Stjarnan - 01.01.1935, Page 3
STJARNAN
3
þar til einu sinni að faðir hans fór a<5 heiman
og kom aldrei aftur. Fréttablaðið hafÖi eitt-
hvaÖ tala.ö um að fjárþröng og sorg hefðu
svift hann vitinu. Góðviljaðir nágrannar
höfðu veitt Georg húsaskjól, föt og fæði í
nærri tvö ár. En nú var hann neyddur til að
sjá um sig sjálfur. Hann sagði þeim lika frá
löngun sinni til að verða læknir, svo hann gæti
hjálpað þeirn sem sjúkir væru, eins og rnóðir
hans hafði ætíð gjört síðan hann fyrst mundi
eftir henni.
Loks sló hún 9, stóra klukkan í ganginum,
og eftir að Mr. Mason hafði haldið kvöld-
bæn, og beðið um varðveizlu Guðs yfir þau og
gestinn, sem hjá þeim var, vísuðu þau Georg til
hvílu.
H’álftíma sleinna litu þau Mr. og Mrs.
Mason inn þangað sem drengurinn lá sofandi.
“Á sama aldri og drengurinn okkar hefði
verið, ef —”, Mr. Mason gat ekki endað setn-
inguna fyrir grátstaf í kverkunum.
“Já,” svaraði kona hans, “15 ára. ó Tom,
eg vildi við gætum haft hann sem okkar eigin.”
Georg var snemma á fótum næsta morgun
til að hjálpa vinum sínum hvað sem hann gæti.
Eftir morgunverð bjóst hann til að fara
“Eg hefi engin orð til að þakka ykkur fyr-
ir hvað þið hafið verið góð við mig,” byrjaði
hann.
“Minstu ekki á það, drengur minn. Mamma
og eg vorum einmitt að tala um að við þyrft-
um ungling til að hjálpa okkur með snúninga,
ef þú vildir vera hjá okkur'eina eða tvær vik-
ur.”
Vikurnar liðu. Georg var hjá þeim í fleiri
ár. Einu sinni á fögru sumarkvöldi þegar
vinnu var lokið og þau sátu öll þrjú úti á vegg-
svölunum til að hlusta á fuglakvakið, þá sagði
Mr. Mason:
“Svo þú ætlar frá okkur á morgun. Það
hryggir okkur að sjá þér á bak, en þú mátt
ekki vanrækja mentun þína.”
“Já,” svaraði Georg, “og það er ykkur að
þakka að eg get notið mentunar. Þið hafið
gjört mikið fyrir mig. Eg veit ekki hvað hefði
orðið um mig hefðuð þið ekki tekið mig. Eg
er miklu betur fær um að mæta hverju, sem er
nú, heldur en þegar eg kom til ykkar. Þið
hafið verið mér eins og faðir og móðir. Eg
vona eg geti einhvern tíma endurgoldið ykk-
ur.”
“Hlustaðu nú á, Georg,” svaraði Mr.
Mason, “þá hefir unnið fyrir hverju einasta
centi sem þú hefir. Eg veit ekki hvernig við
mamma hefðum komist af án þín. Endur-
goldið. Þú hefir þegar gjört það, drengur. Þú
komst og fyltir það pláss, sem drengurinn okk-
ar hafði áður en forsjónin tók hann frá okk-
ur.” Hér hætti samtalið og nóttin breiddi
blæju sína yfir landið.....
Nú skulum vér bregða oss til borgar einnar
og heimsækja skrifstofu læknis nokkurs. Þar
er alt með fullkomnasta útbúnaði og vel urn
gengið. Á dyraspjaldinu stóð nafnið: “Georg
D. Campbell, M.D.” Grannvaxinn, ungur
rnaður situr við borðið, snemma morguns, og
er að lesa. Svo lokar hann bókinni, fellur á
kné nokkrar mínútur við borðið, stendur síðan
upp, gengur yfir að skápnum, hengir jakkann
sinn þar en fer í snjóhvít föt. Nú er hann til-
búinn að byrja á starfi dagsins. Eftir nokkrar
mínútur kom ung stúlka í einkennisbúningi
inn í stofuna.
“Góðan daginn, Dr. Campbell,” sagði hún,
“það er sjúklingur hér úti, sem bíður eftir
þér.” Þannig byrjaði dagurinn.
Upp frá þessu og þar til heimsóknartíminn
var á enda var stöðugur straumur af mönnum
og konum og börnum, sem komu til að finna
lækninn og fá hjálp. Mæður með sjúk börn,
gamalmenni, unglingar, ríkir og fátækir, fólk af
öllum stéttum kom og fór. Og mörgum var
léttara um hjartað þegar þeir fóru heldur en
þegar þeir komu, því Dr. Campbell, sem. var í
stöðugu sambandi við hinn rnikla lækni, reynd-
ist sannur vinur og vitur ráðanautur.
Talsíminn hringdi ákaft, og hj úkrunarkon-
an fór til að svara honum. “Bílslys hefir kom-
ið fyrir, þeir vilja fá þig undir eins yfir á
sjúkrahúsið.”
Dr. Campbell var út úr dyrunum óðar en
hún hafði slept orðinu. Nokkrum mínútum
seinna var hann við uppskurðarborðið að rann-
saka manninn, sem hafði orðið fyrir slysinu.
Það varð að skera hann upp undir eins, ef
nokkur von væri um að frelsa líf hans og það
var tvísýnt, jafnvel þó hann yrði skorinn upp.
Læknirinn leit á andlit sjúklingsins um leið
og hjúkrunarkonan lagði svefngrímuna yfir
það.
Hann gaf frá sér lágt undrunaróp og spurði
hvað maðurinn héti.
“Eg held það sé Thomas Mason á nafn-
spjaldinu, sem sent var inn á skrifstofuna,”
svaraði aðstoðarmaður hans.