Stjarnan - 01.02.1937, Page 2
IO
STJARNAN
að hann sé hjá yður eilíflega, anda sannleikans,
hann, sem heimurinn getur ekki tekið á móti,
af því hann sér hann ekki og þekkir hann ekki
heldur; þér þekkið hann af því hann dvelur hjá
yður og er í yður . . . Sá, sem 'hefir mín boð-
orð og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig,
en sá sem elskar mig mun verða elskaður af
mínum föður, og eg mun elska hann sjálfur
og birtast honum.” Jóh. 14:12-14. 21.
“Sá, sem hefir mín boðorð,” meinar þann,
sem hefir þekkingu á Guðs boðorðum og held-
ur þau svo kostgæfilega, að hann fæst ekki til
að brjóta þau, ekki einu sinni þegar það mundi
sýnast hagur fyrir hann að gjöra það. “Hver
sem elskar mig mun varðveita mitt orð, og faðir
minn mun elska hann, og til hans rnunum við
korna og gjöra okkur bústað hjá honum. Sá,
sem ekki elskar mig, hann varðveitir ekki mín
orð.” 23. og 24. vers. Ef það væri ómögulegt
fyrir oss að halda Guðs boðorð þá værum vér
öll glötuð. En Guð heíir af náð sinni gjört
frelsun vora mögulega. “Af náð eruð þér
hólpnir orðnir fyrir trúna.” “En ölluro þeim,
sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða
Guðs börn, þeim, sem trúa á nafn hans.” Jóh.
1 :i2.
Jóhannes postuli ávarpaði Guðs börn á
þennan :hátt: “Börnin mín, þetta skrifa eg
yður til þess að þér skulið ekki syndga.” En
hvað er synd? “Hver, sem synd drýgir, drýg-
ir og lagabrot og syndin er lagabrot.” En ef
einhver syndgar þá þarf hann ekki að örvænta
eða sleppa von sinni í Kristi. Hann þarf alls
ekki að hugsa eða segja að það sé gagnslaust
lengur að reyna að halda Guðs boðorð, með því
mundi hann gefa sig á vald óvinarins.
Satan freistar þín og reynir alt af að fá þig
til að syndga, svo þegar honum hefir hepnast
það, þá telur hann þér trú um að það sé þýð-
ingarlaust fyrir þig að reyna að halda Guðs
boðorð, þú megir alveg eins gefast upp og aug-
lýsa þig sem yfirtroðslumann boðorða hans, því
þú getir ekki haldið þau hvort sem er. Þetta er
snara djöfulsins, semi hann notar til að veiða
rnenn. í krafti Guðs og nafni hans getum vér
haldið öll Guðs boðorð. “Og hans boðorð eru
ekki þung.” Það veitir oss fögnuð og gleði að
halda þau.
. “Enda þótt einhver syngdi þá höfum vér
talsmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn rétt-
láta, og hann er friðþæging fyrir syndir vorar,
og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka
fyrir syndir alls heimsins, og á því vitum vér
að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð
hans. Sá sem segir, eg þekki hann, en heldur
ekki boðorð hans er lygari, og sannleikurinn er
ekki í honum. En hver sem varðveitir orð
hans, í honum er sannarlega kærleikur til 'Guðs
orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér að vér
erum í honum. Sá, sem segist vera stöðugur í
honum, honum ber sjálfum að breyta eins og
hann breytti. Þér elskaðir, það er ekki nýtt
boðorð, sem eg ritaði yður, heldur garnalt boð-
orð, sem þér hafið haft frá upphafi. Hið gamla
boðorð er orðið sem þér heyrðuð.” I. Jóh. 2 :i-7.
Guð vildi ekki leyfa óvininum neitt tæki-
færi til að trufla oss, svo vér gætum ekki skilið
hvaða boðorð það eru sem hann talar um. Það
eru boðorðin, sem hann gaf þegar hann lagði
grundvöll jarðarinnar. “Þá er morgunstjörn-
urnar sungu gleðisöng allar saman og allir Guðs
synir fögnuðu.” í byrjun veraldarsögunnar,
áður en nokkurt fólk var til, sem nefnt var
Gyðingar gaf hann boðorð sín um leið og hann
skapaði heiminn. “Hið gamla boðorð er það
sem þér hafið heyrt frá upphafi.” Jóhannes,
hinn elskaði lærisveinn flytur hinn Guð-inn-
blásna boðskap, og hann hljómar niður í gegn-
um aldirnar alt til vorra tíma. Guði sé lof, vér
þurfum ekki að vera í neinum efa viðvikjandi
boðorðum. .hans.
Þess er krafist af oss, að vér höldum Guðs
boðorð, og að vér sýnum íbúurn himnanna að
vér erum hlýðin börn trúföst og undirgefin
Guðs stjórn. Vér getum ekki vænt þess að
heimurinn, sem er undir stjórn og valdi Sat-
ans, hlýði Guði eða haldi boðorð hans.
Það eru aðeins tveir flokkar manna í heim-
inum, þeir sem hlýða Guði og þeir, sem óhlýðn-
ast honum, hinir heilögu og hinir vanheilögu.
Þegar syndir vorar voru lagðar á Jesúm1 þá var
hann vor vegna talinn meðal yfirtroðslumann-
anna. Hann gekk í vorn stað, gekk í ábyrgð
fyrir oss frammi fyrir föðurnum og öllum hin-
um himnesku verum. Þegar syndir heimsins
voru tilreiknaðar Jesú þá stóð hann í vorum
sporum eins og hann væri syndari. Bölvunin,
sem hvíldi á oss vegna syndarinnar, var lögð á
hann. Vér ætturn að hugsa tim niðurlægingu
Krists, hans nístandi sálarkvöl og hinn smán-
arlega dauða, sem hann þoldi, því hann leið
það, sem vtér höfðum verðskuldað að líða.
Hann kom til jarðarinnar, Guð, íklæddur mann-
legu holdi, til að mæta vorri reynslu, bæta fyrir
vor brot. Með lífi sínu í mannlegu holdi í full-
kominni hlýðni við Guð sýndi hann oss að
manninum er mögulegt að hlýða Guði. Pétur
postuli skrifar: “Náð og friður margfaldist