Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 4
76 ST JARNAN áður en hann fór aÖ sofa og hann tók ákvörö- un ;sína. “Eg ætla að gjöra það, eg er að fara á hausinn 'hvort sem er, og þetta munar ekki miklu.” Daginn eftir afhenti hann Arthur peninga- ávísun og bað hann borga hana inn til gjald- kera safnaðar sins, “því eg tilheyri engum söfn. uði,” sagði Mr. Bentley. Upp frá þeim degi og alt til þessa hefir verzlun Mr. Bentleys blómgvast. Guð hélt lof- orð sitt. Þetta vakti alvarlegar hugsanir hjá timbur- kaupmanninum. “Það hlýtur að vera eitthvað meira en ímyndun í trúarbrögðum Arthurs,” sagði hann við sjálfan sig. Nokkrum vikum seinna var reist samkomu. tjald í Martinburg. Arthur bauð húsbónda sínum að koma og hlusta á, og fékk hann loks til að lofa að koma. Gamla manninum geðjað- ist svo vel að því sem hann heyrði í fyrsta skiftið að hann fór þangað kvöld eftir kvöld, til að læra hvað Biblían kennir, og áður en samkomurnar voru á enda og tjaldið var felt, gekk Bentley í söfnuðinn. — Alt í einu rankaði Bentley við sér, fuglinn fyrir utan gluggann var floginn í burtu, og nú var komið bliða logn. Hann var að hugsa um framtíðina. Hann elskaði Arthur, en nú var hann að fara í burtu til að ganga á læknaskól- ann. “Hvað á eg að gjöra þegar eg missi hann?” andvarpaði hann og lét höfuðið hallast ofan á skrifborðið. Eitlu iseinna kom Arthur inn úr sendiferð, Bentley leit ekki upp þegar hann kom inn. Ungi maðurinn gekk til hans, hann var hræddur um að eitthvað væri að. Þlann var ekki lengi að sannfærast um að allar áhyggjur gamla Joe voru horfnar. Hann var sofnaður svefninum langa. Arthur stóð við hlið hans meðan hann beið eftir lækninum. Hann rendi huganum yfir síð- astliðnu 6 árin. “En ef eg hefði vanrækt að vitna um Krist með lífi mínu,” hugsaði hann með sér, svo sagði hann með lotningu og upp- hátt: “Faðir vor, eg þakka þér fyrir. Eg fórna þér mér og öllu mínu öðrum til þjónustu.” C. Lezvis. Veráta plágan Það hafði rignt svo dögum skifti. Gor- lands drengirnir héldu að öll iskýin úr himin- hvolfinu hefðu safnast þangað, svo regnið or- sakaði flóð um flatir og engi. Trén hengdu niður greinarnar, þau voru orðin svo þreytt af þessum endalausu rigningum. Við og við barði votur smáfugl vængjunum í gluggarúðuna, flaug svo yfir á silluna og reyndi að hrista vatnið af litlu vængjunum sínum. Phil Woodward, frændi þeirra Dans og Davíðs Gorland, ;sem bjó í borginni, hafði ver_ ið hjá þeim í heimsókn í hálfa aðra viku. Fyrstu dagana liöfðu þeir leikið sér í hlöðunni, klifrað upp í trén og hjálpað vinnumönnunum til að tína ber, synt í víkinni og margt fleira, sem drengj- um er skemtun að. En eftir að rigningarnar byrjuðu urðu þeir að vera inni í húsinu. Fyrstu dagarnir voru ekki svo leiðinlegir, en brátt voru þeir í vandræðum með að finna eitthvað sér til skemtunar. Þeir fóru upp á hæsta loft og leituðu þar í öllum ■kistum og kössum, þeir rannsökuðu klæðaskápinn og alla afkima, og fundu mörg leikföng, sem fyrir löngu síðan höfðu verið lögð til hliðar og söfnuðu þeim í herbergið sem fyrrum hafði verið haft fyrir börnin að leika sér í. Eitlu tinhermennirnir, sem svo lengi höfðu staðið á verði og gætt bjarnanna og járnbrautarinnar, voru nú fluttir úr stað. Drengirnir höfðu i rauninni skemt sér ágætlega þrátt fyrir regnið. En dagurinn í dag var sérstaklega langur og leiðinlegur. Þeir gátu ekki fundið upp á neinu til að leika sér að. “Þlvað eigum við að gjöra?” andvarpaði Dan um leið og þeir settust við gluggann á her. bergi sínu. “Eg er að hugsa um það,” svaraði Davíð. Svo sátu þeir allir þegjandi um stund. “Eg veit það,” sagði Phil og stóð upp i flýti, “við skulum leika ræningja og dómara.” “Hvaþ er það ?” spurðu hinir drengirnir. “Nú skuluð þið heyra. Eg fór á leikhús fyrir tveimur vikum og sá þjóf ræna dómara.” “Ræna dómara,” sögðu báðir bræðurnir al- veg hissa. “Hugsa sér annað eins — dómara.” “Eg skal vera ræninginn,” sagði Phil. “Nei, vert þú dómarinn, eg skal vera ræn- inginn.” Þá svaraði Phil ákveðið: Nei, eg ætla að vera ræninginn og þú, Davíð átt að vera gamli

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.