Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.09.1936, Blaðsíða 7
STJARNAN 79 “Eg hélt þið væruð ekki nógu garnlir til a8 geta gjört þetta,” sagði móðirin. “Við erum nógu gamlir til þess,” sagði Wil- bur, “og við ætlurn að gjöra miklu meira til að hjálpa þér, þú skalt fá að sjá það. Eg hugsa þú verðir þakklát fyrir að Olney og Clifford komu til að sýna okkur hvernig við gætum það.” “Vissulega,” svaraði móðir þeirra og hló. Hún gat ekki að sér gjört að hugsa um hve mjög hún hafði kviðið fyrir komu þeirra. Hana •hafði aldrei dreymt að þeir mundu gefa hennar eigin drengjum svo góða fyrirmynd. A. U. Guð bœnheyrir Fyrir rúmu ári síðan fékk ung Sjöunda dags Aðventista stúlka í Providence, Rhode Is- land, vinnu í verksmiðju þar sem unnið var aðeins 5 dgaa i viku, svo hún hafði enga erfið- leika með að halda hvíldardaginn og það var ekkert nefnt. Eftir að hún hafði unnið þar í nokkra mánuði, heyrði hún formanninn einu sinni segja við stúlkurnar, að héðan af yrðu þær að koma á laugardögum líka. Hún fór strax að biðja til Guðs að hann gæfi henni styrk til að reynast honum trú þó það skyldi kosta hana að hún misti vinnuna. Hún bað til Guðs allan þann dag, og svo mjög alvarlega þegar hún kom heim um kvöldið. Daginn eftir var föstudagur, þá kom for- maðurinn til hennar og sagði: “Margrét, við þurfum þig til að vinna á morgun. Við höfum fengið stóra pöntun og verðum að vinna á laug- ardögum til að geta afgreitt 'hana á réttum tíma.” Hún svaraði: “Mér þykir mjög leitt að geta ekki orðið við ósk þinni, Mr. B., en trú- arbrögð mín leyfa mér ekki að vinna á laug- ardögum. Það er hvíldardagurinn minn.” “Hvaða söfnuði tilheyrir þú, Margrét?” spurði hann. Þegar hún svaraði: “Eg er Sjöunda dags Aðventisti,” sagði hann: “Guð blessi þig, Mar_ grét, þú þarft ekki að koma á morgun.” Litlu seinna kom hann aftur og spurði: "Margrét, borgar þú tíund af kaupinu þínu?” “Já, Mr. B.,”. svaraði hún, “eg borga tíund af öllu sem eg vinn mér inn.” “Þú hefir þá ekki imikið handa sjálfri þér eftir að þú hefir borgað tíund.” “Jæja, eg hefi nóg til að komast af.” Formaðurinn virtist snortinn og sagði: “Eg skal reyna að gefa þér dálitla aukavinnu, svo þú getir unnið þér meira inn.” Skömmu seinna var skift um vinnu við Margréti, og kaup hennar hækkað. Þegar hún sagði frá þessu á ungmenna samkomu, bætti hún við: “Guð bænheyrir börnin sin. Ef vér leggjum alla vora erfiðleika fram fyrir hann, þá mun hann hjálpa þegar enginn annar getur hjálpað.” A. A. Cone. Reyndu hljóðpípu Ungur maður nýlega giftur sagði kunn- ingja sínum frá eftirfarandi atviki: “Okknr Alice sýnist stundum sitt hverju, eg býst við það sé eins hjá öllum ungum hjón- um. Stundum er ekki svo létt að jafna það upp. Hérna um kvöldið fórum við ofan í búð til að kaupa eitthvað fyrir kvöldmatinn. Stundar- korni áður höfðum við verið missátt, en höfð- um nú jafnað með okkur. í afturenda búðarinnar voru tvö börn kaup- mannsins að berjast um eitthvert leikfang. Hún barði bróður sinn og hann sparkaði í hana. Svo barði hún hann aftur en hann reitti hár hennar. Alt í einu kemur þriðja barnið í hóp- inn, það var lítill drengur á að gizka tveggja ára gamall, hann var með hljóðpípu og fór að blása í hana. Hann blés svo hátt og rösklega að ekkert heyrðist til hinna barnanna. Hann fór til bróður síns og blés rétt við andlit hans, svo fór hann til systur sinnar og gjörði hið sama. Þau hættu bæði að berjast og fóru að hlæja. Litli drengurinn hélt áfram að blása en hinn drengurinn fór að slá trumbu og litla stúlkan að hamra á píanóið sitt, sem var eitt af leikföngum hennar. “Nú var búið að afgreiða okkur svo við gengum út. Við fórum fram hjá leikfanga- búð á leiðinni heim. Þegar Alice sneri sér til að fara þangað inn, spurði eg hvað hana vant- aði þar. “Eg ætla að kaupa hljóðpípu,” svar- aði hún. “Það er gott, kauptu þá stærstu sem þú getur fengið.” “Hvenær sem okkur ætlar að sinnast þá grípur annaðhvort okkar hljóðpípuna og blæs i hana af öllum kröftum. Þá förum við hæði að hlæja og sættumst strax. Þetta er sagan um hljóðpípu friðarins. Hún hefir reynst vel.” A. U. (Author unkown)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.