aS leggja alt undir sig.” Fil. 3:20,21. Þessi breyting verður undirbúningur vor til þess að sjá föður vorn á himnum, hann, sem l)ýr í þvi ljósi, sem enginn fær til komist, sem enginn maður í sínu jarðneska dauðlega á- standi getur séð. Frammi fyrir honum munum vér standa á þeirn degi, ekki eins og afbrota- rnenn frammi fyrir dómara sínum, heldur eins og börn frammi fyrir elskandi föður. Jesús vor eldri bróðir mun leiða oss fram fyrir föðurinn og alla englana og segja: “Sjá hér er eg og þau börn, sem Guð hefir gefið mér.” Hann fyrirverður sig ekki að kalla þá bræður, því hann segir: “Eg vil kunngjöra þitt nafn bræðrum mínum, mitt í söfnuðinum mun eg syngja þér lof.” Ó, hvílík samkoma. Englar og frelsaðir menn standa frammi fyrir hásæti Guðs hins alvalda, klæddir hinum dýrðlega skrúða rétt- lætisins og ódauðleikans, veifandi pálmaviðar- greinum til merkis um að sigurinn er unninn, kallandi með hárri röddu segjandi: “Hjálp- ræðið tilheyrir vorum Guði, sem í hásætinu situr og lambinu. Og sérhver lifandi vera í al- heiminum tekur undir og segir: “Þeim, sem í hásætinu situr og lambinu, séu þakkir og heið- ur og kraftur um aldir alda.” 5. /. Þegar Jesús kemur Sumir virðast ekki skilja þann áhuga, sem rnargir kristnir menn hafa fyrir endurkomu frelsarans. En hví skyldum vér ekki bíða komu hans með innilegri þrá_, fyrst koma hans þýðir endurfund hinna aðskildu, ódauðleik handa dauðlegum, heilbrigði handa sjúkum, heimili handa heimilislausum, gnægð gæða handa fá- tæklingum, brauð handa hungruðum, vatn handa þyrstum, sýn handa blindum, heyrn handa daufum, mál handa mállausum, kraft handa veikum, æsku handa öldruðum, frelsi handa bundnum, gleðinnar viðsmjör handa niðurlútum, frið handa friðlausum, hvíld handa þreyttum, gleði handa syrgjendum, söng handa þeim andvarpandi, samvist heilagra þeim, sem voru einir, hallir í stað hreysa, kórónu í stað kross, ljós í stað myrkurs, vísdóm í stað van- þekkingar, samhljóðun í stað stríðs, og eilífan arf í Guðs ríki handa öllum Guðs útvöldu. “Fyrir því, elskanlegir, með því þér eigið á þvíliku von, þá stundið í friSi, án flekkja og lýta fyrir honum fundnir verða.” 2. Pét. 3:14. X.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.