Stjarnan - 01.08.1939, Side 4
68
STJARNAN
“Kröftug bæn réttláts manns
megnar mikið”
MaÖur nokkur hafSi tvisvar fengiS sól-
sting áður en hann tók kristna trú. Svo einn
dag var hans freistað til að taka þátt í heiðn-
um dansi, seim! haldinn var um. heitasta tíma
dagsins. Eftir nokkra stund féll hann til
jarðar og var borinn heim meSvitundarlaus.
Þegar eg var beðinn að biSja fyrir honum
hafSi hann verið meðvitundarlaus í 14 daga.
Menn álitu, vonlaust um líf hans og höfðu
þegar byrjað sorgarópin.. Þarna lá hann
kaldur og stirður með höfuðið á kné bróður
síns.. Þegar eg sá hann og tók á lífæðinni
misti eg alla von um að hann mundi rakna
við. Mér fast eg gæti ekki beðið, svoi eg
mæltist til að innlendur prédikari, sem með
ímér var, Matthhayo að nafni, vildi biðja.
Mér virtist eins og ásýnd hans ljómaði af
yfirnáttúrlegri gleði, sem eg aldrei gleymi,
þegar eg nefndi það við hann. Hann úthelti
hjarta sínu í bæn fyrir þennan mann, sem allir
höfðu mist vonir um. Eg sá manninn innan
skamms opna augun og brosa til gamla föður
síns, sem sat beint á móti honulmt Um kvöld-
ið fékk hann fulla meðvitund, og morguninn
eftir fór hann út til að vinna í garðinum
sínum. Hann fékk þetta aldrei aftur.
Guð gæfi að vér allir hefðum Matthayos
trú. Uátum oss sækjast eftir félagsskap
þeirra, sem hafa örugga, sterka trú, og velja
oss fyrir vini þá menn, sem ekki festa trú
sína eða von á vinnuveitanda eða stöðu, eða
fé, heldur á lifanda Guði. Mín eigin trú
styrktist gegnum kynningu mína víð Matthayo.
Þegar eg skírði hann hafði eg litla hugimynd
um hve undursamlega Guð mundi nota hann
í þjónustu sína framvegis. Hann hefir leitt
rnargar sálir til Krists. Hvernig fer hann að
því ? Með trú. Hann hefir trú, sem verkar
fyrir kærleikann og hann er sístarfandi.
E. A. Beavon..
Reglusemi
Alan var hálfs fjórða árs að aldri, “stór
maður,” eins og pabbi hans. Eoreldrar hans
voru bæði reglusöm, og vandist hann því
snemma á að láta leiikföng sín á réttan stað.
Elvað leiksystkini hans sögðu, var það. eina,
sem hafði áhrif á hann utan heimilisins. Móðir
eins af nágrannadrengj unulm var altaf þreytt,
því hún þurfti að “tína upp” fyrir alla fjöl-
skylduna, og sonur hennar sagði Alan að það
væru bara stelpur sem létu alt á sinn vissa
stað. Upp frá því reyndi Alan að komast hjá
því að láta neitt á réttan stað. Móðir hans
kornst brátt að því hvað olli þessari breytingu
og talaði um það við mann sinn. En þau
létu Alan ekki merkja að þau hefði orðið vör
við neina breytingu 'hjá honum.
Faðir Alans var skrifstofustjóri á stórri
skrifstofu svo hann fann upp á ráði því sem
hér fer á eftir. Hefði hann verið bóndi, tré-
smiður eða eitthvað annað, þá hefðu þau að
líkindum fundið upp annað ráð, sem hefði
reynst alveg eins vel. Þau börn eru lánsöm
sem þurfa þessa lexíu, ef þau eiga foreldra,
seimi geta hugsað upp viðeigandi leik til að
kenna þeim reglusemi.
Einn dag áttu Alan og móðir hans að
fara inn í borgina og hafa miðdagsmat með
föður hans þegar hann hefði lokið vinnu á
skrifstofunni urn nónbilið. Alan til mestu
undrunar fóru þau ekki inn á biðstofuna niðri,
heldur beint upp á loft og inn á skrifstofu
föður hans. Faðir hans og þeir, sem unnu
hjá honum voru að ljúlra við vikuverkin.
Alan sat hljóður hjá mömmu sinni og horfði
á hvernig allir voru í óða önn að leggja alt
á sinn stað í ihyllur og skúffur. Faðir hans
hreinsaði skrifborð sitt og lagði alt niður söm
á því hafði verið. Hann sá einn mann tína
upp alla ónýta bréfsnepla og láta þá í rusla-
körfuna. Uoks leit faðir hans í bók og sagði:
“Nú er alt sett í reglu svo við geturn farið.”-
Þetta var alveg nýtt fyrir Alan. Hann
hugsaðí nú ekki né talaði um neitt nema
skrifstofu föður síns. Þegar hann hafði feng-
ið sér dúr um eftirmiðdaginn, þá stakk faðir
hans upp á að þeir leiki skrifstbfu, og var
því tekið með fögnuði. Brátt var herbergi
Alans orðið regluleg skrifstofa, að minsta
kosti í hans augum. Merkisspjald var sett
á sikúffurnar og mynd af því sem í þeim átti