Stjarnan - 01.01.1935, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.01.1935, Blaðsíða 4
4 STJARNAN Hjúkrunarkonan, sem var vi'ð uppskurð- inn furðaði sig á því að læknirinn var dálítið skjálfhentur, þegar hann tók til starfa, en hún gaf þvi ekki frekari gaum, þar til nokkrum mínútum seinna, að gamli maðurinn var vakn- aður, og hún heyrði læknirinn segja, í því hún gekk fram hjá dyrunum: ‘'Þegar þú verður flutningsfær þá kemur þú og mamma Mason til að búa hjá mér um tíma, þú getur reitt þig á það.” Heimilislausi, svangi drengurinn hafði náð takmarki sínu, og naut nú þeirrar gleði að geta endurgoldið velgjörðaforeldrum sínum. K. Adams. Utvalinn af Guði Eins og byggingameistarinn gjörir áætlun um húsið, sem hann ætlar að byggja, listamað- urinn markar aðaldrættina fyrir málverkiS, og ræðumaðurinn aðalefni ræðu sinnar, þannig hefir Guð sérstaka áætlun, sérstakan tilgang með líf hvers einasta manns. “Því vér erum hans verk, skapaðir í Jesú Kristi til góðra verka, sem Guð hefir fyrir fram tilætlað að vér skyldum stunda.” Enginn hefir ennþá fundið tvö blöð eSa strá alveg eins. Laufin eru ekki eins á neinum tveimur rósum, og ilmur þeirra er einnig mis- munandi. Þannig hefir hver einasti maður sitt einstaklingseðli, og er frábrugðinn öllum öðr- um mannlegum verum i heiminum. Af því vér erum allir ólikir hver öðrum að einhverju leyti, þá höfum vér líka mismunandi hlutverk. Það er sagt að John Bunyan hafi tvisvar verið að því kominn að drukna. Einu sinni lá nærri að hann væri bitinn af eiturpöddu. Maður sem tók pláss hans í hernum var drepinn meö- an hann stóð á verði, en líf Bunyans var náð- arsamlega varðveitt, því Guð hafði verk fyrir hann að vinna. “För Pílagrímsins,” sem hann ritaði er næst Biblíunni hin útbreiddasta bók heimsins, og hefir orðið mörgum til frelsunar. Guð varðveitti á undraverðan hátt líf Móse ]?egar hann var ungbarn, þvi hann hafði á- formað aö láta hann leiða ísraelsmenn út af Egyptalandi. Jósep var á unga aldri seldur í þrældóm af bræðrum sínum, en þetta varð einn þátturinn í áformi Guðs með líf hans; seinna öðlaðist hann auð og heiður og hafði þá gleði að frelsa líf fjölda manna, þar á meðal alla fjölskyldu föður síns, þegar sjö ára hungurs- neyðin gekk yfir Egyptaland. “En þetta voru nú einstakir menn meö sér- stökum hæfileikum,” munt þú segja. Eg skal aðeins svara þessu : Hver einasti maður meðal vor hefir kunningja og vini, fleiri eða færri, sem laðast að oss, og vér höfum áhrif á þá annaðhvort til góðs eða ills. Ef til vill erum vér freistaðir til að láta hugfallast, af því það sýnist svo lítils vert sem vér getum gjört, en vér skulum minnast þess, að Jesús mundi hafa komið til þessarar jarðar, pínst og dáiö smán- arlegum dauða á krossinum, þó það hefði verið til að frelsa aðeins eina einustu sál. Ef lifs- saga vor sýnir að vér höfum leitt eina einustu sál til Krists, og vér stöndum stöðugir til enda, þá mun Jesús segja til vor: “Vel gjört, góði trúlyndi þjónn.” „ Hið atkvæðaminsta líf er dýrmætt i augum Drottins. D. E. Moody ólst upp við mestu fá- tækt. Hann hafði notiS mjög lítillar mentun- ar áður en hann sneri sér til Krists. Þegar hann var 17 ára að aldri gat hann naumast les- ið og skrifað. Einu sinni á sunnudagaskóla fór hann að leita að Jóhannesar guðspjalli i Gatnla Testamentinu. En Guð notaði þennan mann til að leiða 100 miljónir manna til aftur- hvarfs. Hann var án efa hinn mesti prédikari, sem uppi hefir verið. Guð hefir útvalið hina fávísu heimsins svo hinum voldugu gjöröist kinnroði. , Athugum Móses. Hann var svo illa máli farinn að hann áleit sig óhæfan til að leiða ísraelsmenn inn í hið fyrirheitna landið. Hann sagði jafvel við Guð: “Hver er eg að eg fari til fundar við Faraó, og að eg leiði ísraels- menn út af Egyptalandi.” En Guð notaði þennan mann á undraverðan hátt. Vér þurf- um ekki að láta hugfallast þótt vér séutn lítt mentaðir eða veikir, því Guð hefir oft útvalið menn og konur, sem frá mannlegu sjónarmiði voru alveg óhæf til að leysa mikið verk af hendi. Ellen G. White, sem Guð kallaði til að leiða hinn síðasta söfnuð sinn varð fyrir alvar- legu slysi þegar hún var 9 ára, sem hindraöi hana frá að geta notið mentunar, en það sem

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.