Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 35 Vér þurfum nauðsynlega aÖ senda meiri hjálp til Anam. Þeir verÖa aÖ fá tvo trúboÖa undir eins. FólkiÖ í Anam er það myndarlegasta og framkvæmdarsamasta af kynflokkum þeim, sem búa í franska Indo-Kína. Eftir að boð- skapurinn hefir náð góðri rótfestu þar, mun hann fljótt breiðast út um alt landið.” Hann gat elihi aftrað unga fólkinu. í Suður-Afríku deildinni gengur starfið mjög vel áfram, sem sjá 'má af því, að fyrir 6 árum siðan höfðum vér 10,129 meðlimi, en i lok ársins 1933 höfðum vér 21,140 meðlimi og auk þess 18,069 sem voru að búa sig undir skírn. Elder Wright segir: “Þegar ákvörðun var tekin á haustráðstefn- unni fyrir 4 árum síðan að byrja á mörgum fíeiri stöðum að prédika fagnaðarerindið, þá var enginn i þessari deild fúsari og reiðubúnarí til þess heldur en innlendu prestarnir voru. Þeir höfðu áður unnið með kappi og áhuga, en þegar þeir fengu þessa nýju köllun, þá voru þeir ekki einungis fúsir að fara sjálfir á stað, heldur fengu ýmsa af leikmönnunum til að gjöra hið sama. Unglingar og leikmenn stofn- uðu sjálfboðalið til að fara út og prédika. Árangurinn er sá að þúsundir manna hafa kom- ið með á Bibliulestrana, og margir hafa verið skírðir. Það mun gleðja yður að heyra, að 15,000 manns hafa verið skírðir í Suður-Afríku deildinni þessi síðastliðnu 5 ár. Eg býst við að þegar vér sendum út slikar skýrslur að sumir muni spyrja með sjálfum sér hvort vér tökum fólk inn i söfnuðinn í hópatali. Hvort vér kennum þeim nákvæmlega, og hvort þeir séu reyndir eða prófaðir, Vita þeir hvað þeir eru að gjöra? Standa þeir stöðugir þegnr þeir þurfa að mæta ofsóknum? Halda þeir á- fram að þroskast í kristilegri trú og reyndu eftir að þeir hafa verið í söfnuðinum eitt eða tvö ár? Það gleður mig að geta sagt yður að þetta fólk er alveg eins áreiðanlegt, trúfast og stöðugt í sannleikanum eins og hinir hvítu söfnuðir vorir. í Honum var hótað fangelsi. Þetta ár (1935) Kom maður einn með hóp af fólki sem hélt hvíldardaginn, til að vera á samkomum vorum í Ruanda. Áður en hann fór af stað sagði höfðinginn við hann: “Ef þú ferð á samkomurnar til þessa fólks, þá set eg þig í fangelsi upp á 5 ár.” Gamli maðurinn rétti úr sér og sagði: “Eg ætla að fara á þess. ar samkomur, þegar eg kem aftur getur þú sett mig í fangelsi ef þú vilt, en þú getur ekki tekið trúna á Jesúm Krist burt úr hjarta mínu.” Slíkt svar sýnir að fagnaðarboðskapurinn hrífur hjörtu þessa fólks alveg eins og það hrífur lijörtu vor, sem ef til vill skiljum það betur. C. W. Bozarth sem stendur fyrir starfinu í Congo rikinu segir: “Eg veit ekki hvernig vér eigum að geta svarað allri þeirri beiðni, sem send er inn til vor. Starfsmenn vorir, sjálfboðaliðar unglingafélaganna og leikmenn eru alt af að prédika, vér getum ekki aftrað þeim.” Er það ekki einkennilegt. Safnaðar- fólkið er svo áhugasamt, að ekki er hægt að aftra því frá að prédika. Svo bætir hann við: “Vér höfum ekki getað fjölgað starfsmönnum, en samt hafa 2,000 manns bæst við á Biblíu- lestrana, og ef vér teldum með alla, sem farnir eru að halda hvíldardaginn, þá mundu það vera önnur 2,000 i viðbót. Vér höfum hópa af fólki hér og þar um alt héraðið Ruanda Urundi, sem koma saman reglubundið á hverjum hvíldar- degi. Fólk þetta heldur hvíldardaginn og hlýðir Guðs orði eftir því sem það hefir þekkingu til, oss dettur ekki i hug að reyna að telja hve margir það eru. Eg veit að minsta kosti af 6 slikum söfnuðum. Þeir hafa lært fagnaðar- erindið gegnum prédikun meðlima sjálfboða- liðsins. Þegar vér gátum ekki sent þeim leið- toga þá kusu þeir einn úr sínum hóp fyrir for- mann og halda þannig áfram sem bezt þeit geta. “Eg sagði einu sinni við ungan mann, eftir að hann hafði skýrt mér frá reynslu sinni: "Hvers vegna fer þú út að prédika sem bezt þú getur fyrir þessu fólki sem ekkert veit? Þú fær enga borgun fyrir það. Hvers vegna ertu að því?” Hann leit á mig, lagði höndina á hjartað og sagði nokkuð, sem eg aldrei gleymi: “Ó, kennari, ef þú aðeins vissir hvað gleðiboðskapurinn hefir gjört fyrir mína vesælu spiltu sál, þá gætir þú skilið hvers vegna eg gjöri það. Mér er svo mikið áhugamál að gleðiboðskapurinn gjöri það sama fyrir hjörtu minnar þjóðar, sem hann hefir gjört fyrir mig, svo mitt fólk einnig verði viðbúið að mæta Jesú, þegar hann kemur í dýrð sinni.” Beiðni um að senda kennara kemur úr öllum áttum. Hverju eigum vér að svara öllum þess_ um bænum. Þeir biðja um lífsins brauð. Vér höfum starfsmenn svo tugum skiftir, sem stundað hafa nám á skólum vorum, og eru reiðubúnir að fara hvert sem þeir eru sendir, og nú er rétti tíminn. til að útbreiða og efla starfið. Með Guðs hjálp getum vér gjört

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.