Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.05.1936, Blaðsíða 6
38 STJARNAN “Eg afmái afbrot þín . . . og minnist ekki synda þinna. Svo fulíkomlega er þetta framkvæmt, a'Ö hann lofar að taka steinhjartað úr brjósti voru og gefa oss annað af holdi. Nýtt hjarta', nýtt líf, nýr maður. Þú ert )?á alt annar maður en fyr. Þú, eins og þú varst áður, syndugur og spiltur, ert full- komlega gleymdur. Þú stendur frammi fyrir Guði nýr maður, hreinsaður og þveginn í blóði lambsins. Vill Guð fyrirgefa þér? Já, vissulega. Idann vill og getur frelsað þig hvað djúpt sem þú hefir fallið, því ekki er hönd hans stutt orð- in svo hann geti ekki hjálpað. Það sem meira er hann vill gleyma öllum þínum syndum. Það er aðeins ein synd, sem er undantekin í Biblíunni; það er syndin móti heilögum anda. Þú manst eftii reynslu Ananíasar og Saffíru í J’ost. 5. kap. og hina snöggu og voðalegu lregn. ingu, sem þau urðu fyrir. Þessi ófyrirgefanlega synd er ekki ætíð í sambandi við fjármál, alls ekki. Hvaða synd, sem vér vísvitandi höldum við, mun að lokum baka oss þá sömu voðalegu lregningu, sem féll yfir þessa tvo meðlimi hins fyrsta kristna safn- aðar. Ef Guð ennþá talar til þin fyrir rödd sant- vizkunnar, þá er það vottur þess að dyr náð- arinnar standa þér enn opnar, og að Jesús réttir þér sínar gegnumstungnu hendur og býður þér : “Kom heim, barn mitt, kom heim.’’ Það borgar sig ekki að leika sér að sprengi. pfni þektrar syndar. Syndin er jafnvel hættu- legri en sprengiefni. Vor himneski faðir er mjög þolinmóður og miskunnsamur. En sá dagur kemur að náðin verður elvki lengur fram- boðin, og rödd frelsarans talar ekki lengur til hjarta þíns. Rev. D. Mclvaughlin segir frá atviki, sem fyrir hann bar er sannar þetta: "Ungur rnaður lá liættulega veikur. Hann hafði litla lífsvon og lrann vissi það sjálfur. Þegar eg sat við rúmið hjá honum sagði hann við mig: “Ó, herra minn, viltu biðja til Guðs fyrir mér, bið að Tom Pritchard fái annað tækifæri, að líf hans verið sparað svo hann geti lifað Guði og þjónað lronum.” Eg bað eins og hann óskaði eftir og bæn vor var heyrð. Tom komst á fætur aftur. Hann skrifaði undir bindindisheitið og hafnaði áfengi; það hafði áður verið þyngsta freisting hans. En hann gaf ekki Guði hjarta sitt. Nú lifði hann reglusömu lífi. Hin aldraða rnóðir hans gat því notið meiri þæginda og alt leit vel út. En hann bygði á svo veikum grund- velli. Tom reiddi sig á sinn eiginn viljakraft til að standa á móti liinum öfluga óvini hvers þræll hann liafði áður verið. Þannig liðu 12 mánuðir. Svo eitt kvöld komu 3 eða 4 af hinum fyrri félögum hans og neyddu ltann til að koma með sér í einn eða tvo klukkutíma. Tom lét tilleiðast en þó með því skilyrði að þeir mættu ekki bjóða honum áfengi. Þeir lofuðu því og sögðu: “Þér er óliætt að koma með okkur.” Á tilteknum tíma sátu þeir allir umhverfis spilaborðið, og áfengi var veitt. Elíki leið á löngu að honum væri líka boðinn sopi. Hann afþakkaði og sagði að það hefði fyrri verið eyðilegging sín. Hálftíma seinna var honum aftur boðið vín. Aftur neitaði liann því og sagði: “Ef eg drykki svo mikið sem eitt einasta glas, þá væri ekki nema sanngjarnt að Guð léti mig detta niður dauðan; hann hefir gefið mér heils árs frest til að snúa mér til hans, og þó eg hafi ekki gjört það ennþá, er eg þó hættur að drekka.” Þriðja skifti sem honum var boðið vín tók hann glasið og drakk úr því. En í því hann setti glasið á borðið misti hann jafnvægið og féll á gólfið örendur. Vinir mínir, Guð lætur ekki að sér hæða. Vissulega vill hann fyrirgefa syndir þínar og gleyma þeim algjörlega. Gef honum lijarta þitt í dag. L. E. C. Konungurinn og Biblían Það er sagt um hinn nýlátna konung vorn Georg V., að hann, samkvæmt loforði er hann gaf móður sinni, ltafi á liverjum degi lesið einn kapítula í Biblíunni. Oft í ræðum sínum nefndi hann Guðs nafn nteð lotningu, þakkaði honurn fyrir velgjörðir hans og bað um blessun hans. Árið iqii var lionum gefin skrautbundin Biblía og hann sagði er hann Meðtók hana: “Það er mín örugga von bygð á starfsemi Biblíufélagsins, sem útbreiðst hefir um allan heim, að þegnar mínir ávalt varðveiti hina dýr- mætu arfleifð, Biblíuna í enskri þýðingu, sem frá veraldlegu sjónarmiði er hinn bezti fjár- sjóður þjóðar vorrar, og í andlegu tilliti hinn dýrmætasti hlutur sem til er í heiminum.” E. S.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.