Stjarnan - 01.08.1939, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.08.1939, Blaðsíða 6
STJARNAN 70 þjóðir, nær til allra, sem taka á móti fagnaðar- erindinu. Skipun Krists til allra trúaÖra er: “Vinn þú í dag í víngarði mínulmt” Þessi var skipun hans þegar hann var með oss hér í holdinu, og hann talar til vor frá himni í síð- ustu orðum Opinberunarbókarinnar: “Eg, Jesús, hefi sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hiuti í söfnuðinum. Eg er rótar- kvistur og kyn Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan. Og andinn og brúðurin segja, kom þú. O'g sá, sem heyrir segir, kom þú. Og sá sem þyrstur er hann komi. Hver sem vill hann taki ókeypis lífsvatnið. Eg Votta fyrir hverjulmi þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádóms- bókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók. Sá, sem þetta vottar, segir: Já, eg kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesús.” Ó, að allir, seim lesa þessi orð vildu af einlægu hjarta svara með orðum postulans: “Amen. Kom þú, Dúottinn Jesú.” Sandurinn í tímaglasi voru er nær því útrunninn. Vér lifum á tíma dómsins. Hve- nær mun þitt nafn og mitt nafn koma upp, kæri lesari? Eruml vér reiðubúnir? Það eru sönn alvarlegu orðin sem stundulmi eru sungin: “Áköf ihætta í undandrætti.” Það er ekki nóg að þekkja sannleikann, vér verðum að fylgja honum í voru daglega lífi, helga sjálfa oss Drotni og með guðraökilegu lífi í þjónustu frelsarans leiða sálir til -hans. Herra uppsker- unnar væntir þess af oss, að .vér komum með “Bindini með oss.” C. P. B. “Akalla mig í neyðinni, eg mun frelsa þig” Guðs börn í Czechoslovakíu hafa oft reynt þetta loforð og fengið það uppfylt. Ung kona ein átti ársgamalt barn. Máður hennar var kærulaus og hugsaði lítið um þarfir heimilisins. Mikið af því sem hann vann sér inn fór hann með á vei-tingahúsin og eyddi því þar. Oft var það svo lítið, sem hann gaf konu sinni að það var ekki einu sinni nóg fyrir helztu nauðsynjar lífsins. Einn dag' bar svo til að þessi unga kona hafði ekki brauðbita í húsinu og enga mjólk handa barninu Engir peningar voru til og barníð grét af sulti. Móðirin féll á kné og bað Guð að senda sér hjálp í þessurn vand- ræðum. Litlu seinna var þunglega barið að dyrum, Konan hélt að það væru strákar að glettast við hana en fór þó til dyranna. Eyrir dyrulm úti stóð þá bóndi einn, sem ávarpaði hana og sagði: “Eg bið þig afsökunar. Eg keypti þessar tvær kýr á markaðinum, en þær hafa ekki verið mjólkaðar síðan í gær. Viltu gjöra svo vel að lána mér tvær fötur til að mjóika þær í, svo getur þú fengið mjólkina.” Auðvitað lánaði hún manninum föturnar, því alt var tórnt hjá henni, og hafði verið það um tíma. Að stuttri stundu liðinni kom bóndinn tnleð mjólkurföturnar og hún hafði nóg handa sér og barninu. Þetta styrkti trú móðurinnar, því nú vissi hún af eigin reynslu :að hinn lifandi Guð heyrir bænir barna sinna. ♦ + ♦ Það var eftir stríðið mikla. Ejölskyldufað- irinn var tekinn í herinn, eins og svo margir aðrir. En móðirin með þrjú lítil börn sín var ein eftir heima. Hún átti erfitt með að vinna sér nóg inn til að fæða sig og þau. Þrátt fyrir allar tilraunir hennar bar svo til eitt kvöld að hún hafði engan matarbita í hiisinu. Bæði hún og börnin báðu nú Guð að senda sér hjálp. Nálægt miðnætti heyrðu þau einhvern berja á götudyrahliðið en hún þorði varla að fara út í myrkrið til að vita hver það væri. Það var haldið áfram að berja svo konan fór út í 'húsdyrnar og kallaði hver þar væri svo seint. Henni var svarað: “Eg er hermaður kom- inn heilm úr hernum. Eg -hefi hér bréf og sendingu til þin frá manni þínum.” Þegar konan opnaði pakkann voru þar þrjú brauð og sultutau í flösku. Hún kall- aði strax á börnin, og þau öll þökkuðu Guði fyrir bænheyrsluna. Þau höfðu ákallað Guð í neyðinni og hann svaraði þeim. J. Doubravsky.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.