Stjarnan - 01.01.1935, Side 8
8
STJARNAN
Þeir fengu tvöfalt meira
kaup
Kona nokkur og sonur hennar ásettu sér
aÖ þjóna GuÖi og halda öll hans boðorð.
Sonurinn var 16 ára að aldri. Þegar hann
bað um frí frá vinnu á hvíldardögunum, þá
var honum þverneitaÖ um þaÖ af vinnuveitand-
anum. Kvöldið eftir kom faðirinn heim, og
flutti þær fréttir að sér hefði verið sagt upp
vinnunni með aðeins klukkutíma fyrirfara, og
án þess að hann væri nokkur sök í því. Þetta
var áður en algengt varð að leita hjálpar hjá
stjórnum borga og bæja.
Ó, hve alvarleg þessi reynsla var. Móðir-
in hafði ásett sér að borga tíund í fyrsta skifti
þá vikuna, og fáum dögum eftir að hún hafði
gjört þessa ákvörðun varð henni ljóst að engir
peningar kæmu inn i vikulokin. En svar henn-
ar var af því tagi, sem gefur GuSi tækifæri til
að sýna máit sinn. Hún sagði: “Eg borga tí-
undina engu að síður.”
Handleiðsla Guðs og forsjón hans kotn í
ljós fyr en hin trúaða móðir bjóst við. Næstu
viku á eftir fékk bæði faðirinn og sonur hans
atvinnu, með tvöfalt hærra kaupi heldur en þeir
höfðu áður haft.
Guð veitir ekki ávalt verðlaun trúmensk-
unnar svo fljótt, en aldrei hefir nokkur krist-
inn maöur þurft að iðra þess, að hann borgaði
Drotni það, sem honum ber, tíundina. Fötin
endast lengur og það sem eftir er af pening-
unum endist lengur.
A. IV. I.
Það þarf djörfung til að velja hið rétta, en
það þarf rneira til að mæta afleiðingunum af
röngu vali.
Það þarf djörfung til að hlýða þegar Guð
sýnir manni veginn, en það kostar miklu meira
að rnæta afleiðingum óhlýðninnar.
Það þarf djörfung til aÖ fylgja réttum
grundvallarreglum, þegar maSur mætir hörðum
freistingum, en það þarf meira til að taka af-
leiðingunum af því að hafa yfirgefið veg rétt-
lætisins.
Það þarf djörfung til að neita þeim, sem
þér þykir vænt um, en það þarf miklu meira til
að bera þá byrði að þurfa að búa á ófarsælu
eigin heimili.
STJARNAN kernitr út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Útgeferidur: The Canadian Union Con-
ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg.
Ritstjórn og afgrciðslu annast
MISS S. JOJINSON, Lundar, Man., Can.
Það þarf djörfung til að standa á móti
nautnalyst, en meira þarf til að bera afleið-
ingar ofneyslunnar.
Það þarf djörfung til að viðurkenna rang-
indi, sem maður hefir gjört öðrum, en það
kostar meira að mæta skapara sínum án þess
að hafa viðurkent synd sína.
Það þarf djörfung til að halda Guðs heil-
aga hvíldardag, en það. skal meira til að mæta
afleiðingunum af því að hafa haldið sunnu-
daginn móti betri vitund.
Það þarf djörfung og trú til þess ráðvand-
lega aS borga tíund, en það er léttara heldur
en að þurfa að heyra skapara sinn segja: “Þú
hefir rænt mig.” R. H.
Smávegis
Nú hafa menn flugvélar, sem geta flutt
4,100 pund af sterkustu sprengiefnum.
Aðeins 25 innflytjendur lenda nú daglega
við Ellis eyju, en fyrir 25 árum síðan kornu
daglega 5,000 innflytjendur.
Eftirmaður Alexanders konungs í Júgó-
slavíu er Pétur sonur hans, aðeins 11 ára að
aldri. Hann var kallaður heim frá Englandi
þar sem hann hefir gengið á skóla. Stjórnar-
nefnd ræður ríkjum með honum þar til hann
nær lögaldri.
Jesús bauð mönnum að elska óvini sína.
En vitringar þessa heims álíta það heimsku
og ómöguleika, svo þeir verja offjár til her-
vopna til þess þeir geti drepið óvinina. Þegar
vér athugum það sem Bruce Barton hefir reikn-
að út, að kostnaðurinn við síðasta strrðið, fyrir
alla, sem hlut áttu að máli, hafi numið 20,000
dollurum fyrir hverja klukkustund síðan Jesús
fæddist, þá virðist manni að kenning Krists
hljóti að vera sú bezta.