Stjarnan - 01.01.1935, Síða 5
STJARNAN
5
GuÖ innblés hana til a8 skrifa, talar ennþá til
vor, ]?ótt hún hvíli í duftinu.
Vér megum ekki gleyma því aÖ Guð stjórn-
ar orðum vorum, ef vér aðeins leyfum honum
þaÖ. Vér ættum að setja oss hátt takmark
þegar vér hugsum um lífsstarf vort, en öll vor
áform ættu að vera lögð að fótum vors himn-
eska föður með þessari bæn: “Verði þinn vilji.’’
Hann sér endann frá byrjuninni, og mun leiða
oss þegar hans tími kemur þann veg, sem hann
hefir valið fyrir oss, því hann segir: “Þér
hafið ekki útvalið mig heldur hefi eg útvalið
yður, til þess að þér farið og berið ávöxt.”
Þegar hann kallar: “Fylg’ þú mér,” þá
þurfum vér að vera reiðubúnir og fúsir að
fylgja honum, Kall hans leiðir oss ef til vill
yfir hafið, eSa það krefur af oss að sitja kyrr-
ir heima og vitna um Krist. Ef til vill erum
vér kallaðir út úr afkimanum til að stunda
opinber störf, eða burt frá augum fjöldans
þangað sem vor gætir lítið.
Guð kallaði Abraham og bauð honum að
fara til lands, sem hann þekti ekki. Hann'
hlýddi Guði og fékk uppfylt loforðið, sem Guð
gaf honum að gjöra hann að mikilli þjóð. Guð
kallar ekki alla til að verða heiðingjatrúboða.
Ef til vill ætlar hann mér og þér að vera heima
og sýna trúmensku vora í því að leysa vel af
hendi skyldustörf vor dag frá degi. Eins og
hebresku foreldrarnir, sem höfðu þann heiður
að ala upp leiðtoga ísraelsmanna, eða Dorcas,
sem saumaði fyrir fátæklingana, eða Aron og
Húr, sem héldu uppi höndum Móses—þannig
getum vér verið kallaðir til að inna af hendi
mjög lítilsháttar en um leið áríðandi starf.
En spurningin — hvað er mitt sérstaka
starf ? er ef til vill ekki ennþá skýrt fyrir oss,
því Guð hefir ekki kallað oss eins og Móses
frá brennandi þyrnirunni, eða eins og Sál frá
Tarsus þegar hann fékk sýnina á leiðinni til
Damaskus. Hvernig getum vér þá vitað hvaða
starfssvið Guð hefir valið fyrir oss?
Jakob postuli gefur oss þetta ráð: “En
vanti einhvern yðar vizku, þá biðji hann Gu5,
sem öllum gefur eftirtölulaust og án bríxlyrða
og mun hún honum gefast.” Og hinn vitri
segir: Treystu Drotni af öllu hjarta, en reiddu
þig elcki a eigið hyggjuvit, mundu til hans á
öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra þina
stigu slétta.” En dýrmætast af öllum loforð-
unum er þetta: “Eg vil kenna þér og fræða
þig um þann veg, er þú átt að ganga, eg vil
kenna þér ráð, hafa augun á þér.” Vér getum
beðið vorn himneska föður, og hann mun leiða
oss hinn rétta veg, einmitt þann veg, sem hann
vill vér göngum.
Já, Guð hefir ákveöið starf handa hverjum
manni. Ef vér treystum, hlýðum og fylgjum
honum fúslega, og biðjum hann um leiðbein-
ingu, þá mun hann gjöra oss ljóst hvað hann
vill að vér skulum gjöra.
S\ E. P.
Kœrleiksverk
Móðir með barn í fanginu var á gangi á
aðalbrautinni í Wales, 5 börn fylgdu henni
fótgangandi. Hún ætlaði með börnin til
Lundúnaborgar.
Maður nokkur kom keyrandi einsamall í
bíl. liann staðnæmdist til að spyrja ferða-
fólkið hvert það ætlaði að fara, og heyrði þá
hin undraverðu áform móðurinnar.
Faðir barnanna hafði farið til Lundúna til
að leita sér atvinnu. Hún hafði ekki peninga
til að kaupa far fyrir sig og börnin á járnbraut-
ínni, svo hún ætlaði að fara með þau fótgang-
andi.
Maðurinn i bílnum vissi betur en þau, aö
það mundi taka marga daga að komast tii
Lundúna. Börnin sýndu að þau þegar voru
orðin sárfætt og þreytt, og móðirin hlaut að
verða uppgefin ef hún átti að bera barnið í
fanginu dag eftir dag. Auk þess rnundi það
verða erfitt með náttstað og mat á þessari
löngu ferð þeirra.
Næsta morgun kl. 3 staðnæmdist bifreiö
fyrir framan hús eitt í Lundúnum, út úr henni
sté þakklát móðir og 6 syf juð börn. Þetta var
heimili móður konunnar með börnin, þar fékk
þetta þreytta ferðafólk frá Wales heimili, hvild
og hressingu.
Svo snéri maðurinn við og ók í skyndi hina
löngu leið til heimilis síns í Wales. Honum
fanst brosið, tárin og þakklætið frá móðurinni
og börnunum væri meir en nóg borgun fyrir
ferðina.
“Hvað þér gjörðuð við einn af þessum
minstu bræðrum mínum, það hafið þér mér
gjört.”
P. S. J.