Stjarnan - 01.11.1935, Blaðsíða 6
94
STJARNAN
Cynthia var svo barnslega áhugasöm. “Eg
ætla aÖ láta utan um hana svo þaÖ snjói ekki á
hana.”
Kenneth brosti glaÖlega. Þakklætishátíðin
var ánægjuleg eftir alt saman. Hann hnepti
vandlega að sér slitnu kápunni sinni og tók
skorpusteikina yfir. Þegar hann komst áfram
hringdi hann dyrabjöllunni, og Rósa litla kom
til dyranna.
“Gjörðu svo vel að koma inn Mr. Pratt,
eg skal kalla á mömmu,” sagði litla stúlkan.
Kenneth gekk inn og honum fanst til um hve
fátæklegt var þar inni. Hann og Cynthia voru
rík í samanburði við þetta fólk. Ekki svo mik_
ið sem stóll var í litla herberginu, engin teppi á
gólfinu og engar myndir á veggjunum.
“Góðan daginn, Mr. Pratt. Hvernig líður
ykkur? Að þú skulir koma yfir í þessum snjó,
ósköp varstu vænn.” Það var enginn efi á því
að Mrs. Dennis var glöð yfir heimsókninni.
Kenneth sagði frá erindi sínu og afhenti
skorpusteikina; hann sagði að þau hefði langað
til að nota þakklætishátíðar forskriftina líka. J
“Guð blessi þig, sonur, Guð blessi þig,”
svaraði ekkjan og augu hennar fyltust tárum.
“Þú vekur hjá mér löngun til að nota forskrift-
ina líka. Rósa litla, komdu. Taktu smákök-
urnar, sem við ætluðum að geyma til morguns,
vefðu þær innan í hreinan pappír og farðu með
þær til móðurlaúsu litlu Sally, sem býr hjá
gömlu Miss Beetle. Fyrirgefðu Mr. Pratt, að
eg greip fram í fyrir þér. Heilsaðu elskulegu
litlu konunni þinni frá mér og segðu henni að
ekki skuli verða moli eftir skilinn af skorpu-
steikinni hennar.”
“Jú, mamma,” æpti litli Jake, kryplingur-
inn, þar sem hann lá á bedda úti í horni. “Eg
ætla að geyma nokkuð af því sem eg fæ og
gefa litlu fuglunum það á þakklætishátíðinni.” •?
R. H.
Hugsið eftir því
Dagarnir eru farnir að styttast, bráðum
koma jólin, svo fer daginn að lengja aftur, og
þá getum við farið að hlakka til vorsins. En
hvað er að hlakka til eins og útlitið er í heim-
inum nú? Þeir, sem þekkja Guðs orð, trúa
því og hlýða, hafa sérstaka ástæðu til að gleðj_
ast yfir því að lausnarstund þeirra er í nánd.
Jesús lýsti mjög berlega ástandi því er verða
mundi í heiminum rétt áður en hann kemur
aftur er hann segir: “Ein þjóð mun rísa upp
gegn annari, og eitt ríki gegn öðru. Þá munu
á ýmsum stöðum verða miklir landskjálftar,
hallæri og drepsóttir, þá munu sjást ógurlegir
fyrirburðir og tákn mikil á himnum . . . . sjór
og haf mun þá þjóta, menn munu þá deyja af
angistarfullri eftirvæntingu þess, er yfir allan
heiminn mun koma, því kraftar himnana munu
hrærast. Og þá munu menn sjá mannsins son
komandi á skýjunum með makt og mikilli
dýrð.” Lúk. 21 :io, 11, 26, 27. Svo bætir Jesús
við þessari setningu, sem hrekur allan ótta og
kvíða burt f rá Guðs sönnu börnum: “En þegar
þetta tekur til að koma fram, þá lítið upp og
upphefjið yðar höfuð, því að lausn yðar er í
nánd.” 28. vers.
Vantrúaðir menn, engu síður en hinir trú-
uðu, sjá að núverandi ástand heimsins er slíkt,
að til vandræða horfir. Góðir menn hafa gjört
sitt bezta til að stilla til friðar og hindra stríð
milli þjóðanna, en enginn mannlegur kraftur
megnar að greiða flækjuna, eða bæta úr böli
heimsins. Fjöldi manna býst við endi siðmenn-
ingarinnar og endi heimsins, sem afleiðing af
næsta stríði. Menn í ýmsum kirkjudeildum
kannast við og prédika bráða endurkomu
Krists. Það er lífsnauðsyn að vita að Jesús
kemur bráðum en samtímis þurfum vér að
minnast þess að hinar fávísu meyjar, sem Jesús
talar um í dæmisögunni í Matt. 25. kap. Þær
væntu líka brúðgumans og meira að segja, þær
fóru út til að mæta honum, en þrátt fyrir það
voru þær ekki viðbúnar að ganga inn með hon-
um til brúðkaupsins.
Til þess að geta fagnað Jesú þegar hann *
kemur í dýrð sinni, þá þurfum vér hér að fá '*
syndir vorar fyrirgefnar fyrir sanna iðrun og
lifandi trú á Krist. Vér þurfum að öðlast kraft
hans til að lifa hér, og nú í samræmi við Guðs
heilaga vilja, hans óuinbreytanlega lögmál, því
Jesús segir oss berlega, að “Ekki rnunu allir
þeir, sem til mín segja, herra herra, koma í
himnaríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja
míns himneska föður.”
Ert þú viðbúinn að mæta Jesú? Gjörir þú
vilja föðursins? Heldur þú Guðs heilaga
hvíldardag? Porðast þú að leggja Guðs nafn
við hégóma? Leitast þú við í öllum greinum
að laga líf þitt eftir Guðs boðorðum og dæmi
frelsara vors Jesú Krists? Sælir eru þeir sem
það gjöra.
S. Johnson.