Stjarnan - 01.11.1935, Qupperneq 8
96
STJARNAN
saman höndunum af gleÖi og sagÖi: “Mamma,
GuÖ skar ekki sneiÖ af handa okkur, hann
sendi heilt brauð.”
E. S.
STJARNAN
Stjarna himins brosir blítt
Björt um dimmar nætur,
Til vor allra talar hýtt
Tign GuÖ-s skína lætur.
Allra heima herra trúr
Hörmum vorum léttir;
Náðarinnar nægtabúr
Nærir allar stéttir.
M. Ingimarsson.
Smávegis
Bandaríkjastjórnin eyðir 29 miljón dollur-
um á dag.
Skamt frá Mont Blanc í Alpafjöllunum
stendur hin hæsta myndastytta sem til er í
Evrópu. Það er Kristsmynd 86 fet á hæð.
Hún var fullgjör fyrir nokkrum mánuðum síð_
an.
í Topeka, Kansas er skemtigarður með
15,000 rósarunnum, sem tekur yfir níu ekrur
af landi. Hann er vel uppljómaður með ljós-
um og er opinn fyrir almenning bæði nótt og
dag. í öllum garðinu er aðeins eitt skilti eða
auglýsing. Hún er höggvin í stein yfir inn-
ganginum og hljóðar þannig: “Þeir ráðvöndu
þurfa engan eftirlitsmann.”
Sagt er að 309 manns hafi beðið bana af
bílslysum í sambandi við hátíðahaldið verka-
mannadaginn 2. september. Þar af voru 41 í
Californíu, 24 í Nevv York, 21 í Ulinois, 20 í
Pennsylvaniu, 16 í Missouri og O'hio og 15 í
Michigan, og svo hér og þar annarsstaðar.
Þrír fjórðu hlutar af öllum bréfum, sem
send eru með pósti í heiminum nú á dögurn
eru rituð á ensku. Nálægt því 191 miljón
manna tala nú ensku sem sitt eigið mál.
Árið 1933 framleiddu bændur í Bandaríkj
unum 102,308,000,000 pund af mjólk, en árið
1934 aðeins 98,949,000,000 pund. Samkvæmt
núverandi verði á mjólk, þá er þetta 58,400,-
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Útgefetidur: The Canadian Union Con-
ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg.
Ritstjórn og afgrciðslu annast
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
000 dollara tap fyrir framleiðendurna, án þess
nokkuð tillit sé tekið til þess hve mikið smjör-
gjörðarhús og aðrir milligöngumenn tapa.
B:rúin í dalnum Jasgone, nálægt Kashmir á
Indlandi er búin til úr aðeins þremur köðlum.
Þeir eru fléttaðir úr hazelgreinum, og eru fest-
ir við digra stólpa, sem standa sinn hvoru meg-
in við ána. Einn kaðallinn er til að ganga á
honum en hinir til að halda í sinn með hvorri
hendi. Þeir, sem haldið er í, eru um 4 fetum
hærra uppi heldur en sá, sem gengið er á.
Þessum þrem köðlum er fest saman með 6 feta
millibili, með greinum, sem eru eins og V í
laginu. Brú þessi er ótrúlega traust þótt hún
sýnist svo lítilf jörleg.
Blaðið “Times” í New York getur þess að
nýlega hafi fundist á skjalasafni í Lundúnum
samningur einn, sem settur var til sýnis á
brezka forngripasafnið. Samningur þessi ber
það með sér að John Batman fékk 600,000
ekrur af landi, það sem nú er ríkið Victoria,
hjá frumbyggjum suðaustur Ástralíu, fyrir dá_
lítið af vörum. Það sem hann borgaði fyrir
landið var 20 pör af teppum, 30 axir, 100
hnífar, 50 skæri, 200 vasaklútar, 100 pund af
mjöli og 6 skyrtur.
Kjölurinn hefir nú verið festur i sex
hundraðasta neðansjáfarbátinn hjá Rússum, og
þeir hafa pantað 10 í viðbót.
Kínverska stjórnin óttast ræningja svo hún
vill fá lánað herskip til að flytja hin dýrmætu
listaverk sín á til Englands. Þar á að halda
sýningu á þeim.
Stærsti flutningsvagn heimsins er 65 fet á
lengd, og rennur á 18 hjólum. 1 honum er
skápur fyrir leirtau og baðherbergi. Hann
ferðast milli Damascus á Sýrlandi og Bagdad
í Iraq.